Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2000, Page 17

Ægir - 01.11.2000, Page 17
FRÉTTIR SH stofnar Coldwater Shellfish Ltd.: Ahersla á sölu íslenskra skelfiskafurða í Bretlandi Dótturfélag SH í Bretlandi, Coldwater Seafood UK Ltd., hefur, ásamt nokkrum aðilum, stofnað fyrirtækið Coldwater Shellfish Ltd. Hlutur Coldwater Seafood í nýja félaginu er 50%, en meðal annarra eigenda eru Frank Flear, stofnandi Blu- ecrest Foods Ltd. og Innes Sutherland, sem jafnframt verður framkvæmdastjóri hins nýja félags. Samkvæmt áætlunum SH má gera ráð fyrir að sala skelfiskafurða á öðru heila rekstrarári Coldwater Shellfish geti numið um einum milljarði króna. Mikill áhugi er fyrir skelfiskafurðum í Bretlandi og taldir vera miklir vaxtarmöguleikar á því sviði. Markmið með stofnun félagsins er að vinna og selja ýmsar skelfiskafurðir með áherslu á smáhumar, sömu tegundar og veiðist við Island. Hlutverk Coldwater Shellfish er að afla hráefnis, fá það frumunnið og sjá síðan um sölumál á veitingamarkaði. Dótturfélag SH, Cold- water Seafood, mun hins vegar annast fullvinnslu afurðanna, auk sölu þeirra til smásölukeðja í Bretlandi. Þetta verkefni er byggt á þekkingu á vöruþróun og fullvinnslu sem byggst hef- ur upp innan Coldwater Seafood, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið einnig sterka stöðu á smásölumarkaði. Brunnar gjaldþrota Héraósdómur Reykjaness hefur staðfest að Brunnar hf. hafi verið úrskurðað gjald- þrota. Brunnar hf. var stofnað í Gn'ndavík árió 1994 en fiutti höfuðstöóvar til Hafnarþ'arðar árið 1997. Félagið hefur unnið að geró kælitækja er framieiða fljót- andi ís, sem einkum nýtist tii sjávarútvegs og matvæiakæLingar. HJÁ OKKUR FÆRÐU AÐEINS BESTU VÉLAR OG TÆKI... MORSE £ peDROUO' MASTER aquadrive Heimsþekkt vörumerki JET pumper --Tnurphii ^ swichgIce ■ Viðurkennd þjónusta Ánanaust 1, Reykjavík. Sími 552 6122. Veffang: http://www.velasalan.is Cummins er stærsti framleiðandi dísilvéla yfir 200 hö í heimi! VÉLASALAN

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.