Hlín - 01.01.1922, Side 13

Hlín - 01.01.1922, Side 13
Hlín 11 stakir utanfjeiagsmenn gefið fjelaginu gjafir, má þar til nefna hina rausnarlegu gjöf Porst. kaupm. Jónssonar á Dalvík (500,00). Þess er líka vert að geta, að Ungmennafjelag Svarf- dæla hefir stutt fjelagið vel, bæði með því að lána hús fyrir lítið eða ekkert gjald og styðja á annan hátt sam- komurnar, sem hafa orðið fjelaginu drjúgur tekjuliður.— Yfir höfuð má segja, að fjelagið eigi miklum vinsældum að fagna, og því margir orðið til að rjetta því styðjandi hönd. — Má það telja nægan vott þess, að markmið það, sem fjelagið hefir kjörið sjer, sje gott og nauðsyn- legt. — Enda má telja það víst, að á hverju bygðarlagi sje þörf á fjelagsskap, sem hlynnir að líknarstarfsemi, og stendur það ekki öðrum samtökum nær en kvenfje- lagsskapnum — Takist kvenfjelögunum, þótt ekki sje nema í smáum stíl, að bæta úr sárustu nauðsyn fátækra og sjúkra, og veita þar að örlitlu Ijósi samúðar, þá er vel, og þá er fjelagsskapurinn til blessunar, mun þrífast og velli halda. H. og 5. Starfsskýrsla hjúkrunarfjelagsins »Hjálpin« í Eyjafjarðarsýslu. Hjúkrunarfjelagið »Hjálpin« í Saurbæjarhreppi var stofn- að að Saurbæ sunnudaginn 25. október 1914 af 59 konum. Takmark fjelagsins er að annast um, að sjúklingar á fjelags- svæðinu (Saurbæjarhreppi), sem ekki eru þegar lagðir á sjúkrahús, geti fengið nauðsynlega hjúkrun og aðhlynn- ing lærðrar hjúkrunarkonu, sömuleiðis að veita bágstödd- um og íjelitlum sjúklingum styrk til meðalakaupa og þess annars, er þeir, að dómi læknis og hjúkrunarkonu, þarfnast. Fyrsta árið starfaði fjelagið að því að stofna ofurlítinn sjóð (300.00). Annað árið keypti það nokkur hjúkrunar- áhöld og tók lærða hjúkrunarkonu í þjónustu sína og

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.