Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Síða 63

Morgunn - 01.12.1941, Síða 63
MORGUNN 161 tilbeiðsluverðari vegna þess, að hún var ósýnileg í sinni heilögu ást og náð, úthellandi blessun yfir allt, sem hún hafði skapað. Nú var ég baðaður þessu ljósi og umhverf- is mig stóðu þeir, sem ég hafði áður syrgt og harmað. Ein veran, og hana hafði ég aldrei þekkt í lifanda lífi, dróst að mér og sagði: „Vilt þú koma með mér, Daníel?“ En þar sem ég fann ekki að ég hefði vald yfir þessum nýja, andlega líkama mínum, gat ég að eins svarað því, að mér væri ómögulegt að hreyfa mig. Þá var svifið með mig upp, unz ég sá jörðina eins og í fjarska, langt, langt fyrir neðan mig. En bráðlega vai’ð ég þess var, að við höfðum aftur dregizt nær henni, og að við svifum nú lágt yfir litlu húsi, sem ég hafði aldrei áður séð. Ég sá nú íbúa hússins, en þeir voru mér með öllu ókunnir. Veggirnir veittu sjón minni enga hindrun, mér virtust þeir gerðir eins og úr hálf-dimmu, en þó gegnsæu efni, og sama var að segja um húsgögnin. Ég sá, að allir íbúarnir í húsinu sváfu, og að ýmsir andar vöktu yfir þeim í svefninum. Ég var sokkinn niður í að virða þetta allt fyrir mér, þegar leiðsagnarandi minn sagði: ,,Nú verðum við að snúa aftur“. Þegar ég varð þess var, að ég var kominn að jarðneska líkamanum aft- ur, sagði ég við veruna, sem ég hefi áður minnst á, og hafði beðið við rúm mitt: „Hvers vegna varð ég að koma svona fljótt til baka?“ Hún svaraði mér, að ég hefði verið í burtu margar klukkustundir, en að í heimi andans misstu menn hæfileikann til að greina tímann eftir jarðneskum mælikvarða. Ég heyrði ekkert meir. Mér fannst eins og ég hnigi í ómegin og sú tilfinning greip mig, að nú lægi jörðin, með reynslu sinni og margháttuðum erfiðleikum fyrir framan mig, og að þar yrði ég, eins og allar aðrar mann- legar verur, að bera minn kross. Þegar augu mín lukust aftur upp fyrir mínu jarðneska umhverfi, sá ég að litla stjarnan, sem ég hafði verið að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.