Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR FINNST EINS OG ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ Í GANGI EINS OG ÞAÐ GÆTI VERIÐ VEISLA Í GANGI SEM MÉR VAR EKKI BOÐIÐ Í GOTT AÐ ÉG ER EKKI EÐLA MAÐUR ER BARA AÐ SKRÍÐA UM Í MESTU MAKINDUM ÞEGAR ALLT Í EINU KEMUR KRAKKI AÐVÍFANDI... OG ÞÚ ERT FASTUR Í KRUKKU SEM SKATTHEIMTU- MANNI ÞÁ BER MÉR SKILDA TIL AÐ TILKYNNA YKKUR... ...ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ INN AÐ NÁ Í PENINGANA SEM ÞIÐ SKULDIÐ OKKUR... ...AÐ ALLAR ÚTGÖNGULEIÐIR ERU VAKTAÐAR ÉG FÓR Á MIÐILS- FUND TIL AÐ REYNA AÐ NÁ SAMBANDI VIÐ ARNÓR, KINDINA SEM DÓ Í FYRRA NÁÐIRÐU SAMBANDI VIÐ HANN? JÁ, ÉG GERÐI ÞAÐ VIRKI- LEGA? HVAÐ SAGÐI HANN EIGINLEGA? „GRASIÐ ER GRÆNNA HINU- MEGIN” ÉG ÆTTI AÐ DRÍFA MIG, ÉG VIL EKKI VERÐA SEINN SUMIR MUNDU TAKA STRÆTÓ EÐA HRINGJA Á BÍL... EN ÉG ER HRIFNARI AF ÞVÍ AÐ FERÐAST SVONA ÞETTA ER HANN! HVAÐ ÞÆTTI ÞÉR UM AÐ ÉG KEYPTI MÉR MÓTORHJÓL? MÓTOR- HJÓL!? GEORG ER AÐ SELJA SITT OG MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í SVOLEIÐIS GERIRÐU ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ HVERSU HÆTTU- LEG ÞAU ERU? ÞÚ SAGÐIR AÐ ÉG ÆTTI AÐ FINNA MÉR NÝTT ÁHUGAMÁL ÉG ÁTTI EKKI VIÐ EITT- HVAÐ SEM GÆTI ORÐIÐ ÞÉR AÐ BANA! Líknardeildin Vil ég hvetja alla Ís- lendinga, hvar í flokki sem þeir standa og hvar sem þeir búa, til að mótmæla kröftug- lega því skelfilega at- hæfi forráðamanna Landspítalans að loka líknardeildinni á Landakoti. Hef ég sjálf unnið á ýmsum stofnunum í heilbrigð- iskerfinu, bæði á Landspítalanum, Borgarspítala og hringinn í kringum landið. Veit hvernig landið liggur sem sagt og er lærður lífeindafræðingur. Hef oft komið á Landakot, bæði á líknardeildina og aðrar deildir og alls staðar hefur ver- ið frábært starfsfólk og andrúms- loftið elskulegt og gott. Veit að marg- ir voru mjög sárir og vonsviknir þegar Landakoti var lokað sem spít- ala eftir sameiningu við Borgarspít- ala. Þá var m.a. nýbúið að taka í gegn skurðstofurnar fyrir heilmikinn pen- ing og á Landakoti voru deildir með sérhæfingu, t.d. í augnlækningum og einnig meltingarsjúkdómum hvers konar. Nú skal öllu lokað í hagræð- ingarskyni. Til hvers? Jú, til að geta holað sjúklingum á ganga á Land- spítala og látið þetta líta flott út á ex- cel-skjali hjá einhverjum fræðingum sem ekkert skilja nema tölur. Lífið snýst ekki um tölur, það snýst um fólk og við viljum láta koma fram við gamla fólkið okkar sem manneskjur en ekki sem dauðar tölur á blaði. Hvet ég öll samtök sem láta sig manneskjuna varða, Samtök eldri borgara og mannúðarsamtök, Íbúasamtök Vestur- bæjar og almenning til að láta í sér heyra. Það kemur í ljós að það er alls ekki pláss fyrir þessa eldri borgara á líknardeildinni sem er í Kópavogi, það þarf að gera miklar endur- bætur á henni. Hvað kosta þær? Kannski meira en það sem á að sparast við lokun á deildinni á Landakoti. Það kom fram í grein sem öldrunarlæknir skrifaði um daginn í blaðið að það voru ýmis samtök sem söfnuðu fé og gáfu þegar deildin var opnuð fyrir 9- 10 árum, gæti t.d. Reykjavíkurborg ekki tekið að sér að útvega það sem á vantar eða einhver af bönkunum, líf- eyrissjóðunum, sem eru að springa af því að þeir eiga svo mikla peninga sem þeir vita ekki hvernig skal verja? Leyfum gamla fólkinu að vera í friði og virðum rétt þess til að fá mann- sæmandi þjónustu síðustu dagana sem það lifir, leyfum því góða hjúkr- unarfólki að vinna áfram við að líkna þeim og hjúkra. Sparið bara í yf- irstjórninni og fækkið öllum stjór- unum sem eru allt of margir í kerfinu. Með von um að deildinnni verði ekki lokað, Katrín Þorsteinsdóttir lífeindafræðingur. Ást er… … að hlýja ykkur saman. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.45, vinnu- stofa kl. 9, vatnsleikfimi kl. 10.50, út- skurður/myndlist kl. 13, hekl kl. 20. Árskógar 4 | Handav., smíði, útsk. kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Boðinn | Jóga kl. 9, botsía kl. 11. Tálgað kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, leikfimi, sögustund og handavinna. Dalbraut 18-20 | Myndlist/postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, leikfimi kl. 9.15. Uppl. á 2. hæð kl. 14. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa í Gullsmára opin mán. og mið. kl. 10, Gjábakka á mið. kl. 15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffi/spjall kl. 13.30, danskennsla/ námskeið kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðb. í handa- vinnu til kl. 12, botsía kl. 9.15, gler- og postulín kl. 9.30/13, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræf. kl. 16.30,skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín kl. 9, ganga kl. 10, handav. og brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns- leikfimi kl. 12.15/14.15, málun kl. 14, Jóns- hús opið kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust.kl. 9. Vatnsleikf. kl. 9.50. Frá hád. spilasalur op- inn. Fim. 27. okt. er leikhúsferð á Kirsu- berjagarðinn kl. 20, lagt af stað í rútu frá Gerðub. kl. 19, skrán. á staðn. s. 5757720. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Gler kl. 9 og leir kl. 9, biljard kl. 10, kaffispjall kl. 10.30. Íþróttahús kl. 11.20, handav. kl. 13, vatnsleikfimi kl. 18.30. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13 í Setrinu. Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, leikfimi kl. 9.15, bænast. kl. 10.15, myndlist kl. 13. Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl. 10, kór kl. 11, glerbræðsla kl. 13, botsía og félagsvist kl. 13.30, tréskurður kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9.30. Handav. kl. 9. Saumur; hönnun o.fl. kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Skapandi skrif kl. 16. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 13.30. Korpúlfar Grafarvogi | Bókmklúbb. í Eirborgum kl. 13.30. Góður gestur kemur. Gönguhóp.frá Grafarvogskirkju/Egilshöll kl. 10. Skartgripag. kl. 13.30. Bókmkl. kl. 13.30 í Eirborgum. Á sama tíma er Skart- gripagerð á Korpúlfsst. kl. 13.30. Á morg- un er sundleikfimi kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verksstofa kl. 10, botsía kl. 13.30, söng- stund kl. 15. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handav. kl. 9/13. Samverust. m/djákna kl. 14. Út- skurður kl. 13. Vesturgata 7 | Botsía kl. 9, handav. kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókb/postulín kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, uppl. kl. 12.30, hand- av. kl. 13, spil/stóladans kl. 13. Í framhaldi af raunum Fíu á Sandiút af sólarleysi, brúnkukremi sem hljóp í kekki og áhugaleysi karlmanna í framhaldi af því, varð til þessi vísa hjá Sigurði Einarssyni: Fljóðin um mig flykkjast prúð og flest þau vilja með mér sprella. Það gerir víst mín gullna húð, gulbrún eins og kantarella. Pétur Stefánsson yrkir í tilefni af síðustu tíðindum frá Líbíu: Í Líbíu er dansað dátt. Dagur nýr er runninn. Gleðiköllin glymja hátt; Gaddafí er unninn. Ágúst Marinósson tekur fregn- unum með gát: Í Líbíu nú lofar þjóð en leysist nokkuð vandinn? Áfram rennur einhvers blóð oní gulan sandinn. Ingimar Bogason var ágætur hagyrðingur, þótt hann flíkaði því ekki mikið. Hann orti í framhaldi af gagnrýni á þjónustu og þrifnað í Gránu, þar sem hann vann lengst af: Grána veitir góðan beina gefur brauð, en ekki steina, matgráðugum merarlýð. Þjónustan er því í lagi og þrifnaður af besta tagi við kjaftaskúma stöðugt stríð. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Líbíu og steinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.