Hugur - 01.01.1989, Page 40

Hugur - 01.01.1989, Page 40
MARTIN HEIDEGGER HUGUR hlutir einir og sér og hvorki er leitað ástæðna né þær gefnar vegna þess að hlutimir eru sjálfum sér nógir og ekki er ætlast til að hugsunin færi rök að einu né neinu. (Sú hugsun leitar á að líklegast myndu íslenskir fjárlagasmiðir una sér best á þessum vettvangi.) Það hefði því verið rangt að líta svo á að Heidegger hafi aðeins sýnt fram á mun manna og blóma með því að taka mark á ljóðlínum Silesiusar. Niðurstaða hans er í rauninni þveröfug: „Það væri vissulega að hugsa of skammt héldum við því fram að orð Angelusar Silesiusar gangi aðeins út á að benda á muninn á því hvemig menn og rósir séu það sem þau eru. Það sem er ósagt í ljóðinu, og á því veltur allt, er að maðurinn, í innstu veru sinni, er fyrst í raun og vem þegar hann er á sinn eigin hátt eins og rósin - án hvers vegna. Þessari hugsun getum við hins vegar ekki fylgt eftir.“38 Hugsun Heideggers er því ekki sú að dulspekingurinn sé að reyna að segja okkur það sem blasir við öllum, að menn hugsi og blóm ekki og þess vegna sé þetta tvennt ólíkt. Hann er að segja okkur eða gefa okkur til kynna að maðurinn eigi að láta eins og rósin, losa sig undan vangaveltum og áhyggjum af ástæðum og rökum. Samkvæmt Ileidegger er skáldið því að bjóða okkur inn á svæði þar sem lögmálið um fullnægjandi ástæður gildir ekki og Heidegger virðist sjá fulla ástæðu til að við þekkjumst boðið. Það er auðvitað vandkvæðum bundið þó ekki sé nema vegna þess að maðurinn hefur frá alda öðli talið sig skynsemisveru.39 Fyrir slíka veru virðist umræddur vettvangur ekki beint lífvænlegur. Aður en við skiljum við þessar vangaveltur er kannski rétt að benda á eitt atriði. Ileidegger vinnur ekki úr ljóðlínunum með því að brjóta reglur rökfræðinnar og hann segir'ekki að skáldið geti leyft sér að láta eins og fmmsetningin sé ekki til. Miklu fremur er um það að ræða að ljóðið hefur verið notað til að vísa leið að svæði sem er handan áhrifasviðs lögmáls Leibniz. Þar er kröfunni um að skýringar séu gefnar hvorki hlýðnast né óhlýðnast. Eigi að síður situr eftir spurningin um hver staða heim- spekilegrar hugsunar verði við slíkar aðstæður. Er þetta ekki 38 Sama rit, bls. 72-73. 39 Sama rit, bls. 79. 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.