Hlín - 01.01.1922, Page 45

Hlín - 01.01.1922, Page 45
Hlin 43 rjótt af áreynslu, vöxturinn er þréklegur, vöðvarnir stæltir, framgangan djarfmannleg, svipurinn broshýr í sigurgleði liinnar leikandi æsku. Hann teigar drykkinn, sem hús- freyjan ber honum — svalandi, kalda íslenska skyrblöndu. Petta er mjer ekki að eins mynd af tveimur ungmenn- um, en einnig lítið sýnishorn af tveimur tímum, nútíð og fortíð. Pað er æska nútímans, sem eyðir fje og fjöri við auvirðilega skemtun og skaðlegar nautnir, og æska fortíðarinnar sem naut gleðinnar og drakk í sig þróttinn við örfandi leiki og einfalda nautn. — Og með framtíð inni ætti okkar æska aftur að læra það. Sigurlaug Knudsen. Ureiðabólslað í Vesturhópi. Mentamál kvenna. F*að er einkennileg þögn um skólamál kvenna um þessar mundir, það er eins og enginn hafi þar neitt að segja. — Ekki veit jeg hvort þögnin stafar af því, að fjöldanum þyki ástandið gott, eins og það er nú, kæri sig ekki um neina breytingu, — eða þá að ekki er álitið til neins að ræða þau mál, meðan hinir fjárhagslegu örð- ugleikar kreppa að á allar hliðar. En um þessi mál má ekki þegja, jafnvel ekki á þeim tímum sem allar fram- kvæmdir virðast ómögulegar. Konurnar verða þar sjálfar að vera vakandi og á verði, ef alt á ekki að standa í • stað, eða rjettara sagt vera í afturför. Og einmitt nú, jjegar kosningarbarátta til Alþingis hefir staðið yfir af hendi kvenna, er næsta undarlegt að sjá hvergi vikið að

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.