Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar María Ólafsdóttir maria@mbl.is Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis, segir að skuldugir séu nýr áhættu- hópur þegar kemur að áhrifum efna- hagsþrenginga á líðan Íslendinga. „Fólk sem búið var að skuldsetja sig mátti ekki við þeim breytingum sem urðu. Við sjáum nú vel að þetta hefur sterkari áhrif á líðan þess en þeirra sem eru atvinnulausir eða hafa lágar tekjur. Þannig eru þeir sem skulda nú orðnir nýr áhættu- hópur sem lítið hefur verið rætt um fram að þessu. Þennan nýja hóp þarf að skilgreina betur og finna þá lausnir samhliða því. Mikilvægast er að hjálpa fólki að ná endum saman,“ segir Dóra Guðrún. Hún kynnti þessar niðurstöður á haustmálstofu Félags lýðheilsufræð- inga í liðinni viku. Breytingar á ýmiss konar tilfinn- ingum og líðan hafa verið mældar frá árinu 2007 og fram í október 2008. Síðan þá hefur verið fylgst með hvaða breytingar hafa orðið og skoð- að hverjir koma bæði best og verst út úr slíkum mælingum. Það hefur til að mynda sýnt sig að meirihluta barna líður betur þar sem þau verja meiri tíma með foreldrum sínum. Þá segir Dóra Guðrún einna áhugaverðast að vart sé meiri streitu og þunglyndiseinkenna hjá konum. Sé hins vegar skoðuð lífsánægja og hamingja sé enginn munur á kynj- um. Að því er varðar nýja áhættu- hópinn er ekki marktækur munur á milli kynjanna. Þá segir Dóra Guð- rún að sama hvaða skoðanir fólk hafi á ríkisstjórninni þá hafi hún sett sem forgangsatriði að vernda þá sem eru með lægstu tekjurnar. Skuldugir nýr áhættu- hópur  Líður verr en atvinnulausum Dagmóðir er hér á göngu með börn í kerru við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Alls voru fimm börn í kerrunni þótt tvö þeirra sjáist lítið á myndinni. Dagmóðirin sagði að hugvitsmenn á Akureyri smíðuðu slíkar kerrur fyrir dagmæður sem mega vera með fimm börn í daggæslu hver. Smíða fimm barna kerrur fyrir dagmæður Morgunblaðið/Ómar Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Stefán Fühle, stækkunarstjóri ESB, sagði á fundi með utanríkismála- nefnd Alþingis að hann liti svo á að ekki væri hægt að sækja um aðild að Evrópusambandinu í þeim tilgangi að sjá hvað út úr því kæmi. Umsókn þyrfti að byggjast á skýrum vilja til að fá inngöngu í sambandið og við- ræðurnar fara fram á þeim for- sendum. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn með Fühle, vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær. „Ég lít svo á að við séum að sækja um af fullum krafti og alvöru og allir bærir aðilar séu að vinna að því að fá sem bestan samning, ef hann verður okkur ekki í vil verður hann aldrei samþykktur á Íslandi og því kapps- mál að vinna samningavinnuna vel,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að aðild að ESB snúist ekki um eintómar undanþágur. „Við erum að sækja um inngöngu í sam- bandið til að fá stöðugleika og gæði í okkar regluverki. Ef menn ætla að sækja fram með ótakmarkaðar und- anþágur þá eiga þeir ekkert erindi í Evrópusambandið.“ Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að umsóknin hafi verið sett fram af fullri alvöru og ekki verið sótt um inngöngu í sam- bandið að gamni. „Við stöndum við samþykkt Alþingis um umsókn Ís- lands að Evrópusambandinu. Mér finnst að við eigum að klára þetta ferli og þjóðin á að taka afstöðu til þess hvort hún vill þarna inn eða ekki að loknu samningsferli við Evr- ópusambandið,“ segir Álfheiður. Sótt um til að ganga inn ESB Umsókn fylgi vilji til inngöngu.  Stækkunarstjóri ESB segir að umsókn um aðild þurfi að byggjast á vilja til að fá inngöngu, ekki til að sjá hvað sé í boði María Elísabet Pallé mep@mbl.is Óvissa um túlkun á ákvæðum nýrra sveitarstjórnarlaga hafði þau áhrif að Hafnarfjörður gat ekki lokið við viðræður um endurfjármögnun á um 13 milljarða króna erlendu láni frá hinum írska Depfa-banka, að sögn Gerðar Guðjónsdóttur, fjár- málastjóra Hafnarfjarðarbæjar. Ástæðan er sú að innlendar lána- stofnanir vita ekki hvernig á að túlka ákvæði í nýjum sveitarstjórn- arlögum um hvernig á að skilgreina skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum mega sveit- arfélögin aðeins skulda 150% af tekjum sínum en sveitarfélögin hafa fengið 10 ára aðlögunartíma til að ná þessari stöðu. Reglugerðin gæti hugsanlega haft áhrif á reglur um eiginfjárhlutfall og áhættugrunn ís- lenskra fjárfestingafyrirtækja og lánastofnana sem FME setur. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um túlkun laganna tafðist ferli inn- lendra lánastofnana í endurfjár- mögnunarvinnunni við Hafnarfjarð- arbæ, að sögn Gerðar. „Ráðherra á eftir að gefa út reglugerð um hvaða skuldir er verið að ræða um ná- kvæmlega þegar rætt er um skuld- setningu sveitarfélaga,“ segir Gerð- ur. Þessi óvissuþáttur hafi áhrif á öll önnur sveitarfélög í landinu. Fulltrúar Depfa-bankans eru á leið til landsins í vikunni til að ræða við Hafnarfjörð um hvernig staðið verður að greiðslu eða endurfjár- mögnun hinna erlendu lána. Gerður segir að fulltrúar Depfa séu einnig að kynna sér hvaða breytingar hafa verið gerðar á fjármálakaflanum í nýjum sveitarstjórnarlögum. „Við munum hitta fulltrúa Depfa og ræða þessi gjaldföllnu lán,“ segir Guð- mundur Rúnar Árnason, bæjar- stjóri Hafnarfjarðarbæjar. Hann ítrekar að niðurfellingar á lánum séu ekki til umræðu. Óvissa um túlkun á lögum tefur endurfjármögnun Óvissa Hafnarfjörður er skuldugur.  Lánardrottnar Hafnarfjarðar væntanlegir til viðræðna  Lánastofnanir hika Átta ára hálfíslensk stúlka lést í Sví- þjóð í gær þegar legsteinn féll ofan á hana. Stúlkan hafði klifrað upp á legsteininn sem valt þá við og lenti að hluta ofan á henni. Slysið átti sér stað í Bollebygds-kirkjugarðinum sem er milli Gautaborgar og Borås. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er faðir stúlkunnar íslensk- ur en móðir hennar sænsk. Stúlka lést í slysi í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.