Hlín - 01.01.1922, Page 74

Hlín - 01.01.1922, Page 74
72 Hltn Sitt af hverju. Lampaþrifötur. Fyrir rúniuni 25 árum síðan sá jeg fyrst lanipa- (2. mynd.) þrífót, og var það hjá konu, sem átti barn á fyrsta ári. Hún hafði lítinn borðlampa undir þrífætinum og hitaði mjólkina handa barninu yfir lampanum. Jeg sá strax, að þetta var handhægt áhald, og fjekk mjer annan þrífót af sömu gerð, og kostaði hann þá 2 krónur. — Oft hefi jeg lánað þrí- fótinn til að srníða eftir honum, og nú hefir vinkona mín látið taka mynd af honum, til að setja í »Hlín«, og bað húu mig að láta nokkur orð fylgja myndinni. Jeg býst við, að hverjum smið verði auðvelt að smíða þrífótinn eftir henni, en þó vil jeg taka það fram, að fyrst gerir smiðurinn 3 jafnlanga járnteina eftir stærð lanipans, sem á að nota, síðan 2 hringa úr járni, annan minni, en hinn stærri. Sá minni heldur tein- unum saman að ofan, en sá stærri um miðjuna. Ofan á þrífótinn er smíðuð kringlótt járnplata með götum, eitt stórt í miðju yfir lampaglasinu. Bilið frá lampaglasinu að plötunni á að vera ca. 4 cm., svo Ijósið hafi nægilegt loft. Jeg vil geta þess, að hæðin á þrífætinum á myndinni er 56 cm.; minni hringurinn er 17 cm. að þvermáli og Sá stærri 27., þrífótur af þessari stærð er mátulegur fyrir meðal-borðlampa. Ef notaður er lítill Iampi, t. d. eldhúslampi til að hita á, má setja eitthvað undir hann t. d. lítinn kassa, svo ljósið verði nægilega nærri því, sem hita þarf. Mikil hagsýni er að nota lampaþrífót á vetrum, þegar Ijós logar hvort sem er, og hita á honum sitthvað, sem með þarf, t. d. pressujárn eða vatn. I veikindum eru fá eldfæri þægilegri, ann- aðhvort ef sjúklingurinn á að hafa heita bakstra eða vatnsgufu, og svo má lengi telja. Marga hefir langað til að geta notað hengilampana á sama hátt. — Jeg hef sjeð skálina yfir glasinu tekna burtu, hengdan krók í staðinn og neðan í hann það sem hita á, þannig hitaði sauma- kona, seni jeg þekti, pressujárn sín, og notaði skóhneppara sinn fyrir krók ! — Líka má setja blikkkrans ofan á Ijóshlífina og ílát eða járn þar ofan á. Elin Bricm Júnsson.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.