Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Önnur sería af gamanþáttaseríunni Hæ Gosi sem sýnd er á Skjá einum um þessar mundir hefur gengið vel. Áhorf þáttarins hefur tvöfaldast frá síðustu seríu og með því slegið við mörgum af þeim erlendu þáttum sem hafa verið hvað vinsælastir síðustu ár á stöðinni. Fólkið sem stendur að þáttaröð- inni er mjög ungt, en það eru þau Baldvin Z, Katrín Björgvinsdóttir, Heiðar Mar Björnsson og leikstjór- inn Arnór Pálmi Arnarson. Arnór Pálmi er aðeins 24 ára gamall og til- tölulega nýútskrifaður úr Kvik- myndaskóla Íslands. „Kvikmynda- gerðarnám var ekki á dagskránni hjá mér til að byrja með,“ segir Arnór Pálmi í samtali við Morgunblaðið. „Ég fór í Verslunarskólann en hætti því námi þar sem ég fílaði ekki bók- færsluna þar. Ég fór að vinna á Stöð 2 og þar eð leiddist ég út í kvik- myndanámið. Ég fór í kvikmynda- skólann og þroskaðist þar mikið í faginu. Þegar ég var þar áttaði ég mig á því hvað ég vildi gera. Gallinn við þennan skóla var að maður lærði mjög margt en kafaði kannski ekki mjög djúpt í neitt. Það var bæði kostur og galli á náminu. Mikilvægast í leikstjórninni er að ná að tengja við fólk og þá fær maður út úr leikurunum það sem maður þarf. Ég útskrifaðist úr skólanum árið 2009 og gerði stuttan þátt í útskrift- arverkefninu með þeim Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum. Hug- myndin var að gera eitthvað fyndið og eitthvað sem hentaði í sjónvarp. Ég var undir áhrifum af Klovn- þáttunum. Á þessum tíma var ég að vinna með Baldvini Z í verkefni sem hann var með og hann fór að grennsl- ast fyrir um þetta útskriftarverkefni mitt og hann varð svo hrifinn af því að hann kom með þá hugmynd að gera seríu úr þessu. Það varð úr. Ég, Heiðar Mar Björnsson, Baldvin Z og Katrín Björgvinsdóttir þróuðum þetta svo áfram. Við tókum fjóra mánuði í það og Skjárinn sýndi verk- efninu áhuga og svo fór þetta í gang. Ástandið var ekki bjart á þessum tíma, það var verið að skera niður alls staðar, þannig að við píndum okkur bara áfram kauplaust til að byrja með en svo fór þetta að ganga. Þeir hjá Skjá einum höfðu trú á verkefninu, það voru stöndugir menn í kringum mig, eins og Baldvin Z og Júlíus Kemp kom í meðfram- leiðsluna, þannig að fólk gaf okkur séns. Það var kannski svolítið erfitt að sannfæra þá hjá Kvikmynda- miðstöðinni þar sem ég var svo ung- ur. Fyrsti ráðgjafinn var með langa greinargerð til að hafna verkefninu. Svo unnum við þetta betur og náðum að sannfæra þá um að við gæt- um þetta og við fengum á end- anum styrk. Í seinni seríunni gekk þetta betur því þá gátum við sýnt það sem við höfð- um gert áður. Við hefðum aldrei getað gert þetta án sjóðsins, þannig að það var rosalega mikilvægt skref,“ segir Arnór Pálmi. Raunveruleikagrín „Þættirnir hafa orðið mjög vinsælir sem er rosa gaman fyrir okkur. Næstsíð- asti þáttur var mikið stökk, hann varð langvinsælastur á stöðinni. Skjár einn er nátt- úrlega minnsta stöðin af þessum þremur en á lands- eru meiri fléttur í gangi og við erum rosalega ánægð með árangurinn.“ Traustið mikilvægt Aðspurður hvernig hafi verið að vinna með þessum flottu leikurum sem hann er með í þáttunum segir hann að það hafi verið algjört gull, eins og hann orðar það. „Þeir bræð- urnir, Árni Pétur og Kjartan, eru sérstök tegund af manneskjum, þeir eru svo grillaðir. Allt þetta fólk varð að vinum manns. Það var mikil fjöl- skyldustemning á tökustað. Við æfð- um mjög vel fyrir tökurnar. Þau sátu með okkur höfundafundi þegar við byrjuðum að skrifa. Þau tóku þátt í handritaskrifunum og komu með brillíant pælingar. Leikararnir hafa sýnt mér mikið traust og það hefur verið mikilvægt. Eins og til dæmis Harpa Arnar- dóttir, sem var gestaleikari hjá okk- ur, hún fékk mjög erfitt hlutverk en sýndi mér fullkomið traust. Í þátt- unum fer hún upp í sumarbústað og fer inn í herbergi hjá Kjartani. Í handritinu var þetta skrifað þannig að þau fara inn í herbergi að kyssast og svo kúkar hún á bringuna á hon- um. Fyrir leikara að heyra þetta, það er banalt. Hún var ekki heilluð. Þetta hljómar hrikalega. En svo náðum við að vinna þetta saman þannig að þetta varð snyrtilegt og alveg brillíant. Ótrúlega flott hvernig hún treysti mér í þetta. Ég veit að þetta hljómar ógeðslega, en þetta varð svolítið sneddí,“ segir Arnór Pálmi. Aðspurður hvað sé framundan hjá honum segir hann að það sé ekki al- veg ljóst. „Ég er bara í auglýs- ingagerð sem stendur og það fer all- ur tíminn í það. Svo er ég með efni frá Evróvisjón sem ég á eftir að vinna, en ég fór út með genginu í maí og tók upp alla ferðina. Sigurjón Brink var frændi minn og ég safnaði efni saman til að gera heimild- armynd. Ég er að klippa það saman og vinna eitthvað fallegt úr því. Það var svo mikið drama í kringum þetta, hvernig vinir hans og ekkja voru að díla við sorg sína inni í svona plast- keppni. Það var margt ákaflega fal- legt og mannlegt í þessu. Svo er maður alltaf með bíómynd í mag- anum en tíminn verður að leiða það í ljós hvenær verður að því,“ segir Arnór Pálmi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikstjórinn Hugmyndin að sjónvarpsþáttunum sem nefnast Hæ Gosi fékk Arnór Pálmi þegar hann var í námi í Kvikmyndaskóla Íslands. Hann er búinn að leikstýra annarri seríu af þáttunum. Önnur sería af gamanþáttaröðinni Hæ gosa var frumsýnd á Skjá ein- um í september. Leikstjóri er hinn 24 ára Arnór Pálmi Arnarson en með aðalhlutverkin í Hæ gosa fara bræð- urnir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir. „Þetta fjallar um hversdagslegt líf tveggja bræðra. Þeir eru að glíma við alls konar hluti eins og að eldast og breyttan áhuga kvenna á þeim,“ seg- ir Arnór Pálmi. Leik- stjórinn Þórhallur Sigurðsson túlkar pabba þeirra, sem er áberandi í þáttaröð- inni. Hann fer á dval- arheimili aldraðra eft- ir að mamma þeirra deyr og eiga þeir bræður erfitt með að sætta sig við það. María Ellingsen og Helga Braga Jónsdóttir leika eiginkonur bræðranna og vini þeirra leika Hjálmar Hjálmarsson og Hannes Óli Ágústsson. Að sögn Arnórs er húmorinn í Hæ gosa hversdags- legur en undirliggjandi er hann ögrandi og svartur í anda Klovn- þáttanna dönsku. Upptökur fóru fram bæði á Íslandi og í Færeyjum og hefur Færeyska ríkissjónvarpið fest kaup á sýningarétti að þátt- unum. Þessir óþægilegu gamanþættir um bræðurna Víði og Börk og fólk- ið í lífi þeirra hafa notið þónokk- urra vinsælda á Skjá einum. Faðir þeirra kom nýlega út úr skápnum og vinur þeirra Krummi rekur lík- bílaþjónustu. Síðustu þáttaröð lauk með hvelli þegar Fríðborg, eiginkona Barkar, stakk af til heimalands síns, Færeyja, og feðg- arnir ákveða að elta. Víðir og Börkur GAMANÞÁTTARÖÐ Húmorinn alveg á mörkum þess siðlega í Hæ Gosa  Þau eru flest aðeins nýkomin á þrítugsaldurinn en eru búin með sjónvarpsþáttaseríu númer tvö  Hæ Gosi byggist á svipuðum húmor og einkennir Klovn-þættina dönsku vísu var þetta samt komið upp í 15%. Við höfum þurft að berjast fyrir þessum áhorfendum. Vonandi rúllar boltinn í framhaldinu. Maður er stoltur af báðum þessum seríum en seinni serían er samt augljóslega þéttari hjá okkur. Við höldum að húmor þáttanna nái til fólks, mig grunar líka að fólk fíli svona raunveruleikagrín, þetta er niðri á jörðinni. Enginn slap-stick húmor. Eins og í seríu tvö fórum við í meira drama meðfram gamninu, það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.