Hlín - 01.01.1922, Page 31

Hlín - 01.01.1922, Page 31
Hlin 29 höggormur í aldingarði. Flestar mæður reyna að vérja börn sín hverskonar böli, meðan þau eru undir þeirra höndum, varna þeim frá að fara sjer að voða í eldi, vatni eða með eggjárni, reyna að stálsetja vilja þeirra eftir föngum, þegar aldur færist yfir, en hvaða tryggingu höfum við fyrir að það takist, þegar stærsti voðinn bíður þeirra alstaðar þegar úr heimhögum er komið, það er vínið. Hvað gerum við konur til þess að hjálpa bann- inu? Við gerum ekkert, sumar ver en ekkert. Okkur er öllum kunnugt um hve yfirvöldin í landinu okkar hafa látið sig bannlögin litlu skifta, og hvernig margir af tæknun- um hafa fótum troðið lögin. F*að hefir bakað þeim mikið tjón, og þess vegna hefir öll gæsla þeirra og framkvæmd farið í handaskolum. En það er miklu meira tjón, sem þjóðin öll, og sjerstaklega kvenfólkið, hefir unnið lög- unum með deyfð og áhugaléysi. Jeg efast ekki um, að allur fjöldin sje með bannlögunum, vilji ekki missa þau, en við látum það ekki sjást í neinu. Við höfum alveg eins samneyti við þá menn, sem óvirða bæði Guðs og manna, lög svívirða líkama og sál og brjóta bestu lög landsins síns. Með þessum mönnum ganga ungu stúlk- kurnar að gleðiléikum, meta það meira en heimilisstörf og hagsæld foreldra og skylduliðs — finna máske enga aðra gleði betri. Pó er gott, meðan þetta er bara gleði- leikur. En þegar okkar ungu efnulegu stúlkur treysta sjer til að taka þessa ræfla (þó þeir sjeu klæddir fínum fötum og hvítu líni) að sjer, ætla sjer að gera úr þeim menn, og ala með þeim börn, það er meiri áhætta en jeg hefði þorað að leggja út í. Hafið þið litið í kringum ykkur? Munið þið eftir ungu efnilegu mönnunum okkar, sem hafa dáið á besta aldri (oft orðið fljótt um, hjartaslag, heilablóðfall og þess háttar)? Hafið þið gætt að, hvernig þeir hafa lifað þessa stuttu æfi? Hafið þið tekið eftir sumum góðu ættunum okkar? Faðirinn var »dálítið slarkgefinn« þegar hann var ungur,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.