Hlín - 01.01.1922, Side 23

Hlín - 01.01.1922, Side 23
Hlin 21 uglur, hrislur, vendi o. fl. f’ar fæst líka nóg af skógviðar- laufinu til litunar. Á sjernámsskeiðum öllum greiddu nemendur kenslu- gjald og efni, en kennaramentunina þarf ríkið að veita. Sýningar þarf að hafa að loknu hverju námsskeiði og auk þess við og við til og frá um landið, sýningar eru mjög fræðandi og vekjandi. Yrði fræðsla þessi góð og samband og samvinna milli þeirra, sem numið hafa og þeirra, sem um markaðinn sjá, mætti framleiða firnin öll til sölu að loknu námi, auk þess, sem unnið yrði til heimanotkunar. — Hver einn tæki vissa tegund til framleiðslu ög næði flýti og leikni með æfingu. Tekjurnar ykust að sama skapi og menn legðu kapp á störfin. Sem dæmi þess, hvað þegar hefir verið gert hér á landi, þar sem áhugi, dugnaður og einhuga framleiðsla er annarsvegar, má nefna stólkambagerð Sigmundar bónda Björnssonar á Hóli í Eyjafirði. Hann hefir ásamt fjöl- skyldu sinni gert á 3. þúsund pör af stólkömbum á undanförnum árum (ígripavinna á vetrum); eru kambar þessir komnir um land alt. Ennfremur má nefna smá- bandstóskap Eyfirðinga. í hitteð fyrra vetur var lagður inn í verzlanir á Akureyri prjónasaumur (sokkar og vetl- ingar) fyrir alt að 1000 kr. frá sumum heimilum í Eyja- fjarðarsýslu. Mjer er ennfremur kunnugt um, að nokkrir menn og konur hafa haft dálítinn arð af framleiðslu sem nú skal greina: Þorskalifur brædd í meðalalýsi, gulrófufræ-ræktun, smíðuð orf og hrífur eða hrífusköft, spengdur leir og bætt gleruð suðuáhöld, tekið ofan af ull fyrir tóvinnu- verksmiðjur, táinn hampur til að hampþjetta skip með og fljettaðar gólfmottur úr hampi. F*að er margt sem hægt er að gera, ef menn vilja leggja sig fram og láta sjer lynda lítið kaup þann tíma, sem enginn arðvænlegri vinna býðst.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.