Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Tunguhálsi 10, 110 Reyjavík Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tvisvar í síðustu viku var ofanrit- aður blaðamaður krafinn um að gefa upp kennitölu sína þegar hann hugðist skipta lítilræði af gjaldeyri í Landsbankanum, þrátt fyrir að regl- ur bankans kveði á um að aðeins þurfi kennitölu þegar um verulegar fjárhæðir er að ræða og að kenni- tölukrafan sé í andstöðu við úrskurð Persónuverndar. Í fyrra skiptið ætlaði hann skipta evrum að jafnvirði um 5.000 íslensk- ar krónur sem hann hafði fundið of- an í skúffu. Gjaldkeri í útibúi Lands- bankans í Austurstræti var harður á því að kennitala væri nauðsynleg og gaf ekkert eftir þótt blaðamaður hefði bent á að þetta væri furðuleg starfsregla þegar um svo litlar fjár- hæðir væri að ræða. Hann gaf þó upp kennitöluna, með semingi. Í kjölfarið var leitað skýringa hjá Landsbankanum og fengust þau svör frá upplýsingafulltrúa bankans að Landsbankinn krefði ekki við- skiptavini sína um kennitölu þegar verið væri að skipta lítilræði af er- lendum gjaldeyri í íslenskar krónur. Með lítilræði væri átt við fjárhæð sem er 1.000 evrur eða lægri, jafn- virði 160.000 íslenskra króna. Það hefði þó verið gert áður, en þeirri vinnureglu hefði verið breytt í kjöl- far úrskurðar Persónuverndar og nú væri kennitölu aðeins krafist ef fjárhæðin færi yfir viðmiðunar- fjárhæðir í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þó kynni bankinn að krefjast kennitölu ef grunur léki á að verið væri að eiga viðskipti með gjaldeyri umfram viðmið laganna í fleiri en einni færslu. Eftir að hafa fengið þessi svör fór blaðamaður í Árbæjarútibú Lands- bankans, að þessu sinni með jafn- virði um 3.500 króna í dollurum og pundum sem fundust ofan í annarri skúffu. Gjaldkerinn krafðist kenni- tölu og þegar blaðamaður neitaði að gefa hana upp fékk hann að heyra að afgreiðslan gæti ekki farið fram nema kennitalan væri fyrst slegin inn í tölvukerfi bankans. Gjaldeyr- inum fékkst því ekki skipt. Nú fengust þær skýringar hjá bankanum að þótt tölvukerfið krefð- ist kennitölu væri hægt að komast fram hjá því með því að slá inn eins konar gervikennitölu. Farið yrði yf- ir þessi mál með starfsmönnum. Þegar skipta átti örlitlum gjaldeyri sagði tölvan nei Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslenska gámafélagið fundaði á föstudaginn með bílstjórum sínum eftir alvarlegt slys sem varð þegar bíl frá félaginu var ekið gegn aksturs- stefnu inn að svæði Sorpu í Dalvegi á miðvikudaginn. Á fundinum var lagt bann við að aka gegn akstursstefnu inn á gámastöðvar Sorpu. Þrátt fyrir það ók bílstjóri félagsins gegn akst- ursstefnu inn á gámastöðina við Ána- naust, eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag. Jón Þórir Frantz- son, forstjóri Íslenska gámafélags- ins, segir að rætt hafi verið sérstak- lega við þann bílstjóra vegna málsins. „Ástæðan fyrir því að keyrt var inn á svæðin gegn akstursstefnu er sú að við innkeyrslu á svæði Sorpu er oft mikill atgangur fólks og gjarna börn í fylgd með foreldrum sínum t.d. þeg- ar verið er að koma með flöskur og dósir til endurvinnslu. Bílarnir okkar eru stórir og við töldum því heppi- legra og öruggara að aka þeim inn á svæði Sorpu gegn akstursstefnu þar sem minna er um að fólk sé á gangi,“ segir Jón. Úttekt á öryggi Ásmundur Reykdal, rekstrar- stjóri Sorpu, segir að akstur gegn akstursstefnu sé ekki verkregla hjá Sorpu. „Við höfum reynt að merkja okkar svæði þannig að farið verði eftir almennum um- ferðarreglum innan okkar svæða. Við merkjum bæði hraða innan svæðisins sem er 15 km/ klst., höfum sett hraðahindranir og ákveðið akstursstefnu til og frá svæðum okkar. Slysið verður fyrir utan svæði Sorpu en við ætlum þrátt fyrir það að gera úttekt á öryggi á öll- um okkar endurvinnslustöðvum.“ Ítrekuðu bann við brotum  Sorpa og Íslenska gámafélagið ætla að endurskoða öryggisreglur eftir slys á Dalvegi  Akstur gegn akstursstefnu inn á stöðvar Sorpu var til að gæta öryggis Öryggi aukið » Sorpa ætlar að gera úttekt á öryggi á öllum endur- vinnslustöðvum sínum » Íslenska gámafélagið ók gegn akstursstefnu af öryggis- ástæðum en hefur nú tekið fyr- ir alla slíka keyrslu. Lögbrot Gámabíllinn ók inn á stöð- ina, gegn einstefnu, á föstudag. María Ólafsdóttir maria@mbl.is „Vegna ykkar framlags er Samfylk- ingin nú fær í flestan sjó,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir þegar hún ávarpaði gesti á landsfundi Sam- fylkingarinnar síðdegis í gær og sleit fundinum. Enn nokkur bið Á landsfundinum var m.a. sam- þykkt aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks. Samkvæmt henni verð- ur fæðingarorlof lengt í tólf mánuði og Fæðingarorlofssjóður styrktur þannig að unnt verði að hækka há- marksgreiðslur til að þær endur- spegli meðallaun í landinu. Í viðtali Stöðvar 2 við Jóhönnu eftir fundinn kom þó fram að þessi breyting yrði ekki lögfest fyrr en jafnvægi yrði komið á í ríkisfjár- málum. Þar með hugsanlega ekki fyrr en á árinu 2013 eða 2014. Þá kom fram að á árunum 2008 til 2010, á sama tíma og Jóhanna sat í ríkisstjórn, lækkuðu hámarks- greiðslur sjóðsins úr 535 þúsund krónum í 300 þús- und krónur. Í frétt Morgunblaðsins fyrr í þessum mánuði kom fram að margt bendi til þess að áfram dragi úr töku for- eldra á fæðingarorlofi á þessu ári. Þá sér- staklega feðra en í fyrra fækkaði feðrum sem fengu greiðslur í fæðing- arorlofi um 5,3% milli ára. Alls lækkuðu fæðingarorlofsgreiðslur til foreldra um rúman milljarð á síð- asta ári, skv. tölum Hagstofunnar. Fjölbreytt tækifæri Aðgerðaáætlunin miðar einnig að samfélagi sem býður fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og góð lífskjör sem eru sambærileg við þau sem bjóðast í nágrannalöndum okkar. Í stjórnmálaályktun Sam- fylkingarinnar segir einnig að for- senda efnahagslegrar sóknar sé úr- lausn skuldavanda heimila og fyrirtækja. Eins að aðild að Evr- ópusambandinu og upptaka evru sé eitt mikilvægasta skrefið í átt til efnahagslegs stöðugleika, hag- vaxtar og betri rekstrarskilyrða fyrir heimili og fyrirtæki. Um at- vinnulífið segir meðal annars að rótgróin fyrirtæki og undirstöðu- atvinnuvegir á borð við sjávar- útveg og landbúnað þurfi einnig stoðkerfi til nýsköpunar, mannauð og sóknarfæri. Þá kom fram gagnrýni á fund- inum á þær niðurskurðartillögur, sem stjórnendur Landspítala hafa lagt fram um að loka líknardeild á Landakoti og St. Jósefsspítala. „Samfylkingin nú fær í flestan sjó“  Landsfundur Samfylkingarinnar haldinn um helgina Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson verða áfram í forystu Sam- fylkingarinnar. Jóhanna var sjálfkjörin í embætti formanns og Dagur var sjálfkjörinn í embætti varaformanns. Margrét K. Sverrisdóttir hlaut flest atkvæði í kjöri til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Margrét S. Björnsdóttir var sjálfkjörin í embætti formanns fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar en Helena Þ. Karlsdóttir var kosin rit- ari. Hún hlaut 68,2% atkvæða en mótherji hennar Bergvin Oddsson 31,8% atkvæða. Í framboði til gjaldkera Samfylkingarinnar voru þeir Hilmar Kristinsson og Vilhjálmur Þorsteinsson, var Vilhjálmur kosinn með 60% atkvæða. Hefur kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar úrskurðað kosn- ingu til flokksstjórnar sem fram fór á fundinum ógilda vegna tækni- legra ágalla á framkvæmd. Verður kosningin endurtekin en kjósa á 30 fulltrúa í flokksstjórn og var ekki búið að tilkynna um úrslit. All- ar aðrar kosningar á landsfundinum standa óhaggaðar. Kosning úrskurðuð ógild NIÐURSTÖÐUR LANDSFUNDAR Margrét Sverrisdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsfundur Á fundi Samfylkingarinnar var m.a. samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks. Umferðarskilti líkt og það sem sett var upp af Sorpu við Dalveg í Kópavogi eru ekki alltaf sett upp með samþykki lögregl- unnar. Einkaaðilar geta sett upp slík skilti á starfsstöðvum sínum og sveitarfélög hafa heimild til að setja upp bráðabirgðaskilti þar sem umferð er breytt í stuttan tíma. Ákvörðun Reykjavíkurborgar að loka fyrir umferð í aðra átt á Suðurgötu við gamla kirkjugarðinn er bráðabirgðaráðstöfun sem ekki hefur fengið samþykki lögreglustjóra. Ökumenn þurfa þó að virða umferðarskiltin. Bráðabirgða- skilti UMFERÐARSKILTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.