Hlín - 01.01.1922, Page 68

Hlín - 01.01.1922, Page 68
66 tííln Ef jeg man rjett, var það Pjetur Hafliðason í Svefn- eyjum, sem steig fyrsta sporið í þá átt að bæta launakjör vinnufólksins, bauð stúlku 60 kr. í árskaup, og þóttu það býsn mikil, kvenmannskaup var áður 30 — 40 krónur. Margt var stórvel um þá þessa gömlu eyjabændur, þeir voru spakvitrir, og höfðu sín reynsluvísindi á að byggja, þeir voru athugulir og sannspáir um margt. — Sjaldan kom þeim t. d. á óvart, þótt veður breyttist fljót- lega. Pegar við yngra fólkið vildum rjúka af stað í ein- hverja ferðina, þá sagði gamli Pórarinn oft: »Farið þið varlega í dag, hann mun hvessa«, og kom það ætíð fram. Margt er nú breytt í Breiðafjarðareyjum frá því sem áður var. Nú þjóta mótorbátar milli Eyjanna til gagns og gamans, og víða eru nú hestar til áburðar og vagtiar, en hákarlaveiðin er hætt og margt af því erfiðasta. En þrátt fyrir hátt kaup, betri aðbúnað og ýms þægindi fæst ekki fólk í vistir Af hverju stafar þetta, og hvernig verður bót ráðin á því böli, að sveitirnar tæmast af vinn- andi fólki? Prátt fyrir alt stritið í Eyjunum í gamla daga, mun þó fólk óviða hafa náð jafn háum aldri og þar, og gæti jeg nefnt þó nokkrar konur, sem urðu því nær hundrað ára gamlar. Sýnir það og sannar, að vinnan er holl líkaman- um. — Mjer er hún bæði ánægja og heilsubót. . Ingibjörg Jcmsdóttir, frá Djúpadal.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.