Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 90

Morgunn - 01.12.1941, Page 90
188 M 0 R G U N N Öllum þeim, sem láta sig kristindómsmálin á annað borð nokkru skipta, hlýtur að vera það ljóst, að áhrif kirkjunn- ar hafa verið þverrandi en ekki vaxandi með þjóðinni síðustu áratugina. Vera má, að beinar árásir á kirkjuna hafi stundum áður verið meiri en verið hefir nú síðustu árin, þær komu frá menntamöunnnum á þeirri tíð, þegar það þótti fínt að vera efnishyggjumaður og heimskulegt fyrir menntaðan mann að vera ekki trúleysingi. En áhrif kirkjunnar á almenning voru meiri þá en nú, ef miða má við það, hve almenningur rækti þá betur helgar tíðir henn- ar en hann gerir nú. Þetta er öllum ljóst, sem láta sig þessi mál nokkru skipta, og það er þeim harma efni, sem sjá, að þetta horfir til ógæfu en ekki heilla. Þann 25. ág. s. 1. var haldinn aðalfundur Prestafélags- deildar Suðurlands, að Eyrarbakka. Þar, eins og á öðrum slíkum fundum, munu menn hafa komið saman til þess að reyna að finna leiðir til viðreisnar kirkjunni og eflingar kristnilífinu í landinu. 1 sambandi við þann fund fluttu tveir prestvígðir menn opinber erindi í Eyrarbakkakirkju um „eilíft líf“. Var annar þeirra séra Sigurður Einarsson, dósent við guðfræðideild Háskólans. 1 erindi sínu réðist hann á starf séra Haralds Níelssonar með svo stórum og ógeðslegum orðum, að sennilega mun öllum viðstöddum hafa blöskrað, nema fyrirlesaranum sjálfum. MORGUNN hefir haft spurnir af, að þar eystra hafi tveir af fundar- mönnum andmælt hinu óvenjulega ósvífna orðbragð'i dósentsins, þeir biskupinn og séra Ásmundur Guðmunds- son, prófessor. Þeir eru áreiðanlega margir, sem ekki voru viðstaddir þar eystra, sem hefðu viljað leggja orð til andsvara því, þegar maður í jafn ábyrgðarmikilli stöðu, sem kennari prestaefnanna, leyfir sér að nefna starf slíks afreksmanns og höfðingja kirkjunnar, sem sér Haralds Níelssonar, Satans fingur í íslenzku kirkjulífi! Og þessi orð verða þeim mun alvarlegri sem ástæða er til að ætla, að Sigurði Einarssyni dósent sé full alvara, þegar hann tal- ar um myrkrahöfðingjann og þjóna hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.