Hlín - 01.01.1922, Side 66

Hlín - 01.01.1922, Side 66
64 titin að jeg heyrði taíað um dans og hljóðfæraslátt. Harmonika var fyrsta hljóðfærið sem jeg heyrði til, svo orgel. Lengi vel var það að eins til í Flatey hjá frú Sigríði Jónsen. En hvað við hlökkuðum til að fara í kaupstaðinn, því ókeypis og óspart fengum við að njóta þeirrar ánægju að heyra til þessa nýja hljóðfæris hjá þeirri góðu konu og börnum hennar, ef að eins viðstaðan Ieyfði. — Þessir görhlu Eyjabændur voru ákaflega fastheldnir, þótt þeir yngri vildu breyta eitthvað til, þá var ekki við það komandi. Það mátti heita, að alt hjeldist óbreytt frá alda öðli, þangað til að strandferðaskipin hófu göngu sína, með þeim bárust fljótlega nýir straumar, sem breyttu hugsunarhætti og ýmsum lifnaðarháttum. Fjelagsskapur var lítt þektur, hver bjó að sínu og hver einn varði vel ríki sitt. — Ef einhver virðir þetta lestrar, þá bið jeg afsökunar á, að jeg liefi enga skýrslu yfir þessa frásögu, man því ekki hvaða ár það var, sem Eggert Gunnarsson, bróðir Tryggva, ferðaðist um og hvatti menn til fjelagsskapar, hugmyndin að stofna pöntunar- fjelag. Hann kom í Látur og sat lengi á tali við Pórar- inn gamla. Ekki vissi jeg hvað þeim fór á milli, en jeg heyrði Pórarinn segja, þegar Eggert var farinn, að hann færi ekki að hlaupa eftir svona vindbólu, hún mundi hjaðná fljótt aftur. ^Það vérður gaman að sjá gagnið af þessum fjelagsskap, ef hann kemst á«, sagði hann. Samt varð það úr, að margir Eyjabændur og nokkrir handiðna- menn gengu í þetta fjelag. — Líklega hefir það verið af ókunnugleik á svona fjelagsskap, að útlendur maður var fengin fyrir pöntunarstjóra. Margir lögðu fram aleigu sína, það er að segja, það sem þeir áttu í peningum, en þessi maður var lítt þektur og reyndist þannig, að hann fór með peninganna, en kom ekki aftur. Svo gamli F’ór- arinn þóttist sannspár. - En fjelagsandinn var vakinn og dó ekki út, því skömmu seinna reis fjelagið upp aftur, mest fyrir forgöngu Hafliða í Svefneyjum og Ólafs

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.