Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Side 85

Morgunn - 01.12.1941, Side 85
MORGUNN 183 anna, því að auk þeirra fjögurra, sem í N.tm. eru, eru einnig til önnur æva forn guðspjöll, sem ekki náðu upp- töku i það, þegar úr hinum gömlu heimildum var valið til að skapa N.tm., sem fyrst var gert í lok fjórðu aldar eftir Krist. í einu þessarra fornu guðspjalla, utan N.tm., eru tilfærð þessi merkilegu ummæli í sambandi við upp- vakning Lazarusar: „Jesús sagði við þá: leysið hann og látið hann fara. Þegar þráður lífsins er slitinn, kemur það (lífið) ekki aftur, en á meðan hann er heill, er von“. Þessi merkilegu ummæli, í sambandi við nútíma reynslu, varpa skíru ljósi yfir frásagnirnar af því, er Jesús uppvek- ur Lazarus, son ekkjunnar í Nain og dóttur Jairusar, ein- mitt þær sögurnar, sem mörgum er örðugast að trúa. En skiljum vér þær ekki nú? í þeim tilfellum öllum var lífs- þráðurinn ekki slitinn, silfurþráðurinn, sem Prédikarinn talar um í texta mínum. Þegar hann er slitinn, er öllu sambandi sálar og jarðneska líkamans lokið. Það er dauðinn. Þetta eru djúpfögur sannindi og hliðstæðu þeirra þekkj- um vér úr voru jarðneska lífi: eins og slíta þarf streng- inn, sem bindur nýfætt barnið sinni jarðnesku móður, svo þarf einnig silfurþráðurinn að slitna, sem bindur andalíkamann hinum jarðneska, sem hann fæðist af. Þann- ig er dauðinn fæðing. Öll stórfeldustu sporin í lífi voru, sem færa oss ofar á þroskabrautinni, eru fæðing í ein- hverri mynd. Dauðinn er heilög fæðing, sem vér ættum að taka með hljóðlátri lotningu, en sízt með ótta, og sú lotning mun vafalaust vaxa jöfnum skrefum við það, sem þekking vor vex á þeim heilaga leyndardómi. Og minn- umst þess, að hin síðari fæðing vor er þeim mun dýrlegri en hin fyrri, sem vér fæðumst þá til miklu dýrlegra heims en hins jarðneska. Hvað flytur þessi þekking oss? Að mestu leyti mikið fagnaðarefni. Vér vitum það nú, með óyggjandi vissu að sumir menn eru þeim hæfileika búnir, að sál þeirra getur, í bili, farið 13*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.