Hlín - 01.01.1922, Page 38

Hlín - 01.01.1922, Page 38
4 . 36 Hlln Jeg var svo heppin að komast að í deild, er að eins vattn á daginn, því það er ómögulegt að sverfa innan sprengi- kúlnahylki á nóttunni, því mjög næma sjón þarf til þess að ná hverri örðu innan úr hylkinu, og er rafmagnslampi hafður til að lýsa hylkið innan. Standa verður við verk þetta allan daginn. Verkfærið er nokkurskonar þjöl eða áhald með beittum haka á endanum, er sker málminn, sem er blendingur úr kopar og látúni, en of langt yrði að fara hjer frekar út í þá sálma. Við vorum 25 stúlkur, er að þessu verki unnu, við höfðum oftast tvenna hanska á höndum til hlífðar og voru þó hendur okkar harð- ar af siggi. — Mesta hættan var að vinna í þeim hluta verksmiðjunnar, er bjó til hin afar eldfimu sprengiefni, en þar var kaupið líka lang hæst. Sumar stúlkurnar fengu þar 5 — 7 sterlingspund á viku (90 til 120 kr.) og nokkrar jafnvel meira, þær duglegustu. Verksmiðjan hafði sjerstakt slökkvilið, lögreglu, spítala og matsölustað innan verksmiðjunnar. í lögreglunni voru að eins karlmenn (oftast gamlir hermenn), en í slökkvi- liðinu voru konur að þriðjungi. Spítalinn hafði 6 starf- andi hjúkrunarkonur til þess að veita fyrstu hjálp þeim er fyrir slysum urðu innan verksmiðjunnar, höfðu þeir síðan greiðan gang að geysistórum spítala í Birm., er Queens Hospital heitir. Stórt barnaheimili var líka í nánd við verksmiðjuna, starfaði þar fjöldi af þaulæfðum barn- fóstrum, er sáu um börn mæðranna á daginn, þeirra er í verksmiðjunni unnu. — Bretar eru íþróttamenn miklir, sem kunnugt er, og hafði verksmiðjan æfðan fótbolta- flokk, sundflokk karla og kvenna, hockey- og skotfjelag. Verðlaunagripir, dýrmætir mjög, voru gefnir af helstu mönnunum í stjórn fjelagsins. Auk þess Ijet verksmiðjan kenna svenska leikfimi og kom i^pp stóru lúðrafjelagi. Sumarið 1916 tók jeg við starfi mínu sem fyrsti kvenn- bílstjóri hjá Wickers, og litlu seinna byrjaði önnur stúlka, Miss Elsie Willis, sem áður var hraðritari hjá fjelaginu,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.