Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sumarið 2009 skipaði umhverfisráð- herra aðgerðateymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesskagans og lagfæra þær skemmdir sem orðið hafa af völdum utanvegaaksturs. Átakið er ekki enn hafið og raunar er eitt og hálft ár liðið frá því aðgerðateymið fundaði síðast. Teymið hefur ekki komið á samráði við félög fólks sem hafa áhuga á útivist og akstri í Reykja- nesfólkvangi, líkt og fyrir það var lagt. Ólafur A. Jónsson, deildarstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofn- un og formaður aðgerðateymisins, segir að skýringin á því að átakið hafi tafist sé einfaldlega tímaskortur nefndarmanna, einkanlega hans sjálfs. „Það hafa mjög mörg önnur verkefni skotið upp kollinum og þeim varð að forgangsraða. Ég hef því miður ekki getað sett þetta efst á listann,“ segir hann. Ólafur segir að nú sé að mestu bú- ið að kortleggja vegi og slóða innan Reykjanesfólkvangs, að tilstuðlan teymisins, og teymið sé búið að leggja drög að ákvörðunum um hvaða slóðum skuli loka og hvar þurfi að ráðast í landbætur. Nú sé unnið að því að útbúa skýrslu til um- hverfisráðherra um verkáætlun og áætlaðan kostnað við þær fram- kvæmdir sem teymið leggur til að verði ráðist í. Þar sem nú er kominn vetur er þess varla að vænta fyrr en það verði í fyrsta lagi næsta vor þegar þrjú ár verða liðin frá því aðgerða- teymið var sett á laggirnar. Það er þó ekki þar með sagt að ekkert hafi verið gert sl. tvö ár, og t.d. hefur landvörður í Reykjanesfólkvangi unnið að því að loka slóðum og sett hafa verið upp skilti um að utan- vegaakstur sé bannaður. Þetta hef- ur hins vegar ekki verið gert á veg- um aðgerðateymisins. Hentar ekki til akstursíþrótta Ólafur segir að áður en teymið hafi samráð við hagsmunaaðila þurfi það fyrst að koma sér saman um til- lögur til aðgerða og fjármagn til þeirra hefur fengist. Tillögur teym- isins verði ekki trúverðugar fyrr en ljóst sé að fjármagn fáist til að hrinda þeim í framkvæmd. Ólafur segist hins vegar þekkja sjónarmið akstursíþróttamanna gegnum starf sitt. Ólafur segir að Slóðavinir, sem eru samtök mótorhjólamanna, vilji fá slóðanet á landsvísu fyrir vél- hjólamenn en sú tillaga hafi almennt fengið litlar undirtektir. Raunar hafi Slóðavinir ekki viljað skila korti af slíku slóðaneti. Hann minnir einnig á að fólkvangurinn sé friðlýst svæði og henti því ekki til akstursíþrótta. Spjöll Á Suðurnesjum eru víða ljót ummerki um utanvegaakstur. Í sumar hefur landvörður m.a. unnið að því að loka slóðum og laga skemmdir. Aðgerðalítið aðgerðateymi  Umhverfisráðherra skipaði teymi sumarið 2009 til að koma á átaki til að verja náttúruna á Reykjanesskaga  Átakið ekki hafið  Síðast fundur í apríl 2010 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Kanarí 15. nóvember Frá kr. 114.900 Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Kanaríeyja þann 15. nóvember. Í boði eru sértilboð m.a. á Maspalomas Lago smáhýsum og Jardin del Atlantico íbúðarhótelinu. Beint flug til Kanaríeyja þann 15. nóvember. Á heimleið er flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands þann 27. nóvember. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! 12 nátta ferð - síðustu sæti! Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kr.114.900 Maspaloma Lago Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í 12 nætur. Kr.159.800 - allt innifalið Jardin del Atlantico Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í 12 nætur. Staða íslenska liðsins í viður- eigninni við Hol- land í átta liða úr- slitum heimsmeist- aramótsins í brids var nánast vonlaus í gær þegar leikurinn var hálfnaður. Hollendingar höfðu þá skorað 154 stig gegn 44 stigum Íslendinga. Síðari 48 spilin verða spiluð á morgun en munurinn er það mikill að Hollendingar eiga sigurinn vísan og sæti í undanúrslitum. Staðan í öðrum viðureignum er sú, að A-sveit Bandaríkjanna hefur 58 stiga forskot á Ísraelsmenn, B-sveit Bandaríkjanna er með 17 stiga for- skot á Svía og Ítalir 36 stiga forskot á Kínverja. Nánast vonlaus staða í brids Brids Leikfimi hugans. „Þeir eru búnir að gera þetta í nokkur ár,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands, en sveitarstjóri Húnaþings vestra hefur auglýst sölu á veiðileyfum fyrir rjúpnaveiðar á Víðidals- tunguheiði, Tvídægru og Arn- arvatnsheiði og að þeim sem hafi ekki keypt leyfi sé óheimilt að fara þangað til veiða. „Það er þarna svæði sem þeir eru að selja inn á sem talið er líklegt að verði úrskurðað sem þjóðlendur þegar óbyggðanefnd tekur þetta fyrir,“ segir Elvar. „Við gagnrýnum harðlega að þeir skuli selja inn á svæði sem vafi leik- ur á um hvort sé eignarland. Villi- dýralögin eru mjög skýr um að það megi ekki að banna fólki að veiða á afrétt,“ segir Elvar. Elvar segir að óbyggðanefnd sé á ís eins og er og taki ekki við neinum nýjum málum vegna niðurskurðar. Elvar telur að gömul hreppa- pólitík stjórni þessum málum hjá Húnaþingi vestra og hann efast um að það sé mikil samstaða um þessi mál. „Sveitarfélagið hefur ekki látið okkur hafa gögn sem sýna að landið sé í þeirra eigu og segja að það sé of tímafrekt og kostnaðarsamt að taka saman þessi gögn og neita að sanna að þeir eigi þetta land,“ segir Elvar. „Við áttum í bréfasamskiptum við Skotvís fyrr á þessu ári en í meg- inatriðum er það þannig að við höf- um verið að afla gagna og búa okk- ur undir það að óbyggðanefnd kæmi hér og lýsti kröfum. Við höfum því verið að afla gagna sem gætu stað- fest að eignarhald okkar á þessum umræddu afréttum sé ótvírætt,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra. mep@mbl.is Gagnrýna rukkun harðlega Skotvís ósátt við veiðigjald á afrétt Morgunblaðið/ Ómar Eftirsótt Rjúpa í haustlitum. Gunnar Egilson, klarín- ettuleikari og fyrrver- andi tónlistarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, lést í Reykjavík á laugardag. Hann var 84 ára að aldri, fæddur í Barcelona á Spáni 13. júní 1927. Gunnar nam klarín- ettuleik í Reykjavík, Los Angeles og London. Hann lék með Hljóm- sveit Reykjavíkur frá árinu 1946 og með Sinfón- íuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar árið 1950 til ársins 1985, lengst af sem 1. klarínettuleikari. Þá varð hann skrifstofustjóri hljómsveitarinnar og um tíma tón- leikastjóri til ársins 1992. Hann var meðal stofnenda Musica Nova og Kammersveitar Reykjavíkur. Gunnar var afar virk- ur í félagsstörfum og gegndi mörgum trún- aðarstörfum, var m.a. formaður Félags ís- lenskra hljómlist- armanna og Félags ís- lenskra tónlistarmanna og sat í fulltrúaráði Listahátíðar og í ráð- herraskipuðum nefndum um tónlistarskólamál. Hann var sæmdur gull- merki FÍH árið 1972 og gerður heiðursfélagi þar árið 1982. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2001 fyrir störf sín að tónlistarmálum. Eftirlifandi eiginkona hans er Ása Gunnarsdóttir, talsímavörður, f. 21. janúar 1928 í Reykjavík. Börn þeirra eru Gunnar Halldór, Helga og Nana. Gunnar Egilson klarínettuleikari Andlát Teymið hefur komið saman fjórum sinnum, síðast í apríl 2010. Í teyminu sitja fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Reykjanesfólkvangi, Grindavík- urbæ, sveitarfélaginu Vogum, lögreglunni á Suðurnesjum, Umhverf- isstofnun og Landgræðslunni. Ólafur segir að hugmyndin hafi verið sú að teymið mótaði aðferðafræði um hvernig ætti að taka á utanvegaakstri. Hægt yrði að yfirfæra þær aðferðir á önnur landsvæði. Í fréttatilkynningu um teymið á vef umhverfisráðuneytisins í lok júní 2009 kom m.a. fram að því væri ætlað að koma á samráði við félög áhugafólks um útivist og akstur í Reykjanesfólkvangi. Í samtali við Morg- unblaðið í ágúst 2009 benti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á að utanvegaakstur væri ekki bara skemmdarverk, hann væri líka hegðun. Sveitarfélögin hefðu áhuga á að koma að málinu m.a. í gegnum æskulýðs- starf, þannig að ungmenni sem stunduðu utanvegaakstur fengju útrás á annan máta. Vænta má að ein leiðin til að gefa þeim kost á útrás væri t.d. að opna fleiri aksturssvæði. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert slíkt verið gert. Ekki bara skemmdarverk ÁTTI AÐ FINNA UNGMENNUM AÐRA ÚTRÁSARLEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.