Hlín - 01.01.1922, Side 22

Hlín - 01.01.1922, Side 22
20 Hltn því að íljetta handavinnuna inn á milli hinna námsgrein- anna, heldur en að hafa hana á sjernámsskeiðum á vorin, sem sumstaðar hefir tíðkast. — F*að hefir gefist vel að hafa sýningar á öllu, smáu og stóru, sem börnin gera yfir veturinn, er að því uppörfun fyrir kennara og nem- endur, þær veita yfirlit og eru meðmæli gagnvart al- menningi. . En það má með engu móti sleppa hendinni af börn- unum um fermingaraldur, þá dettur botninn úr öllu saman, sem von er. — Það þurfa að taka við framhaldsnámsskeið í handavinnu fyrir drengi og stúlkur, bæði í bæjum og sveitum — Unglinga- og alþýðuskólar þurfa að taka handavinnu upp sem skyldunámsgrein og hafa sjer- námsskeið í þeim greinum, sem útheimta lengri náms- tíma. Það hefði holl áhrif á skólanemendurna að fylgjast með verklega starfinu á sjernámskeiðunum. — Almenn- ingur þarf að eiga kost á að sækja skemri og lengri námskeið, þar sem kend yrði t. d. ein eða fleiri af þessum námsgreinum: Kvenna- og karlafatasaumur, prjón, viðgerð á fötum, viðgerð á skóm og reiðskap, stanga dýnur, bursta-, sópa- og körfugerð, viðgerð á húsmunum og annað smásmíði, (trje og járn), útskurður, vefnaður, ullar- verkun, spuni og Iitun, málning, veggfóðrun, bókband. Ennfremur spunavjela og prjónavjela meðferð, hraðskyttu- vefnaður, tog- og hrosshársiðnaður, skinnaverkun og skinnaiðnaður, spónasmíði, íslenskar hannyrðir, leikfanga- gerð, kveikingar og spengingar o. s. frv. f rekaplássum ætti sérstaklega vel við að vekja upp aftur þann iðnað, sem þar tíðkaðist: Tilbúning á fötum, byttum, trogum, ausum, kollum og bölum, voru þetta sterk og góð áhöld, sem oft entust alia búskapartíð manna. Par sem skógar eru, fellur mikið til af efni í ýmsa góða smíðisgripi, það Ijelegra má nota í blómaborð,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.