Hlín - 01.01.1922, Side 35

Hlín - 01.01.1922, Side 35
meir en lítið hissa að sjá formenn deildanna útbýta fínt möluðu haframjöli, til þess að koma í veg fyrir að fólk veiktist af vatnsdrykkju. Vatninu er helt á hrátt hafra- mjölið, síðan látið standa Iítið eitt og seyðið drukkið, ekki get jeg sagt að mjer fyndist það vera Ijúffengur drykkur, síst fyrst í stað. Miðdagsverður var etinn innan takmarka verksmiðjunnar í stórum sal, er til þess var gerður og var ein klst. ætluð til snæðings. Annar matarsalur var ætlaður karlmönnum. Konur höfðu oft með sjer ýmiskonar handavinnu, stundum var spilað og sungið. Hljóðfærið var keypt fyrir samskotafje verk- smiðjumanna. — Leynilögregla var þarna, auk almennrar lögreglu, lítandi eftir útlendingum, er oft reyndust að vera njósnarar. T. d. varð ein hjúkrunarkonan á staðn- um uppvís að því að vera þýskur maður, og var þó búin að þjóna þar all-lengi. Mjer fanst því kynlegt, ef jeg slyppi hjá allri tortryggni, enda var því ekki að heilsa. Einn morgun, er jeg hafði unnið alla nóttina í verksmiðj- unni, var mjer boðið að mæta á aðallögreglustöðinni og jeg kærð fyrir það, að skjöl mín frá hendi skosku lög- reglunnar væru ekki í lagi. þaðan fór jeg til danska konsúlsins í Birm., sem raunar er enskur og hinn ágæt- asti maður. Eftir mikla vafninga tókst honum að sann- færa yfirmann verksmiðjunnar um það, að skjöl mín frá lögreglunni í Edinborg væru í besta lagi. Þetta var reyndar að eins yfirvarp eins og jeg komst að raun um nokkrum dögum seinna. »Þjer hafið sjest vera að skrifa dag!ega«, sagði formaður minn við mig, »og leyni- lögreglan hefir sjeð yður vera að athuga landabrjef«. Jeg átti erfitt með að sannfæra hann um það, að jeg hjeldi dagbók og kortið, er jeg hafði einhverntíma opnað, væri yfir hjólreiðabrautir í umhverfi Edinborgar, og hafði jeg eignast það löngu áður en stríðið hófst; — Minnist jeg þessa, til að sýna tortryggni Englendinga á þessum árum gagnvart útlendingum. 3

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.