Hugur - 01.01.1989, Page 81

Hugur - 01.01.1989, Page 81
HUGUR JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON raunverulegum aðstæðum. Því segir hann: „Er við linum áþján einlivers manns, þá er hvötin að baki þess sú manngæska sem okkur er í blóð borin.“ 10 Ég skil það svo, að það sé staða okkar gagnvart öðrum mönnum, eins og hún kemur okkur fyrir sjónir fyrir tilstilli ímyndunarinnar, sem sé grundvöllur þessarar eðlislægu mamigæsku: Við höfum ljósa mynd í huga okkar (segir Hume), af öllu því sem okkur er nákomið. Allar mannverur eru okkur tengdar, fyrir tilstilli skyldleika. Persóna þeirra, hagsmunir, ástnður, áþján og gleði, hlýtur því að koma okkur ljóslifandi fyrir sjónir og geta af sér tilfinningar sem líkjast hinum upprunalegu, vegna þess hversu auðveldlega skýrar og ljóslifandi hugmyndir umbreytast í tilfinningar.* 11 Ég tel ekki að Hume gangi hér að því sem vísu, að við berum umhyggju fyrir öðru fólki. í þessu atriði virðist mér að ég sé ósammála Páli Ardal, en hann heldur því fram, að Hume geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að skýra hvers vegna fluttar tilfinningar, líkt og áþján einhvers manns, skuli vekja upp í okkur umhyggju fyrir þessum sama manni.12 Þetta sjónarmið er réttmætt, svo langt sem það nær, en mergurinn málsins er sá, að þetta sjónarmið lítur á hugmynd Humes um samhygð frá því sjónarhomi, sein ég þykist hafa sýnt fram á að fái ekki staðist. Ég vil halda því fram að Hume hafi losað sig við þá kvöð, að skýra umhyggju okkar fyrir tilstilli tilfinn- ingaflutnings, með því að hann endurbætir greinargerð sína fyrir samhygðinni á þann hátt að það er ímyndunin, en ekki tilfinningaflutningur, sem gegnir lykilhlutverki í samhygðar- umhyggju okkar fyrir öðmm mönnum. Til þess að forðast misskilning, þá er rétt að benda á eitt atriði sem hafa verður hugfast varðandi samhygð í þessum skilningi. Hér hef ég í huga það, að þrátt fyrir að þetta ferli ímyndunarinnar setji okkur í raunverulegar aðstæður þeirra sem finna til þeirra tilfinninga sem athygli okkar beinist að, þá felur þessi staða ekki það í sér, að við verðum til dæmis ösku- vond vegna þess eins að manneskjan sem er viðfang hugsunar okkar er öskuvond. Það sem Hume vill sýna fram á er, að með 10 David Hume, samarit, bls. 289. 11 Sama rit, bls. 117. 12 Páll S. Árdal: Samarit, bls. 51. 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.