Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir all-mörgumáratugum fór ákveðin lýðræð- isbylgja um flesta íslenska stjórnmálaflokka. Hún stakk sér fyrst niður í stærsta flokknum, Sjálfstæðisflokknum, og svo kom að fæstir annarra flokka treystu sér til að standa bylgjuna af sér. Þess vegna voru prófkjör tekin upp. Í Sjálfstæðisflokknum hafa þau verið meginreglan við und- irbúning uppstillingar, en þó með fáeinum undantekningum. Alþýðuflokkurinn sálugi tók upp sína eigin gerð af prófkjörum og sagði hana þá allra lýðræðisleg- ustu. Frambjóðendur gátu með henni orðið sjálfkjörnir í próf- kjöri og þannig sloppið við að fá nokkra mælingu á stöðu sína. Skoðun sýnir að þetta var að- ferðin sem oftast var höfð um forystumennina. Alþýðu- bandalagið, sem síðar hvarf að stórum hluta með Alþýðuflokkn- um inn í Samfylkinguna, var áfram miðstýrðara við val á sín- um frambjóðendum, a.m.k. ef miðað er við reglur Alþýðu- flokksins, án hins stórfurðulega sjálfkjörs í prófkjöri, sem þar var stundað. Eftir að flóttamönnunum úr Alþýðubandalaginu hafði tekist að leggja Alþýðuflokkinn undir sig í eins konar skuldsettri yf- irtöku við stofnun Samfylking- arinnar hafa for- ystumenn flokksins átt rætur sínar í bandalaginu. Þó ekki Jóhanna, sem kom úr Þjóðvaka, flokki sem hún stofnaði um sig og hafði það sem eitt aðalstefnumálið að vera á móti því að Ísland gengi í Evr- ópubandalagið, eins og það hét þá. Og nú hefur þessi sam- bræðsla í flokksmynd bætt um betur og komið sér upp kerfi þar sem formaður og varaformaður geta orðið sjálfkjörnir og þannig komist hjá því að nokkur mæl- ing komi fram um raunveruleg- an stuðning við forystuna á æðsta fundi flokksins. Það kem- ur sér prýðilega við núverandi aðstæður. Aðeins um þriðjungur stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnar treystir Jóhönnu til að fara með forystu í flokknum. Slíka útreið fær hún í könnunum þrátt fyrir að gegna embætti forsætisráð- herra fyrir flokk sinn og vera að auki fyrst kvenna til að gegna því. Varaformaðurinn, Dagur Eggertsson, hefur enn þá minna álit í hópi stuðningsmanna flokksins samkvæmt könnunum og er það töluvert afrek. Þykir samfylkingarfólki bersýnilega ekki mikið til stjórnmálamanns koma sem lét Jón Gnarr bera sig til valda í handtösku eftir að Dagur hafði beðið afhroð í borg- arstjórnarkosningum. Hann er víða lýðræðishallinn} Með lítið fylgi er sjálfkjör sætt Kannanir sýnaað rúmlega þriðjungur stuðn- ingsmanna Sam- fylkingarinnar, stærri hluti flokks- manna en sá sem styður Jóhönnu áfram til for- ystu, er á móti því að Íslend- ingar gangi í ESB. Þessi þriðj- ungur virtist ekki eiga neinn einasta talsmann á landsfundi hennar, en hinn hópurinn, sá minni, gat glaðst yfir því að sjá fylgisrúinn formann sinn fagna sjálfkjöri sínu. Ekki var mikið á ræðum hins sjálfkjörna formanns að græða, frekar en fyrri daginn. En hún sagði þó að Samfylkingingin yrði „að vera stefnu sinni trú“ og koma ESB-málinu fram. Í næstu andrá þakkaði hún svo VG fyrir ómetanlegan liðsstyrk við verkefnið! Jóhanna Sigurð- ardóttir telur að það hljóti að vera sér og sínum flokki æðsta markmið og metnaðarmál að vera stefnu sinni og kjósendum trú í þessu máli, hinu eina sem nokkuð kveður að í stefnu hans. Og hún er jafnsannfærð um að VG eigi sérstakt opinbert hrós skilið fyrir að svíkja sína stefnu, kosningaloforð og kjósendur svo rækilega að annað eins hefur aldrei sést. Sagt er sem svo að öllum þyki hrósið gott. Það sé reglan. Er ekki líklegt að ESB- sinnunum í VG, Steingrími og Árna Þór, þyki sem Jóhönnu hafi tekist að hnjóta um veiga- mestu undantekninguna frá reglunni? Kannski er þeim sama. En líður öllum vinstri grænum vel? Ragnar Arnalds skrifar: „Forystumönnum VG er því lítill greiði gerður þegar Jóhanna forsætisráðherra klappar þeim á bakið og hrósar þeim glaðhlakkalega fyrir veittan stuðning í baráttu sinni fyrir ESB-aðild. Almennir stuðningsmenn VG gerast nú langeygir eftir að sjá og heyra hvað forystan hefur nýtt að segja um afstöðu VG til þessa máls. Vonandi lætur lands- fundur VG ekki sitt eftir liggja um næstu helgi að skýra stefnu VG fyrir landsmönnum á af- dráttarlausan hátt.“ Var þetta dóm- greindarleysi eða var Jóhanna viljandi að hæðast að VG?} Hrósaði VG fyrir svikin M eirihluti þeirra Íslendinga sem taka afstöðu eru andvígir því að ganga í Evrópusambandið. Það sýna skoðanakannanir og um það er ekki deilt. Síðast í ágúst voru 64,5% andvíg í könnun Capacent Gallup. En kannanir eru misvísandi þegar spurt er hvort ljúka eigi umsóknarferlinu. Í skoðana- könnun Capacent frá því í júní voru 51% hlynnt því að draga umsóknina til baka, 10,5% hvorki hlynnt né andvíg og 38,5% andvíg. Kannanir Fréttablaðsins í september og janúar sýndu aftur á móti að yfir 60% aðspurðra vildu halda viðræðunum til streitu. Hver sem skýringin er á ólíkum niðurstöðum í þessum könnunum, hafa ber í huga að að- ferðafræði Capacent er marktækari, er ljóst að nokkur hluti þjóðarinnar er andvígur aðild að óbreyttum forsendum, en vill þó ljúka umsóknarferlinu til þess að skoða „hvað kemur úr pakkanum“. Það felur þá vænt- anlega í sér að eitthvað óvænt og stórvægilegt geti gerst í aðildarviðræðunum, sem ekki sé hægt að sjá fyrir. Stefan Fühle, stækkunarstjóri ESB, sagði í vikunni að ESB hefði skilning á sérstöðu Íslands og hann væri bjart- sýnn á að komið yrði til móts við Íslendinga, án þess þó að sú niðurstaða bryti gegn lögum og meginreglum ESB. Ef horft er til þeirra skilyrða sem sögð eru „grundvall- arhagsmunir Íslendinga“ í þingsályktuninni um aðild- arumsóknina er erfitt að sjá að hægt verði að mæta þeim, án þess að það brjóti gegn regluverki ESB. Í því sambandi má meðal annars nefna skilyrði um að tryggt sé „forræði yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra“, „forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni“ og um „öflugan íslensk- an landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis“. Ég hef áður skrifað á þessum vettvangi að það sem komi úr pakkanum í aðildarvið- ræðum að ESB geti ekki orðið annað en ein- mitt það, Evrópusambandið! Svo geta menn tekið afstöðu til þess hver fyrir sig hvort slík aðild er skynsamleg eða ekki. En það sem ég undrast í umræðunni er sá málflutningur aðildarsinna að það fái engan veginn staðist að vilja draga umsóknina til baka. Af hverju ekki? Flestir þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks greiddu sem kunnugt er atkvæði gegn því að sækja um aðild og beittu sér fyrir því að þjóðin yrði spurð hvort sækja ætti um. Í skoðanakönnun Capacent Gallup á þeim tíma kom fram að 76,3% þjóðarinnar væru fylgjandi slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu. Engan þarf að undra að einmitt þessir flokkar vilji draga umsóknina til baka. Ekki síst þegar horft er til efnahags- kreppunnar, sem Westerwelle, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagði þá mestu í sex áratugi í opnunarræðu sinni á bókastefnunni í Frankfurt á dögunum. Þá leyndi sér ekki að hann leit á umsókn Íslands sem yfirlýsingu um vilja eða „löngun“ Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið. En það skyldi þó aldrei vera að það sé misskilningur – Íslend- ingar vilji bara að kíkja í pakkann? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Hvað kemur úr pakkanum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þótt sameining Hvassaleit-isskóla og Álftamýrarskólaí Reykjavík sé ekki orðinað veruleika hafa áhrifin ekki látið á sér standa því í haust færði nánast heill árgangur sig úr Hvassaleitisskóla yfir í Réttarholts- skóla. Brotthvarfið þykir hafa bitnað á skólabragnum. Ekki er að sjá að sátt sé að takast um sameininguna. Töluverður titringur er nú meðal foreldra barna í Hvassaleitisskóla vegna þess að skólastjóri verður brátt ráðinn til að stýra sameinuðum skóla. Foreldrafélag Hvassaleit- isskóla ályktaði sérstaklega um að nýr skólastjóri yrði fenginn að verk- inu sem hefði hvorugum skólanum stjórnað áður. Svo vill hins vegar til að skólastjóri Álftamýrarskóla sótti um en ekki starfssystir hennar í Hvassaleitisskóla. Meðal þess sem felst í sameining- unni er að unglingadeildin verður flutt úr Hvassaleitisskóla fyrir skóla- árið 2012-2013. Foreldrar geta valið um að senda börnin annaðhvort í Álftamýrarskóla eða Réttarholts- skóla. Í Álftamýrarskóla er kennt í 1.-10. bekk en Réttarholtsskóli er safnskóli fyrir 8.-10. bekk. Þetta réði því í flest- um tilvikum að langflestir foreldrar barna í Hvassaleitisskóla sem byrj- uðu í 8. bekk í haust ákváðu að börn þeirra myndu fara yfir í Réttarholts- skóla strax í haust. Aðeins einn nem- andi í árganginum varð eftir. Hann situr kennslustundir með 9. bekk- ingum og fær einnig séraðstoð. Þórunn Kristinsdóttir, skólastjóri Hvassaleitisskóla, segir að það hafi orðið ljóst rétt fyrir skólaslit í vor að enginn 8. bekkur yrði í skólanum í haust. Þetta hafi verið val foreldra en flutningurinn hafi ekki verið á dag- skrá af hálfu borgaryfirvalda fyrr en næsta haust. „Foreldrar vildu að nemendur myndu byrja á sama grunni og nemendur úr Fossvogs- skóla og Breiðagerðisskóla og það er í sjálfu sér mjög skiljanlegt,“ segir hún. Áhrifin hafi m.a. verið þau að kennarar hafi ekki fengið þá kennslu sem þeir reiknuðu með að fá og fengu því lægra starfshlutfall. Heldur hafi dofnað yfir félagslífinu og skóla- bragnum, enda muni um heilan ár- gang í unglingadeild. Til mótvægis hafa tengslin við Álftamýrarskóla og Réttarholtsskóla verið efld að þessu leyti, m.a. með sameiginlegum skóla- skemmtunum. En það er ekki nóg með að heill ár- angur hafi flutt sig um set, um 20 nemendur, heldur fóru fjórir 9. bekk- ingar einnig yfir. Nemendur sem komu úr öðrum skólahverfum fluttu sig einnig um set í nokkrum tilvikum. Þórunn segir að nokkuð hafi verið um að nemendur úr öðrum hverfum hafi gengið í Hvassaleitisskóla enda hafi faglegt starf þar verið traust og skól- inn komið vel út úr námskönnunum. Vegna þessa alls sé óljóst hversu margir nemendur verði í samein- uðum skóla. Skólastjóri yfir sameinuðum skóla verður ráðinn frá og með 1. janúar. Þórunn hefur greint foreldrum frá því að hún muni ekki sækja um. Hún segir afar mikilvægt að nýr skóla- stjóri komi að starfi stýrihóps um sameininguna sem allra fyrst en fólki þyki sem starfi stýrihópsins hafi mið- að heldur hægt. Vinna að áætlun Stýrihópurinn sem um ræðir var stofnaður 15. maí. Hann hefur ekki enn gert verk- og tímaáætlun um sameining- arferlið. Auður Árný Stef- ánsdóttir, formaður hópsins, segir að verið sé að vinna hana. Fyrst hafi þurft að greina verk- efnið og forgangsraða verkefnum. Heill árgangur ákvað að yfirgefa skólann Morgunblaðið/Heiddi Nafnlaus Efna á til samkeppni um nafn á sameinuðum skóla. Þessi mynd var tekin eftir skólasetningu Hvassaleitisskóla haustið 2009. Birgitta Ásgrímsdóttir, formaður Foreldrafélags Hvassaleitisskóla, segir að foreldrum finnist mikil óvissa vera um framgang sam- einingarinnar og þeir séu reiðir vegna þess að þeir fái litlar upp- lýsingar um hvað taki við um áramótin þegar sameiningin á að ganga í gegn. „Það hefur ekkert haldbært komið fram, engar verkáætlanir eða tímaáætlanir,“ segir hún. Foreldrafélagið hafi í vor hvatt til þess að nýr skóla- stjóri yrði ráðinn strax í haust til að taka þátt í vinnu við samein- inguna en borgin ekki fallist á það. Birgitta segir að ástæðan fyrir því að foreldrafélagið vilji að nýr skólastjóri, þ.e. hvorki skóla- stjóri Hvassaleitisskóla né Álftamýrarskóla, verði ráðinn til að stýra sameinuðum skóla, sé sú að skólarnir séu mjög ólíkir. Með því að fá nýjan stjórnanda verði á hvorugan skól- ann hallað. Óvissa um framhaldið FORELDRAFÉLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.