Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 16
114 M ORGUN N Konan kannast alls ekki við þennan dreng. Nú finnst mér ég sjá band á milli þeirra þriggja, mér finnst bandið liggja nákvæmlega eins frá manninum til þessa drengs, sem ekki var kannazt við. Eins og þið vitið flest ykkar eða öll, sést oft band á milli skyldmenna, og er það oft mismunandi að gildleika, eftir því hve skyldleik- inn er mikill. Ég segi konunni frá þessu, en hún neitar eins og áður. En alltaf fannst mér ég fá meiri og ákveðnari vissu um sambandið milli þessara þriggja, sem stóðu þarna, og áður en ég gat áttað mig á hvað ég sagði, var ég búinn að sleppa setningunni: „Ef hann er faðir drengsins, sem á afmælið, þá er hann líka faðir hins drengsins“. Ég hrökk við, er ég hafði sagt þetta, og mér fannst kon- unni bregða nokkuð. Hvað hafði ég gert, — hafði ég nú með þessu eyðilagt ánægju konunnar af því, sem ég hafði áður sagt? Eftir að við bæði höfðum setið þegjandi nokkra stund, segir konan eins og við sjálfa sig: „Getur það ver- ið? Nei, það er óhugsandi“. Eftir litla stund endurtekur hún þetta. Ég inni nú eftir, hvað hún eigi við. Hún svar- ar: „Ég á við það, að ef þetta væri rétt svona, þá ætti þetta að hafa verið fóstur, er ég missti svo skammt á veg komið, að engin myndun var komin. Ég held að enginn hafi vitað um þetta nema ég og ljósmóðirin, sem kom til mín í lasleika mínum, er þetta skeði. En væri þetta svona, ætti það að standa heima að þessi drengur væri aðeins eldri en sá, sem ég missti nú“. Við ræddum svo um þetta litla stund, og mér fannst konan telja sig auðugri eftir að hafa fengið vitneskju um að hún ætti fleiri vini hinum megin við tjaldið en hún hafði búizt við eða vitað um áður. Fyrir nokkuð mörgum árum hafði ég sambandsfund fyrir mann utan af landi, sem ég vissi engin deili á eða neitt um hvers vegna hann óskaði fundarins. Mér var að- eins sagt að hann væri kraminn af sorg, en hvern hann syrgði, vissi ég ekki og óskaði ekki eftir að vita um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.