Hlín - 01.01.1922, Page 26

Hlín - 01.01.1922, Page 26
24 Hlln Krabbameini í trjám veldur sníkjusveppur sem jetur sig inn í viðinn. Oftast sjást þess ekki merki á berkin- um fyr en skemdin hefir grafið talsvert um sig, lýsir hún sjer þá með því að rauðbrúnir blettir (dældir) sjást á berkinum. Ráð við þessu meini veit jeg ei annað én að skera alla skemdina burt, svo sárið verði hreint, og bera á tjöru. Jeg hef þá trú, að oftast megi bjarga trjánum með þessu móti, ef nógu vandlega er að unnið. Sjúk- dómur þessi kemur oftast fyrir á stórum trjám, og aðal- lega á Reyni. Gott er einnig að bera kalk í moldina kringum trjen, því líklegast þykir mjer að þessi kvilli trjánna standi eitthvað í sambandi við kalkvöntun í jarð- veginum, þó skal ekki staðhæft neitt um það, en kalkið má nota eigi að síður. Barrírje eru að eðlisfari fagurlega vaxin, þau þarf því eigi að skera, að öðru leyti en því að klippa af þeim neðstu greinarnar, svo bolurinn verði xh af hæð krón- unnar. Annars ræður um það atriði smekkur hvers eins. Samtímis trjánum eru runnar kliptir. Ribsrunninn mun vera algengastur og tek jeg hann því sem dæmi. Gamlar, særðar eða sýktar greinar eru sagaðar af runnanum niður við 'stofn, einnig þær greinar sem útlit er fyrir að muni verða jarðlægar. Fleiri greinar má og taka, ef runninn er mjög þjettur. Með þessu móti fær plantan beinni vöxt og yngist upp árlega. Gamlir kræklóttir runnar verða tæplega kliptir svo að gagn verði að. Rjettast er því annaðhvort að taka þá upp og planta nýja í staðinn, eða saga allan runnann af niður við rót, þeir vaxa svo fljótt upp aftur, að samsumars geta þeir orðið til mikillar prýði, en aldin bera þeir eigi fyr en á öðru ári eftir nið- urskurðinn. Ressi aðferð er einnig notuð við sólber og fleiri runna. Ribsinu er fjölgað með kurlgræðlingum. Til græðlinga má nota það, sem skorið er af runnanum, alt nema sýktar greinar.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.