Hlín - 01.01.1922, Page 50

Hlín - 01.01.1922, Page 50
48 Hltn saga skólans ætti að geía sannfært okkur um það, að ekki er alt fengið, eða mest um það vert, að byrja stórt, en það finst mjer vaka fyrir mörgum hjer, er á þetta minnast. Skólum á alt af að vera að fara fram, eiga svo að segja að batna með hverju árinu, og þá stækka þeir af sjálfu sjer. Mest er um vert að standa ekki í stað, en vaxa og þroskast og reyna að fullnægja kröfum tímans á öllum sviðum og ísland þarf hið allra fyrsta að eignast góða húsmæðraskóla, algerða sjerskóla fyrir konur, þar sem öll áhersla er lögð á að undirbúa þær fyrir stöðu þeirra og störf á heimilunum. Mjer detta í hug orð, er jeg sá letruð móti dyrunum í vinnustofu húsmæðraskóla eins, er jeg heimsótti í Svíþjóð: »Ooda kvinnor == goda hem. Ooda hem — landets lycka«. Jeg vil að endingu óska þess, að íslensku konurnar og íslenska þjóðin í heidinni sýni það í verkinu að hún kann að meta og skilur sannleiksgildi þessara látlausu orða. Unnur /akobsdóttir fra Hólum í Reykjadal, S.-Þingeyjarsýslu. r I Breiðafjarðareyjum fyrir 50- 60 árum. Jeg gat þess í Æskuminningum (5. árg. »Hlín«) að eftir fráfall foreldra minna var heimilið tekið upp, svo að börn og hjú þurftu að hrekjast sitt í hverja áttina. Pá varð það hlutskifti mitt að flytjast fram í Breiðafjarð- areyjar. Móðir mín var þaðan ættuð, en ekki fór jeg samt til ættingja minna heldur tii vandalausra, og fanst mjer í fyrst afar mikill munur á ýmsum lifnaðarháttum frá því

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.