Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Ræsing Hlauparar í haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara búa sig undir ræsingu í Elliðaárdal á laugardag. Ingólfur Örn Arnarson og Sigurbjörg Jóhannesdóttir sigruðu í hlaupinu. Árni Sæberg Í efnahagstillögum sjálfstæðismanna eru lagðar til veigamiklar umbætur á fjár- málamarkaði. Í kjölfar hruns fjármálakerfisins í október 2008 var komið á gjaldeyrishömlum til þess að stöðva fall krónunnar og mynda geng- isstöðugleika. Gjaldeyrishömlunum var ekki ætlað að standa nema fáeina mánuði, eða fram í mars 2009. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar ekki viljað aflétta þessum hömlum og raunar hert þær. Þetta eru alvarleg efnahags- leg mistök, sem eiga sinn þátt í því að viðhalda kreppunni. Eitt brýnasta verk stjórnvalda nú um stundir er að afnema gjaldeyrishöftin. Umgjörð fjármálamarkaðar, pen- inga- og gengisstefnuna þarf að endurbæta samhliða. Óháð því hvaða skoðun menn hafa á hvaða gjaldmiðlastefna sé farsælust fyr- ir Ísland þá þarf að ráðast í um- bætur. Svo heppilega vill til að til sömu aðgerða þarf að grípa hvort sem vilji er til að halda krónunni eða gerast aðilar að mynt- samstarfi við önnur ríki eða taka einhliða upp aðra mynt. Grunn- forsendan er stöðugleiki í fjár- málum einstaklinga og fyrirtækja og heilbrigt fjármálakerfi. Miklar sveiflur og óvissa um gengi gjald- miðils geta orðið til þess að fólk og fyrirtæki flytji úr landi og leiti til landa þar sem við- skiptaumhverfið er stöðugra. Afnám gjaldeyrishafta eykur trú á efnahagslífið Ísland býr nú eitt vestrænna ríkja við gjald- eyrishöft. Erfitt er að mæla sóun á verðmætum vegna haftanna en ljóst er að hún er gríðarleg. Jafnframt er nær ómögulegt að koma böndum á spillingu og svindl sem þrífst í skjóli þeirra. Reynslan af haftabúskap eftirstríðsáranna var skelfileg og lífsnauðsynlegt er að Ísland feti ekki sama veg nú og gert var þá. Velferðartapið sem höftin leiða yfir Íslendinga er slíkt að leita verður allra leiða til að afnema þau strax. Þetta kennir sagan okkur. Áður en höftum er létt þarf raunhæf efna- hagsáætlun að liggja fyrir. Þannig verður dreg- ið úr þeirri hættu að innlendir aðilar skipti sparnaði sínum í erlenda mynt vegna vantrúar á íslenskt efnahagslíf. Tilvist haftanna ein og sér sendir út þau skilaboð að gjaldmiðillinn þjóni ekki hlutverki sínu og því mun afnám þeirra sennilega auka tiltrú á gjaldmiðilinn og auka gjaldeyrisstreymi til landsins sem í sjálfu sér styrkir krónuna. Þá verður að hafa í huga að höftin fæla frá erlenda fjárfesta en erlend fjár- festing er mikilvæg til að skapa auknar gjald- eyristekjur. Erlend fjárfesting styrkir gjald- miðilinn og styrkir krónuna með öflugum og heilbrigðum hætti. Jafnframt skilar gjaldeyrir vegna vöruviðskipta sér þá betur til landsins. Allar tilraunir til að styrkja krónuna með gjald- eyrisinngripum eru dæmdar til að mistakast eins og reynsla annarra þjóða sýnir. Íslend- ingar hafa ekki efni á að eyða dýrmætum gjald- eyri til að fjármagna fjármagnsflótta. Gjaldeyrishöftin hafa í för með sér mjög um- talsverðan þjóðhagslegan kostnað hvort heldur sem er til skamms eða langs tíma:  þau veikja samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum sem ekki þurfa að glíma við þessar hömlur,  þau valda þeim sem viðskipti vilja eiga á gjaldeyrismarkaði óþarfa kostnaði og erf- iðleikum,  þau falsa gengi krónunnar sem brenglar framleiðslu og aðra starfsemi í hagkerfinu,  þau draga úr trausti innlendra og er- lendra aðila á íslenskri efnahagsstjórn,  þau leiða til spillingar og óréttlátrar mis- skiptingar gæða. Af þessum ástæðum m.a. draga gjaldeyr- ishöftin úr hagvexti og leiða til verri lífskjara og þeim mun meira sem þau standa lengur. Það er því afar brýnt að aflétta þessum gjaldeyr- ishömlum sem allra fyrst. Áætlun sú sem Seðla- bankinn hefur samið í samvinnu við ríkisstjórn- ina er allt of hægfara þrátt fyrir að stjórnarandstöðunni hafi nú í september tekist að stytta hana um rúm tvö ár. Sjálfstæðisflokkurinn telur að unnt sé að aflétta gjaldeyrishöml- unum á mun skemmri tíma án þess að tefla fjármálalegum stöð- ugleika í tvísýnu. Ein leið til að gera það gæti falist í eftirfarandi skrefum:  Sett verði fram trúverðug efnahagsstefna sem miði að sjálfbærum ríkisrekstri, fullu atvinnustigi og hag- vexti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt fram slíka stefnu.  Meta þarf með áreið- anlegum hætti hvert jafn- vægisgengi krónunnar er. Þetta er hægt að gera með því að setja upp tilboðsmarkað fyrir kaup og sölu gjaldeyris með sem almennastri þátttöku stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.  Miða þarf gengisskráninguna við nið- urstöðuna á þessum markaði og afnema gjaldeyrishöftin síðan á skömmum tíma í skrefum. Allt bendir til að með þessum hætti sé unnt að afnema gjaldeyrishömlurnar á innan við einu ári. Til þess að tryggja árangur er afar mik- ilvægt að ná samkomulagi við aðila vinnumark- aðarins um útfærslu á þessu ferli. Ramma peningamálastjórnarinnar þarf að endurbæta Frumforsenda stöðugs gjaldmiðils er að fjár- málum hins opinbera sé þannig fyrir komið að þau styðji við peningastefnuna. Ef ríkisútgjöld eru þensluvaldandi vinna þau á móti pen- ingastefnunni og vextir verða hærri fyrir vikið. Mikil eftirspurn ríkisins eftir lánsfé á innan- landsmarkaði þrýstir vöxtum upp og eykur kostnað fyrir heimili og fyrirtæki. Þar með dregur úr fjárfestingu og hagvexti sem er for- senda velmegunar í framtíðinni. Endurskoða þarf hvernig eftirliti með fjár- málafyrirtækjum er háttað. Reynsla síðustu ára hefur leitt í ljós hve brýnt er að bankaeftirlit sé á sama stað og eftirlit með fjármálalegum stöð- ugleika. Því þarf að færa bankaeftirlit FME til Seðlabanka Íslands og breyta hlutverki FME þannig að stofnunin hafi fyrst og fremst neyt- endavernd á sinni könnu en slíkri vernd er ábótavant, sbr. að stofna þurfti sérstakt emb- ætti umboðsmanns skuldara. Jafnframt þarf að færa Seðlabanka auknar heimildir til inngripa í ákvarðanir fjármálafyrirtækja ef sýnt þykir að þær ógni fjármálalegum stöðugleika. Þá þarf Seðlabanki að fá vald til að geta heft vaxtamun- aviðskipti og stórar fjármálahreyfingar ef þau ógna stöðugleika. Seðlabanki þarf að leggja of- uráherslu á að safna gjaldeyrisvarasjóði sem ekki byggist á lántökum. Íslenskir bankar eru á botninum í mati World Economic Forum á heilbrigði banka í 143 lönd- um. Á lista yfir aðgengi að fjármálaþjónustu er Ísland í 97. sæti, í 116. sæti þegar lagt er mat á kostnað við slíka þjónustu, 83. sæti yfir aðgengi að lánum, 70. sæti yfir aðgengi að áhættu- fjármagni og í 92. sæti þegar mat er lagt á regl- ur um hlutabréfamarkað. Brýnt er að end- urheimta aftur trú á bankakerfið og það verður aðeins gert með því að ljúka endurskipulagn- ingu skulda heimila og fyrirtækja á þann hátt að efnahagsreikningur bankanna endurspegli heilbrigt fjármálakerfi og að umgjörð um fjár- málamarkaði verði endurbætt. Endurskoða þarf lög og reglur um fjár- málamarkað. Innstæðutryggingakerfi er nauð- synlegt en það þarf að byggja upp á annan veg en hingað til. Þannig er ófært að fjárfestinga- bankastarfsemi sé leyfð innan viðskiptabanka. Starfsemi fjárfestingabanka er í eðli sínu mun áhættusamari en viðskiptabankastarfsemi. Það skapar mikla áhættu að hafa þessa starfsemi undir sama þaki. Áföll geta leitt til þess að hætt- ara er við því en ella að reyni á innstæðutrygg- ingar og hugsanlega baktryggingu skattgreið- enda. Þetta hefur hrunið kennt okkur. Starfsemi fjárfestingabanka þarf að vera al- gjörlega á ábyrgð eigenda og lánardrottna og þess gætt að þeir ógni ekki fjármálalegum stöð- ugleika. Mikilvægt er að setja skýrar reglur um bankastarfsemi sem nær yfir landamæri, ekki síst um hvers konar afleiður. Gera þarf grein fyrir heildaráhættu fjármálastofnana á skýran hátt í efnahagsreikningi. Umbunarkerfi fjár- málastofnana má aldrei vera þannig að það auki áhættu þeirra en það má heldur ekki eyða þeim hvötum sem vel hannað launakerfi inniheldur. Þá þurfa reglur um eigið fé sem telst sem lausafé að vera þannig að þrátt fyrir að verð- hrun verði á eignamörkuðum þurrkist það ekki út í sviphendingu og fjármálastofnunin velti á hliðina líkt og gerðist í hruninu. Setja þarf mun strangari reglur um hvernig fjármálastofnanir gera grein fyrir lausafjáráhættu sinni. Árið 2001 var Seðlabanka Íslands sett verð- bólgumarkmið. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að afar hæpið sé að seðlabankar í litlum opnum hagkerfum geti starfað eftir hreinu verðbólgumarkmiði. Því þarf að endur- skoða markmið Seðlabankans og gefa um leið bankanum fleiri tæki til að kljást við óstöð- ugleika og verðbólgu. Gengisstöðugleiki og at- vinnustig ásamt verðlagi gæti verið grunnur að nýju markmiði Seðlabankans. Það er svipuð leið og seðlabanki Bandaríkjanna hefur farið. Þá þarf að minnka vægi verðtryggingar í neyt- enda- og húsnæðislánum til að auka virkni pen- ingamálastefnunnar. Sjálfsagt er þó að bjóða áfram upp á verðtryggð ríkisskuldabréf. Fjármálastjórnin verður að styðja við peningamálastjórnina Þróun gengis krónunnar undanfarin ár hefur verið með þeim hætti að margir hafa snúist á þá skoðun að eina færa leiðin í gjaldmiðlamálum Íslendinga sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Rétt er að benda á að nær sömu skilyrði þurfa að ríkja í efnahagsmálum þjóð- arinnar til að evran henti sem þjóðargjaldmiðill og þurfa að vera fyrir hendi til að krónan geti gegnt því hlutverki eða einhver annar gjaldmið- ill. Til að evran gagnist Íslendingum sem gjald- miðill þarf hagstjórnin að vera með þeim hætti að hún sé trúverðug og skapi stöðugleika. Mun- urinn á þessum tveim gjaldmiðlum í hagstæðu efnahagsumhverfi er að krónan verður áfram fljótandi – hugsanlega seigfljótandi – og þjónar áfram því hlutverki sínu að aðlaga hagkerfið, en upptaka evru er fastgengisstefna. Fastgeng- isstefna kallar á að hagkerfið sé aðlagað um vinnumarkað sem leiðir oftar en ekki til at- vinnuleysis þegar illa árar. Það er sárs- aukafyllra. Jafnframt eru hagkerfi fljótari að jafna sig ef aðlögun hefur átt sér stað með gengisbreytingum, en ef hún verður um vinnu- markað vegna þess hversu erfitt er t.d. að lækka laun svo um munar. Þegar gengi krón- unnar lækkar fá útflutningsfyrirtæki hærra verð í krónum fyrir sína vöru en verðlag á inn- flutningi hækkar. Þegar gengið hækkar hefur það gagnstæð áhrif. Gallinn við krónuna og fljótandi gengi er, eðli máls samkvæmt, meiri sveiflur. Þær er hægt að hemja með réttri hag- stjórn. Sem lið í því að leysa hagstjórnar- og gjald- miðlavanda þjóðarinnar er hér lagt til að tekin verði upp fjármálaregla, sem styður við pen- ingamálastefnuna á þann hátt að ekki þurfi að beita vaxtatækjum Seðlabankans á jafn af- drifaríkan hátt og verið hefur. Fjármálareglan felst í því að ríkisútgjöld vaxi sem nemur með- alhagvexti undanfarinna 10 ára, óháð árferði. Ef þessi regla væri við lýði yrði ríkissjóður rek- inn með afgangi í góðæri en halla í óáran. Regl- an mundi dempa hagsveifluna og leggja léttari byrðar á peningamálastefnuna. Af rannsóknum má draga þá ályktun að ef fylgt hefði verið þeirri stefnu í opinberum fjármálum hér á landi árin 1964–2001, að láta samneyslu aukast á hverju ári sem nemur langtímahagvexti, hefðu hagsveiflur árin 1978–2001 orðið um þriðjungi minni en raunin varð. Notkun reglunnar hefði haft í för með sér þjóðhagslegan ávinning sem falist hefði í aukinni framleiðslu, minni óvissu, jafnari neyslu og meiri efnahagslegri velferð. Ábati af þessari fjármálareglu er minna álag á peningamálastefnuna, lægri og stöðugri vext- ir og þar með stöðugra gengi. Þessi stöðugleiki og minni óvissa leiðir aftur til meiri framleiðslu og efnahagslegrar velferðar til langs tíma litið. Sem dæmi má nefna að hvert prósentustig í hærri vöxtum leiðir til um 8,8 milljörðum kr. hærri vaxtabyrði fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkissjóð á ári. Reglan leiðir einnig til þess að hægt er að framfylgja Maastricht-skilyrðunum mun betur en ella og fyrr yrði hægt að taka upp evru á Íslandi. En það sem meira er um vert: Reglan mundi leiða til mun betri hagstjórnar og þar með yrði stöðugleiki mun meiri, óháð því hvaða gjaldmiðill er notaður, því sjálfstæður gjaldmiðill endurspeglar aðeins undirliggjandi stjórn efnahagsmála og væntingar um hana – ekkert annað. Niðurstaða Með því að ráðast í þær umbætur á umhverfi fjármálamarkaða sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til vinnst margt: óvissa í hagkerfinu verður minni, verðtrygging af neytenda- og húsnæðislánum hverfur, fjármálalegur stöð- ugleiki eykst, skerpt verður á eftirliti með fjár- málafyrirtækjum og fjármálakerfinu í heild, vextir verða lægri og jafnari og gjaldmiðilinn verður stöðugri. Allt þetta leiðir til þess að efna- hagsleg velferð almennings verður meiri en ella og Íslendingar komast aftur í hóp þeirra þjóða sem við hvað best lífskjör búa í heiminum. Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Allt þetta leiðir til þess að efnahagsleg velferð al- mennings verður meiri en ella og Íslendingar komast aftur í hóp þeirra þjóða sem við hvað best lífskjör búa í heiminum. Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor í hagfræði og þingmaður. Umbætur á fjármálamarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.