Mjölnir - 01.01.1902, Page 33

Mjölnir - 01.01.1902, Page 33
81' eigir avo annríkt að þú megir ekki yera að koma lieim að borða og jeg kem lijerna með mat lianda þjei,“ sagði hún, ljet skálina á borðið og gekk út. Maðurinn varð forviða, en hinir gestirnir á svínastí- unni þyrptust kring um hann og einn greip lokið af skál- inni, — en hún var þá tóm, lítið blað lá samt í henni og hafði konan skrifað á það: I’etta er maturinn okkar h*ima, þú getur nú reynt, hvað hann er seðjandi. önnur kona fór inn í veitingahúsið og settist við hlið mannsins síns, sem eyddi þar mest öllu kaupi sínu og gpillti þar heilsu sinni. Hún kvaðst vilja vera þar sem maður sinn væri, þegar veitingamaðurinn spurðí liana í höstum róm, livaða erindi húu ætti. Þegar þessi drykkju- maðurinn kom inn á knæpuna í næsta skifti, sagði veit- ingamaðurinn lionum að fara, og bætti við: Mig langar ekki til að verða optar fyrir augum konu þinnar“. Önnur kona fór opt að heiman, til þess að fá mann sinn lieim með sjer frá veitingahúsinu. Hún skalf opt af kulda fyrir utan spillingardyrnar, felldi mörg tár og stundi upp mörgum andvörpum. Stundum gekk för liennar all- vel, en opt fór hún erindisleysu, flaskan varð þá sterkari; — — en sagt var að frú veitingamannsins „hefði borið hana út um bæinn fyrir frekju“, og veitingamaðurinn væri að hugsa um að lögsækja hana, af því að hún „apillti at- vinnu lians“, — það getur verið að það sje ofhermt. S. G.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.