Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 23

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 23
AÐALFUNDUR LS Smábátasjómenn á aðalfundi samtaka sinna: AðaLfundarfulltrúar og gestir á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda. Segja viðræður við löggjafann helst fara fram í dómssölum „Síðasta ár var það merki- legasta í sögu Landssam- bands smábátaeigenda/' sagði Arthur Bogason, for- maður sambandsins, í opnunarræðu 16. aðal- fundar þess, sem haldinn var á Grand Hótel í Reykja- vík, 2. nóvember sl. Hann lýsti ánægju sinni með að markmið um útvíkkun og uppbyggingu sambandsins hafi náðst. Átti hann við stofnun alþjóðasamtaka smábáta- og strandveiðimanna í Frakk- landi í sumar þar sem að komu um 20 þjóðir. Arthur sagði þetta eitt stærsta skref sem smábáteigendur hafa stigið í félagsmálabaráttu sinni hingað til og þar hafi Landssamband smábátaeigenda átt stóran hlut að máli. „I framhaldinu bíður okkar mikilvægt starf við að afla þessum samtökum fjár- hagslegan grundvöll og vinna að frekari uppbyggingu þeirra í framtíðinni," sagði Arthur og lagði áherslu á að hann hafi í. Arthur Bogason, formaður LS. þær væntingar til samtakanna að þau geti varðað leið smábátaeigenda til framtíðar í því að styrkja stöðu sína á þeim óvissu- tímum sem nú ríktu í greininni. I fram- haldi af þvx krafðist hann breytinga á sóknardagakerfi, leiðréttingar á kjörum aflamarksbáta og skýringa á hvað muni verða um jöfnunarsjóð veiðiheimilda. Hann sagði kvótasetningu í öðrum teg- Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður. undum en þorski, beina ávísun á hreina eignaupptöku í aflamarkskerfinu. Máli sínu til stuðnings benti hann á að sú þróun á undanförnum misserum, að viðræður smábátaeigenda við löggjafann færu nú einna helst fram í dómssölum, hefði orðið til þess að auka á óvissu og óöryggi í röðum þeirra. Hann taldi að þær opinberu nefndir á vegum Alþingis

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.