Hlín - 01.01.1922, Page 15

Hlín - 01.01.1922, Page 15
Hlin 13 þegar byrjað að safna fje í þessu skyni. Safnaði »Hjálp- in« á fjelagssvæði sínu á annað þúsund kr.; og fyrir sjerstakan dugnað hjeraðslæknis og margra góðra manna hjálp er geislastofan komin upp við sjúkrahús Akureyr- ar. Berklasjúkrahælið á nú máske lengra i land en æski- legt væri, en jeg er viss um það, að Norðlendingar vikja aldrei frá settu marki í þessu máli og sannast á þeim það sem skáldið segir að »Kraftur andans bræðrabönd bindur stranda milli«. Erfiðast hefir það verið fyrir hjúkrunarfjelögin að geta haft lærðar hjúkrunarkonur. Tíminn er stuttur, sem þaer viija binda sig við starfið, mest 3 ár, en kostnaðijr mik- ill við hjúkrunarnám; hefir kveðið svo ramt að því í okkar fjelagi, að raddir hafa heyrst um það að leggja fjelagið niður sem hjúkrunarfjelag; en í fyrra haust rjeði hjeraðslæknir Steingr. Matthíasson bót á þessu; hann kom því til leiðar að námsmeyjar fá að vinna fyrir fæði og húsnæði að nokkru leyti, svo kostnaður verður ekki eins tiifinnaniegur. Á hjeraðslæknir þakkir skilið fyrir það, því eftir okkar reynslu hefðu hjúkrunarfjelög til sveita tæplega orðið langlíf með því fyrirkomulagi sem áður var, því þar er erfiðara að hafa samkomur og safna fje til framkvæmda en í kaupstöðum, þó allir hugsandi menn og konur óski eftir að sá fjelagsskapur lifi, sem rjettir sjúkum og fátækum samúðarhönd. Heimilisiðnaðarmálið hefir fjelagið haft sem aúkaatriði á stefnuskrá sinni, og í þeim tilgangi að efla áhuga fyr- ir heimilisiðnaði hefir það haft 3 sýningar innanhrepps, voru aðeins 40 munir á fyrstu sýningunni, en á tveim þeim ^íðari á annað hundrað af ýmsu tægi, og hefir þetta áreiðanlega aukið áhuga fjelagskvenna fyrir því að vinna sjáifar sem mest og best að hægt er, af því sem þarf að nota á heimilunum, safna því saman á sýning- arnar og læra þar hver af annari. Sigurlína Sigtryggsdóttir, Æsustöðum.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.