Hlín - 01.01.1922, Side 9

Hlín - 01.01.1922, Side 9
Hlin 7 arhöfn, þar sem hún 'óskar fundarkonur velkomnar i hjer aðið. Fundurinn sendi brjefritaranum kærar þakkir. Fundinum frestað til næsta dags. 30. júní var fundur settur að nýju. i VII. Bannmál: Framsögukona Sigríður þorláksdóttir. Málið var lítið rætt. Samþykt svohljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á kvenþjóðina íslensku að styðja bannlögin á þann hátt að efla bindindissemi í landinu og kjósa þá menn eina á þing, sem eru lögunum hlyntir. VIII. Ávarpstitill kvenna: Framsögu hafði Unnur Vilhjálmsdóttir, Heiði. Svohljóð- andi tillaga samþykt.: »Fundurinn skorar á konur að beita sjer fyrir því, að ávarpstitiliinn frú verði notaður í ræðu og riti um allar konur giftar og ógiftar « ' XI. Uppeldismál. Framsögu hafði Halldóra Bjarnadóttir. Málið var rætt og skorað á konur að taka það til yfirvegunar. Rætt var um þörf á námsskeiðum í uppeldisfræði og undirbúnings- fræðslu barna. / X. Mentamál kvenna. Framsögu hafði Lára Pálsdóttir. Tillaga samþykt: »Funduririn skorar á allar konur á fjelagssvæðinu að kappkosta að glæða áhuga fyrir gagnlegri og hagnýtri mentun kvenna, og fyrir því, að alþýðuskólarnir, sem vænt- anlega verða stofnaóir innan skamms í Þingeyjarsýslum, geti fullnægt sem best þörfum almennings, jafnt kvenna sem karla, og hvetja unglingana til að sækja þá frekar en skóla í kaupstöðum.*

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.