Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 53

Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 53
HUGUR SIGURÐUR KRISTINSSON / # I öðru lagi talar Aristóteles um að vinátta af ákveðnu tagi sé ópersónuleg, svo sem þegar hefur lítillega verið minnst á. Það eru stjórnarfarsbundin vinátta (EN 1167b3), borgaraleg vinátta (EE 7.10) og almennt hvers kyns vinátta sem felst í því einu að menn hafa einhvem sameiginlegan félagsskap og hvílir á einhvers konar sáttmála (EN 1161bl3-15). Þelta er það sem hér hefur verið nefnt félagsvinátta. Félagsvinátta er þá meðal þeirra sem hafa félagsskap. Sérhver félagsskapur manna hvílir sem fyrr segir á sáttmála sem menn gera með sér til að ná tilteknu markmiði, sem þeim er öllum nytsamlegt (EN 1161bl3-15 og EN 1160a8-14). Á báðum þeim stöðum sem hér er vitnað til nefnir Aristóteles skipsfélaga sem dæmi. Hver skipverji um sig nær ekki mark- miði sínu nema í félagi við aðra og þess vegna gera þeir með sér samkomulag. Um það samfélag sem myndar eina ríkisheild gildir hið sama, nema hvað markmiðið sem því er ætlað er „...ekki einhver stundargagnsemi, heldur það sem er nytsam- legt fyrir líf manna í heild“ (EN 1160a21-2).9 Nánar tiltekið er markmið ríkisins gott og gæfuríkt líf (Pol. 1280b39). Nú segir Aristóteles að í hverjum félagsskap ríki sam- svarandi tegund félagsvináttu (EN 1160a28-30). Ein þeirra er vinátta samborgara (EN 1161bl3). Borgaraleg vinátta er þá vinátta þess félagsskapar sein miðar að hamingjusömu lifi, en það er borgríkið (pólis), eða það samfélag sem myndar stjórn- arfarslega heild. Hún hlýtur því að einkenna samfélagið sem eina heild. 9 Hér kennir fram að félagsvináttan verður til vegna nytsemi hennar, enda er hún ekki ein tegund til viðbótar við vináttutegundirnar þrjár, heldur fellir Aristóteles hana undir nytsemisvináttuna. Að minnsta kosti tvennt rennir stoðum undir þcssa túlkun. í EE 7.10 segir, að borgaraleg vinátta hafi einkum komist á vegna nytseminnar, enda þótt menn hefðu komið saman hvort eð væri til þess eins að lifa í félagi (EE 1242a8-9) og í EN 8.9 segir einnig að stjórnsamfélagið virðist bæði hafa verið komið upprunalega á vegna nytsemi og viðhaldist jafnframt vegna liennar. Að nytsemi miðar löggjafinn og kallar réttlátt það sem heildinni er nytsamlegt (EN 1160a 11-14). í öðru lagi er vinátta gests og gestgjafa tekin sem dæmi um nytjavináttu (EN 1156a30). Síðarer vinátta gests og gestgjafa beinlínis flokkuð sem félagsvinátta, ásamt með vináttu samborgara, samferðamanna o.s.frv. (EN 1161bl3-16). 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.