Hlín - 01.01.1922, Page 25

Hlín - 01.01.1922, Page 25
Hlin 23 Garðyrkja. Vorvcrk í skrúðgörðum. Pað er alkunnur sannleikur að miklu varðar um það, að rjett undirstaða sje lögð að hverju verki, sem unnið er. Með vorstörfunum er lagður grundvöllurinn að vexti og þroska garðagróðursins. Miklu skiftir því um, að þau sjeu vel og rjettilega af hendi leyst. — Hjer yerður eigi tími eða tækifæri til að fara nákvæmlega út í þetta mál, en að eins drepið lauslega á nokkur atriði. Byrjunarstarfið er all oftast það að lítá eftir trjánum, hvort eigi þurfi að klippa þau, hvort á þeim finnist sár eftir afrifnar greinar, hvort eigi sjáist merki þess mein- lega kvilla, sem krabbi er nefndur, Og orðin er talsverl algengur á trjám á landi hjer. — Smátrje þarf oftast að klippa til árlega. Þýðingin með því er sú, að trjeð verði tegurra útlits, nái sem mestu jafnvægi í vexti, og strax á ungum aldri myndi beinan bol og reglulega krónu. Jeg hef orðið vör við að menn hlífast of mjög við að skera trje sín og runna, en það tjáir ekki að vera of brjóstgóður, það hefnir sín síðarl — Trjáskurður hefir einnig þýðingu fyrir vöxt og viðgang plöntunnar. Það gefur að skilja, að því fleiri stofna og greinar sem plantan hefir fram að færa, því minni næringu fær hver og ein þeirra. —Greinin er klipt af með limskærum fast við bolinn og sárið er skorið sljett með vel beittum hníf. Við stærri trje verður að nota sög í stað limskæra. Svo er borin málning í sárið, helst sem líkust á lit og trjábolurinn. Eins er farið að þar sem vindur eða snjór hafa flett afgreinum. Sárið er hreinsað, sljettað og málað svo yfir.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.