Hlín - 01.01.1922, Side 47

Hlín - 01.01.1922, Side 47
Hlln 45 ast hugur um, að það starf krefst undirbúningsmentunar, sem ekki fæst í neinum almennum mentaskóla, hverju nafni sem nefnist. — Og heimilin — þótt þau gætu mörg fullvel veitt þá fræðslu, þá er þeim það bannað vegna fólksfæðar og annara örðugleika; en fjölmörg eru heim- ilin, það vitum við, sem alls ekki geta veitt þá mentun, sem lífið útheimtir í þessum fræðum. Pað sem því íslenska kvenþjóðin á að berjast fyrir, jafnframt því sem unnið er að stofnun unglinga- og al þýðuskóla í landinu, er það að eignast, sem fyrst góða húsmæðraskóla. Skóla sem hafa það aðalmark að búa húsmæðraefnin á öllum sviðum sem best undir störf sín sem húsmæður og mæður} vekja áhuga þeirra á þjóðfjelagsmálum og ábyrgðartilfinning fyrir uppleldis- og fræðslumálum. Inntökuskilyrði í þá skóla ætti að vera alþýðuskóla- próf, eða það sem því svarar í almennri mentun, þvi að öðrum kosti hafa konurnar ekki skólans full not. Einhver vill nú kannske benda á, að hjer sjeu til hús- stjórnarnámskeið, sem vel sje hægt að komast af með. — Það er satt, að við kvennaskólann í Reykjavík er hús- stjórnardeild, tvö námskeið á ári. Um þessi námskeið sækja árlega mikið fleiri en fengið geta inngöngu, og þó eru þau dýr, þegar tekið er tillit til þess, að stúlk- urnar matreiða handa heimavistarnemendum skólans. Svo hafa verið sett á stofn af einstaka mönnum eða fjelögum, einkum í Reykjavík, einskonar námsskeið, þar sem talið er að stúlkur geti fengið að læra matreiðslu. En í raun og veru er það einungis atvinnurekstur. Fje- lögin eða einstaklingarnir, sem fyrir þessu standa, selja venjulega fæði, og fá vitanlega með þessu ódýra vinnu. Nemendurnir verða að borga með sjer hátt upp í full- komna fæðispeninga og vinna svo að því eftir fyrirsögn húsbændanna að búa til matinn. Get jeg ekki annað sjeð, en að alveg eins mikið mætti læra í vist á góðu

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.