Hlín - 01.01.1922, Page 44

Hlín - 01.01.1922, Page 44
42 Hlín ekki til. Eyðsla og óhóf getur tæmt alla vasa, og er skæðari en nokkur annar vasaþjófur. Við verðum því að reyna að breyta til, breyta hugs- unarhættinum, okkar sjálfra fyrst, barná okkar og heima- manna því næst. — Þetta er hægra sagt enn gert. Það veit jeg vel. En þetta er eina leiðin Og hún er ekki ófær. Pað ætti ekki að vera ókleift að gera mönnum skiljanlegt, að hamingjan er ekki í því fólgin að eiga sem flestar kröfur, allra síst líkamlegar, heldur í því að geta fullnægt kröfunum. Til þess að vera hamingjusamur, þarf maður að eiga andlegar kröfur, löngun til að þroska, fullkomna og göfga anda sinn og hugsunarhátt og hafa tækifæri til þess. Tign fornaldarinnar átti sínar dýpstu rætur í löngun forfeðra vorra til að auka manngildi sitt. Paðan stafaði líkamlegur og andlegur þróttur þeirra, og þaðan fjekk líf þjóðarinnar sinn svip að ýmsu leyti. — Við sem höfum lært að gera sem minstan mannamun, eða ætt- um að hafa lært það, við, sem teljum það ósvinnu að velja hin instu sæti, við brosum að fýkn forfeðranna í þessi sæti. En í þeirra augum var sætið að vissu leyti vottur um yfirburði mannsins. Höfðingjanum var skipað í öndvegið, en höfðingi var hann sökum yfirburða sinna, manngildis síns. Ljóðin og sagan vöktu þrá æskumanns- ins til að verða sjálfur söguhetja, og aflraunirnar og leikirnir í veislunum og heima veittu honum þor og þrótt til þess. Jeg sje í huganum ungan og fríðan mann við lítið borð í kaffihúsi kaupstaðarins. Hann situr þar með fje- lögum sínum og drekkur súkkulaði og etur kökur til glaðnings sjer og þeim. En útlitið er ekki hraustlegt og svipurinn ekki glaðlegur, þvi manninum líður ekki vel og buddan er tóm. — Og jeg sje annan ungling, hann hefir verið að leik með vinum sínum og jafnöldrum og ber þess Ijósan vott. Hárið drýpur af svita, andlitið er

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.