Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Í febrúarmánuði 1996 komu fram ásak- anir um kynferðisbrot á hendur þáverandi biskupi. Í viðbrögðum kirkjunnar á þeim tíma rak sig hvað á annars horn. Ef til vill var það ekki undarlegt í ljósi þess að þarna var um æðsta embættismann kirkjunnar að ræða; engar skýrar vinnu- reglur voru þá til um hvernig ætti að fara með ásakanir af þessu tagi. Þá gerist það árið 2009 að dóttir fyrrum biskups leitar til biskups og kirkjuráðs og vill koma á framfæri erindi er varðar samskipti föður hennar við hana. Víst er að margvísleg mistök voru gerð varðandi erindi Guðrúnar Ebbu. Þetta veit alþjóð. Úr hófi dróst að henni væri veitt formleg áheyrn eða erindi hennar svarað skriflega; engu að síður var rætt við Guðrúnu Ebbu. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur skýrt aðkomu sína að máli þessu og beðist hefur verið afsökunar á því er miður fór. Komið hafa fram hávær- ar kröfur um afsögn biskups Íslands vegna þeirra mistaka sem gerð hafa verið. Mjög hefur verið sótt að embætti og persónu biskups Ís- lands. Því skal haldið til haga að Karl biskup lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum í embætti að koma á verkferlum og úrræð- um varðandi möguleg kynferðisbrot á kirkju- legum vettvangi. Mér þykir það ekki sanngjörn krafa að biskup segi af sér vegna þessa máls, og reyndar fráleit, þrátt fyrir þau mistök sem urðu í málsmeðferð. Það var aldrei ætlunin að þagga mál niður. Rannsóknarnefnd kirkjuþings fjallaði um þessi mál öll og fann að málsmeðferð. Ekki var þó talið að um þöggun eða tilraun til þöggunar væri að ræða. Það breytir þó engu um þá stað- reynd að þetta mál, ásamt með úr- ræðaleysi kirkjunnar árið 1996, er kirkjunni til vansa. Þessi harmlegu mál eru sannarlega ekki eitthvað sem á að sópa undir teppið, heldur taka alvarlega og læra af þeim harða lexíu, endurheimta tiltrú og traust. Það er ekki auðvelt að vera í for- ystu í neinni opinberri stofnun á Ís- landi í dag. Við lifum á miklum vantraust- stímum, óvissutíð. Margir þeir sem bera sár eftir efnahagshrun og hafa verið ranglæti beittir eru óviljugir að treysta nokkrum. Það er vel skiljanlegt. Á óreiðutíma í lífi þjóðar þarf kirkjan að einbeita sér að verkum sínum og viðfangsefnum í boðun og þjónustu sem aldrei fyrr. Enginn biskup hefur verið óumdeildur í starfi og oft um þá gustað, en Karl biskup hefur reynst traustur og góður leiðtogi kirkju sinnar, heill og sannur. Megi svo vera áfram. Úrsagnir úr kirkju og afleiðingar þeirra Úrsögnum úr þjóðkirkjunni hefur fjölgað undanfarin misseri og ár. Ástæður þess kunna að vera marg- víslegar en ein meginástæðan er þau hörmulegu mál er hér hafa ver- ið rakin. Sjálfsagt taka margir ákvarðanir í skyndingu, í stundarreiði eða hneykslan; þannig erum við öll ein- hvern tíma. En leysir það vanda kirkju að segja sig úr lögum við hana hafi maður á annað borð ein- hverja taug til hennar? Er ef til vill heppilegra að leggja sitt af mörkum til að gera kirkjuna betri, vinna að siðbót og uppbyggingu? Kirkjan er vitaskuld trúarleg stofnun en til að hún virki, geti veitt þjónustu og skjól, þarf hún fjár- muni, líkt og önnur þau fjölmörgu ágætu samtök er vinna að almanna- heill. Úrsögn úr kirkjunni bitnar ein- vörðungu á heimasókninni, þannig að sóknargjöld þess einstaklings er hverfur úr þjóðkirkjunni renna í rík- issjóð í stað þess að fara í sjóð sókn- arinnar, nema hann kjósi að ganga í annað trúfélag. Sóknargjaldið er í dag 698 kr. á mánuði. Í þeim efna- hagsþrengingum sem gengið hafa yfir þjóð okkar hafa sóknargjöldin verið skert um nærfellt fjórðung frá árinu 2009. Ef við bætast úrsagnir úr þjóðkirkjunni harðnar enn á dalnum. Erfiðara verður fyrir sókn- arnefndir að sinna nauðsynlegu við- haldi, greiða af lánum er tekin voru vegna framkvæmda og standa skil á launum starfsfólks og þar með halda uppi öflugu safnaðarstarfi. Þeir sem kjósa að standa utan kirkju ættu að líta í eigin barm. Þannig er að utankirkjumenn fá alla kirkjulega þjónustu er þeir leita eft- ir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2. Því á ég enga heimtingu á að sjá dagskrá þeirrar stöðvar er ég kveiki á sjónvarpinu. Á kirkjulegum vettvangi er þessu öðru vísi farið. Evangelisk-lúthersk kirkja er þjóðkirkja á Íslandi og hef- ur þann sjálfsskilning, sem hún bindur einnig í regluverk sitt, að hún þjóni um land allt og öllum þeim er til hennar leita; við sem ber- um ábyrgð á kirkjulegri þjónustu spyrjum aldrei um trúfélagsaðild, eða gerum hana að skilyrði þegar til okkar er leitað um þjónustu. Þannig er auðvelt að segja sig frá kirkjunni, láta gjöldin renna í ríkissjóð frekar en til heimakirkju og sóknar, en þiggja samt þjónustu alla. Á hverri tíð þarf kristin kirkja að- hald og gagnrýni. Ecclesia semper reformanda, kirkja í linnulausri sið- bót, voru orð siðbótarmannsins Marteins Lúthers um þá kirkju er hann vildi sjá. Það eru orð að sönnu. Í játningum kristinna manna seg- ir: „… ég trúi á heilaga, almenna kirkju“. Almenn er kirkjan vegna þess að hún er allra. Heilög er kirkj- an vegna Drottins Jesú Krists; ekki vegna okkar er leitumst við að þjóna að henni. Að standa álengdar fjær og gagn- rýna er auðvelt. En það er heldur ekkert svo erfitt að stíga fram, bjóða krafta sína í þjónustu við Guð og menn og gera kirkju sinni vel. Víður er verkahringurinn og við- fangsefnin mörg. Biskupsmál og kirkjan Eftir Þorbjörn Hlyn Árnason »Mér þykir það ekki sanngjörn krafa að biskup segi af sér vegna þessa máls, og reyndar fráleit, þrátt fyrir þau mistök sem urðu í málsmeðferð. Þorbjörn Hlynur Árnason Höfundur er prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi. Í Morgunblaðinu 20. september sl. var gerð grein fyrir nið- urstöðum könnunar sem markaðs- fyrirtækið Maskina stóð fyrir. Þar var kannað hversu ánægðir eða óánægðir landsmenn eru með störf þingmannanna okkar. Skemmst er frá því að segja ef tekið er mið af hve mörg prósent þeirra sem spurðir voru, voru mjög ánægðir með störf rík- isstjórnarinnar, þá voru það að- eins 1,6% Þeir sem voru mjög ánægðir með störf stjórnarand- stöðunnar voru aðeins 0,8% þeirra sem spurðir voru. Býsna döpur niðurstaða sér í lagi fyrir stjórnarandstöðuna sem ætti að sópa að sér fylgi á tímum þegar ríkisstjórnin verður að grípa til óvinsælla aðgerða til þess að bjarga því sem bjargað verður. Langt mál um lítið efni Eftir að ég varð heimavinnandi húsmóðir hendir það mig við og við að fara að glápa á útsendingu frá Alþingi og það verður að segj- ast eins og er að oft á tíðum fæ ég ekkert samhengi í það sem þar fer fram. Í því sambandi get ég t.d. nefnt alla umræðuna sem fram fór á septemberþinginu um hvort heimildin til að hafa hér gjaldeyrishöft ætti að vara tveim- ur árum lengur eða skemur. Að mínu mati skipti það engu máli þar sem þeir sem lýstu skoðun sinni á málinu voru sammála um að gjaldeyrishöft væru neyð- arbrauð sem yrði aflýst um leið og færi gæfist að mati þeirra sem gleggsta hafa yfirsýnina, sem er trúlega Seðlabankinn. Í staðinn fyrir að virða þessi sjónarmið hamaðist stjórnarand- staðan í rúmlega 10 klukkustund- ir við að reyna að koma því inn hjá þjóðinni að núverandi rík- isstjórn væri að taka upp pen- ingastefnu gömlu austantjalds- ríkjanna með tilheyrandi gjaldeyrishöftum og miðstýringu en ekkert í þá áttina kom fram í málflutningi þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu. Nú ef komið hefði í ljós að ríkisstjórnin hefði hug á að mis- nota heimild til gjald- eyrishafta þá var ekkert annað að gera en að breyta lög- unum. Flóknara var það nú ekki, en í staðinn fyrir að hleypa frumvarpinu í gegn eyddu 63 þing- menn, ásamt starfs- liði þingsins, rúmum 10 klukkustundum í gagnslaust þvarg um frumvarpið sem um voru fluttar 57 ræður. Annað mál sem tók ótrúlega langan tíma á haustþinginu var hið svokallaða „stjórnarráðs- frumvarp“ en þar taldi stjórn- arandstaðan að verið væri að færa forsætisráðherra alltof mikil völd, sér í lagi hvað varðaði fjölda og verkefni ráðuneyta. Um þetta frumvarp voru haldn- ar 146 ræður sem tóku rúmlega 33 klukkustundir. Okkar ágætu 63 þingmenn eyddu í þetta mál rúm- um 33 klukkustundum sem svarar til ríflega eins ársverks í tíma- lengd og allt að þriggja ársverka verkamanns m.v. laun, þá á eftir að taka m.a. tillit starfsmanna þingsins sem voru uppteknir yfir þessari umræðu. Seinna kom í ljós að snemma í umræðunni kom fram tillaga sem leiddi til niðurstöðu sem þokkaleg sátt varð um. Tillagan var á þá leið að forsætisráðherra þyrfti að fá samþykki þingsins fyrir nefnd- um tillögum áður en þær kæmu til framkvæmda. Mig minnir að það hafi verið í umræðunni um stjórnarráðið sem Árni Johnsen leiddi talið að sauð- nautum, eðli þeirra og útliti. Í framhaldinu, þegar kom að kafla andsvaranna í leiksýningunni, spurði búfræðingurinn Ásmundur Einar Daðason fjölfræðinginn Árna Johnsen hvort hann teldi rétt að við reyndum í þriðja sinnið að flytja sauðnaut til landsins. Ekki stóð á svarinu hjá Árna, honum leist mjög vel á það, ekki vegna þess að gróður og nátt- úrufar hentaði þessum skepnum afar vel heldur vegna þess að þær líktust ríkisstjórninni svo mjög í öllu sínu hátterni, það var „point- ið“ eins og börnin segja. Tími andlegrar fullnægingar Ég verð að játa að a.m.k. 90% af þessum ræðuflutningi skýrði ná- kvæmlega ekkert fyrir mér það málefni sem þeim var ætlað að fjalla um og skýra. Síðan þegar hver ræðumaður er búinn með ræðutímann sinn í ræðustóli þingsins byrja andsvörin og ef viðkomandi þingmaður á að þeim loknum einhver ósögð gull- korn í sínum fórum hefur hann umræðuna um fundarstjórn forset- ans en undir þeim dagskrárlið virðist vera hægt að tala eiginlega um hvað sem er. Að öllu þessu loknu þegar málið kemst loksins í atkvæðagreiðslu rísa þingmenn upp hver á fætur öðrum, þingmenn sem eru búnir að tala margoft um viðkomandi mál til þess að gera nú grein fyrir atkvæði sínu. Þetta lokaatriði mis- lukkaðrar leiksýningar er held ég flestum ef ekki öllum óskiljanlegt. Um hvað voru blessaðir mennirnir að tala t.d. í stjórnarráðsmálinu þegar þeir töluðu í rúmar 33 klukkustundir? Voru þeir ekki að gera grein fyrir sinni afstöðu til þess máls, það hélt ég. Að þurfa síðan eftir allt það maraþon að gera grein fyrir skoðun sinni á málinu undirstrikar bara hvað þessi umræða öll er ómarkviss og fálmkennd. Þegar fjallað er um Alþingi er því gjarnan líkt við leikhús og það hef ég gert nokkrum sinnum í þessari grein. Við nánari skoðun finnst mér það ekki við hæfi þar sem þessi samlíking gerir lítið úr okkar kröftugu leiklist, það á hún ekki skilið. Er leikhús réttnefni? Eftir Helga Laxdal »Umræðan um stjórn- arskrárfrumvarpið svaraði til rúmlega eins ársverks í tíma og líklega um þriggja ársverka verkamanns m.v. daglaun. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. Ísland er eyja í Atl- antshafinu rétt eins og Bretland. Að vera ey- land hefur marga kosti umfram það að vera landluktur. Bretar gera sér ljóst hversu mikið þjóðin á Ermarsundi að þakka þegar ófriður er uppi, hversu óendanlega mikil vörn þeim hefur verið í þessum mjóa vatnsborða, sem skilur þá frá meg- inlandinu. Bretar skilja þetta og meta. Ermasund gerir þeim kleift að fylgjast grannt með því hverjir koma inn til þeirra lands og hverjir þaðan fara. Þess vegna fóru þeir ekki í Schengen-samstarfið þótt þeir séu í ESB. Eins gæti þetta verið um Ísland. Mjög auðvelt væri að vita nákvæm- lega hverjir séu á landinu hverju sinni og hverjir hafi farið og komið. Sjálf- sagt rjúka þá einhverjir til og fara að tala um stóra bróður og annað tísku- tal. Mikið er talað um að Schengen- samningurinn hafi fært okkur alla þá vankanta sem hindra okkur í landa- mæraeftirliti. Svo þarf tæplega að vera alfarið og einhverjir hljóta kost- irnir lika að vera. Allir samningar bjóða yfirleitt upp á frábrigði og þessi samningur áreiðanlega líka. Ekki er þó útilokað að okkar eigið fólk reynist í þessum efnum kaþólskara en páfinn, svo sem gerst hefur hér okkur til ómælds tjóns. Þegar Evrópugengi ræðst með brugðnum byssum á verslun á Laugaveginum um hábjartan morg- un með byssum og rænir millj- ónatugum, þá hljóta menn að hugsa til þess að máli skipti að missa engan úr landi sem hugsanlega gæti tengst þessu máli. Jafnvel þó að það kosti einhver óþægindi. Góssið sjálft skipt- ir minnsta máli. Það er hins vegar ekki víst að allir sleppi heilir frá svona árás næst þótt vel hafi farið núna. Því skiptir máli hverjir eru hér og hverjir fara héðan, hverjir hafi fjarvistarsönnun og hverjir ekki. Götumyndavélar og öryggismynda- vélar eru sem betur fer víða komnar án þess að mikill hávaði sé yfir þeim og geta þær oft leyst úr málum. Aðalatriðið er að lög- regla okkar, sem þarf að glíma við sífellt harðn- andi heim fíkniefnasala og erlendra glæpagengja, sé ekki með bundnar hendur vegna einhverra upphrópana sér- trúarhópa um friðhelgi einkalífsins, alþjóða- samninga og þess háttar, sem eru lítilvægar afsakanir fyrir því að hindra ekki glæpi sé þess kostur. Og talandi um fíkniefni þá er rætt um að fíkn sé sjúkdómur. Sjúkdómar eru ekki lengur einkamál þess sem þá fá og alls ekki ef hann veldur öðrum skaða. Til dæmis má enginn hafa kynsjúkdóm án þess að ríkisvaldið skipti sér af því. Til hvers er þá verið að hafa ítrekað afskipti af sama fólki í fíkniefnaneyslu án þess að því komi að það sé sett í öryggisgæslu og far- bann til þess að það skaði hvorki sjálft sig né aðra? Er það ekki stór hluti af heildarglæpavandamálinu? Ég fór nýlega til Bandaríkjanna frá Keflavík. Mér hefði ekki verið hleypt úr landi ef ég hefði ekki haft vegabréf meðferðis. Mér var heldur ekki hleypt inn í landið án þess að framvísa vegabréfinu. Ég er stoltur af því að hafa íslenskt vegabréf. Hvað er að því að ferðast með það? Það er alls staðar tekið gilt sem trygging fyrir þig sjálfan. Hvað er að því að krefjast þess að fólk sem hingað kem- ur sé með vegabréf? Leysti það ekki fleiri vandamál en það skapaði? Vantar okkur ekki vegabréfa- skyldu? Vantar ekki vegabréfaskyldu? Eftir Halldór Jónsson Halldór Jónsson » Ísland er eyja í Atl- antshafinu rétt eins og Bretland. Að vera eyland hefur marga kosti umfram það að vera landluktur. … hverjir koma og fara. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.