Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Aflaskipið Sigurður VE-15 hefur verið í slipp í Reykja- vík. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vest- mannaeyja, sagði að skipið hefði verið tekið í slipp vegna hefðbundins viðhalds en ekki til breytinga. Sigurður VE er kominn á sextugsaldurinn en hann var smíðaður í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 en hefur mikið verið breytt síðan. Eyþór benti á að Sigurður sé barn síns tíma og skipið t.d. ekki útbúið til að kæla aflann. Nú er aðallega gripið til Sigurðar þegar toppar koma í uppsjávarveiðina. Ey- þór reiknaði með að aukin verkefni myndu skapast fyr- ir skipið vegna stærri loðnukvóta. Sigurður hefur alltaf verið mikið aflaskip. Á togara- tímabilinu við Ísland, 1963-1972, var skipið átta sinnum aflahæsti togari landsins. Aflasældin hélt áfram aftir að skipinu var breytt til nótaveiða og árið 1975 setti Sigurður aflamet þegar skipið landaði rúmlega 40.000 tonnum á árinu. Í vetur sem leið veiddi Sigurður VE um 5.000 tonn af loðnu. Þar áður var hann m.a. notaður til veiða á norsk- íslenskri síld og vetrarloðnu. Kristbjörn Árnason var lengi skipstjóri á Sigurði VE en hætti fyrir tveimur árum. Hann sagði að þegar hann hætti hefði ekkert skip í íslenska flotanum verið búið að fiska jafn mikið og Sigurður VE og aflinn verið kom- inn í um eina milljón tonna. „Það voru margir um það,“ sagði Kristbjörn. Hann lét vel af verunni um borð í Sig- urði og sagði hann vera gott sjóskip. Aflaskipið í slipp Morgunblaðið/Sigurgeir S. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umræða hefur skapast meðal íbúa í Grindavík um áform bæjarstjórnar að kaupa hús til íbúðar fyrir bæj- arstjóra í stað þess að leigja og bor- ið hefur á óánægju. Forseti bæj- arstjórnar segir að hagkvæmara sé að kaupa hús. Það ráði ákvörðun meirihlutans. Fulltrúar meirihluta Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks í bæj- arráði Grindavíkur hafa ákveðið að kaupa hús til íbúðar fyrir bæjar- stjórann í stað þess að leigja fyrir hann. Fulltrúi Samfylkingarinnar styður þessi áform en Listi Grind- víkinga mótmælir harðlega. Hafa setið uppi með tvö hús Allir bæjarfulltrúar stóðu að ráðningu Róberts Ragnarssonar sem bæjarstjóra eftir síðustu bæj- arstjórnarkosningar. Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, segir að ákveðið hafi verið að útvega honum og fjölskyldu hans húsnæði í Grindavík og er tek- ið mið af því í samningum um launakjör. Húsnæði var leigt tímabundið. Ofarlega í hugum bæjarfulltrúa var umræða sem skapaðist á síðasta kjörtímabili þegar bæjarstjóra var sagt upp störfum í kjölfar meiri- hlutaskipta. Kostaði það fjárútlát fyrir bæjarfélagið, meðal annars þurfti að kaupa hús bæjarstjórans á verði sem var langt yfir markaðs- verði fasteigna í bæjarfélaginu. Það var raunar í annað skiptið sem slíkt gerðist í Grindavík. Hús bæjarstjórans fyrrverandi var selt í fyrravor með kaupleigu- samningi. Bryndís segir að ekki hafi komið til greina að kaupa ann- að hús á meðan ekki var ljóst hvort kaupandi gamla bæjarstjórahúss- ins myndi nýta kauprétt sinn. Því hafi hús verið tekið á leigu til bráðabirgða. Nú liggi fyrir að eldra húsið væri selt og erfitt að fá hent- ugt húsnæði leigt út kjörtímabilið. Hún segir að talið hafi verið skyn- samlegt að nota söluandvirði húss- ins til að kaupa nýlegt hús af hóf- legri stærð. „Það er betra að fjárfesta í eign en leigu. Fjárfest- inguna getum við fengið til baka, ef við þurfum, en leiga er aukinn rekstrarkostnaður,“ segir Bryndís. Sjái um sig sjálfir „Við teljum að ekki eigi að auka rekstrarkostnað þegar verið er að spara í rekstri og skera niður út- gjöld. Við vildum leita að leiguhús- næði út kjörtímabilið og höfum fregnir af því að fólk kunni að vera tilbúið að leigja hús,“ segir Kristín María Birgisdóttir, bæjarfulltrúi Lista Grindvíkinga sem er í minni- hluta. Hún segir að við ráðningu bæjarstjóra hafi verið lagt upp með að leigja húsnæði, ekki kaupa, enda hafi bærinn átt hús fyrri bæjar- stjóra og tapað miklu á því. Þótt G-listinn hafi greitt atkvæði með tillögu um að auglýsa eftir húsi telur listinn nú að leita eigi eftir leigu næstu þrjú árin og framvegis eigi að semja þannig við bæjar- stjóra að bærinn beri ekki kostnað af húsnæðismálum þeirra. „Það er sjálfsagt mál að bæjarstjórar sjái sjálfir um sín húsnæðismál, eins og aðrir starfsmenn bæjarins. Hvað gerist ef Grindvíkingur verður bæjarstjóri? Á bæjarstjórahúsið þá að standa autt eða á bæjarstjórinn að flytja úr eigin húsi? Erum við að útiloka þann möguleika að Grind- víkingur setjist í bæjarstjórastól- inn?“ spyr Kristín. Reiknað er með að tillaga um að kaupa tiltekið hús fyrir 32 milljónir sem bæjarstjórabústað verði stað- fest á fundi bæjarstjórnar um miðja næstu viku. Ágreiningur vegna bæjarstjórabústaðar  Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir hagkvæmara að kaupa hús en leigja  Fulltrúi úr minni- hluta segir að bæjarstjórar eigi að sjá um sín húsnæðismál sjálfir  Seldu bæjarstjórahús fyrir skömmu Morgunblaðið/Ómar Síkát Grindvíkingar úr appelsínugula hverfinu skemmta sér á bæjarhátíð. Emil Hilmar Eyjólfsson lést í Beaujeu í Frakk- landi 18. október sl. Emil var 75 ára, fæddur í Reykjavík 9. nóvember 1935. Foreldrar Emils voru Guðrún Emilsdóttir og Eyjólfur Kristjánsson, lengst af búsett í Kópa- vogi. Emil lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1954 og lagði eftir það stund á franska tungu og bókmenntir við Parísarháskóla og kenndi íslensku og norrænu við sama skóla. Árið 1972 fluttist hann heim til Íslands þar sem hann starfaði á annan ára- tug við kennslu í frönsku við Há- skóla Íslands, Menntaskólann við Sund og Menntaskólann við Tjörn- ina. Á árunum 1974 til 1976 skrifaði hann leik- listardóma fyrir Morg- unblaðið. Einnig vann hann í áraraðir sem leið- sögumaður á sumrin. Emil fluttist aftur til Frakklands 1984 og kenndi íslensku, nor- rænu og norrænar bók- menntir við háskólann í Lyon til 2005. Að starfs- ferli loknum lagði hann stund á sanskrít við sama háskóla og lauk æðri próf- gráðu í þeirri grein. Eftir Emil eru nokkrar þýðingar úr frönskum bók- menntum og kennslubók í íslensku fyrir frönskumælandi nemendur. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Hélène Isnard, og fimm börn, Að- alstein Rúnar, Eyjólf Kjalar, Þiðrik Christian, Guðrúnu Catherine Em- ilsdóttur og Kjartan Pierre. Emil Hilmar Eyjólfsson Andlát Í fjárlögum er heimild til að selja Hegning- arhúsið við Skóla- vörðustíg en Ög- mundur Jónasson innanrík- isráðherra segir að þrátt fyrir það sé framtíð húss- ins ekki ráðin. Alls ekki sé víst að húsið verið selt þegar nýtt fang- lesi verður tekið í notkun. Að hans sögn eru ýmsar hugmyndir á lofti um framtíð hússins. „Það hafa marg- ir komið að máli við mig vegna fram- tíðar Hegningarhússins og viðrað við mig þær hugmyndir að koma á fót safni í húsinu, til dæmis um rétt- arkerfi landsins en lengi vel var rétt- að í húsinu.“ Þá segir Ögmundur að hugmyndir á borð við þá að reka þar veitingastað eða verslun hafi líka borist honum frá ýmsum aðilum. „Framtíð hússins er alls ekki ráðin og við erum ekki búin að taka ákvörðun um hvað verður gert við það. Það er heimild í fjárlögum að selja húsið en það kemur allt eins til greina að breyta því í safn. Varð- veisla gamalla húsa og nýting þeirra í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað hefur víða tekist vel og er þar rétt að nefna Torfuna en fáir hall- mæla varðveislu hennar í dag enda mikil prýði í borginni.“ Ljóst er að margt þarf að lagfæra ef breyta á húsinu í safn en staðsetn- ing og umgjörð hússins bjóði hins vegar upp á marga spennandi kosti. vilhjalmur@mbl.is Óvíst að fang- elsið verði selt  Hegningarhúsið gæti orðið sögusafn Morgunblaðið/Þorkell Safn Húsið var tekið í notkun árið 1874 og er elsta fangelsið á landinu. Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.