Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Stefan Füle, stækkunarstjóriESB, sagði á fundi utanrík- ismálanefndar að ekki væri hægt að sækja um aðild að því í þeim til- gangi að sjá hvað út úr aðild- arbeiðninni kynni að koma. Hann taldi að þeir sem slíkt gerðu væru að draga ESB á asnaeyrunum.    Honum var sagt,eins varlega og hægt var, að á Íslandi væri búið að telja fullorðnu fólki trú um að þetta væru ekki aðlög- unarviðræður held- ur aðfanga- viðræður og eins og slíkar endi þær með eins konar aðfangadags- kvöldi þar sem allir „kíki í pakk- ann“.    Össur muni leika jólatréð endamjókki hann upp.    Þetta leikrit hafi gengið svo velað nú trúi fleiri fullorðnir Ís- lendingar þessu en þeir sem telji að jólasveinar setji gott í skóinn í desember.    Füle stækkunarmaður varð orð-laus og hafði hann þó verið í kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu í sjö ár (1982 -1989) og lært sín fræði í MGIMO í Moskvu.    Þeirri stofnun má treysta þvíhún starfaði í mjög nánu fag- legu sambandi við leynilögreglu KGB á meðan hún var og hét.    Íslensku nefndarmennina greinirá um hvort Füle hafi fellt tár af hrifningu eða hvort fortíðarþráin hafi orðið yfirþyrmandi um stund.    Jóhanna lætur rýnihóp skera úr. Stefan Füle Tárfelldi Füle? STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 2 snjóél Akureyri 3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 4 skýjað Vestmannaeyjar 6 heiðskírt Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 alskýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 15 skúrir Glasgow 12 skúrir London 17 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 8 heiðskírt Berlín 8 heiðskírt Vín 7 alskýjað Moskva 6 alskýjað Algarve 22 skýjað Madríd 17 skýjað Barcelona 17 skúrir Mallorca 22 léttskýjað Róm 18 skýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 7 léttskýjað Montreal 8 alskýjað New York 12 alskýjað Chicago 15 léttskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:45 17:40 ÍSAFJÖRÐUR 8:59 17:35 SIGLUFJÖRÐUR 8:43 17:18 DJÚPIVOGUR 8:17 17:07 Slitsterk og endingargóð teppi á stigaganginn þinn. Við mætu m og gerum tilb oð í efni og vinnu þér að kostnaðar lausu. Taktu upp símann eð a sendu okk ur línu og við göngum í málið. Öll teppin sem við bjóðum eru afrafmögnuð, ofnæmisprófuð og með óhreinindavörn. Yfir 25 ára reynsla. Mikið úrval. · · · Sérfræðingar í gólfefnum! Ármúla 32 · 108 Reykjavík Sími 533 5060 · Fax 533 5061 · stepp@stepp.is · www.stepp.is Umferðarstofa gerir ekki athuga- semdir við frágang á metankútum á jeppa sem var breytt hér á landi svo hann gæti verið knúinn með metan- gasi. Frágangurinn sé sambærilegur við bíla sem hafi hlotið gerðarviður- kenningu, s.s. Volkswagen Passat- metanbíla. Vakin var athygli á málinu í pistli á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda fyrir nokkru. Þar voru myndir birtar af jeppanum og áhyggjum lýst af því að kútanir væru óvarðir undir far- angursrými jeppans og gætu fengið á sig högg, bæði ef ekið væri aftan á jeppann eða ef hann tæki niðri á vondum vegi. Þá væri úttak gaskút- anna óvarið fyrir grjótkasti. Umferðarstofa tók málið í kjölfar- ið til athugunar. Grindin gefi eftir Kristófer Kristófersson, verkefna- stjóri tæknimála ökutækja hjá Um- ferðarstofu, segir að frágangurinn sé sambærilegur við bíla sem verk- smiðjur útbúa til notkunar á metan- gasi, m.a. Volkswagen-smiðjurnar. Í sumum tilvikum sé reyndar sett plasthlíf yfir kútana en þá verði að hafa í huga að undir henni geti safn- ast ryk og óhreinindi sem einnig geti skemmt búnaðinn, s.s. ef óhreinindin nuddast upp við kútana og úttaksrör. Grindin sem haldi kútunum uppi megi heldur ekki vera of sterkbyggð því hún þurfi að gefa eftir ef hún verður fyrir hnjaski, jafnt til að deyfa höggið sem bíllinn verður fyrir og til að kútarnir gangi frekar til undir bílnum sem geti komið í veg fyrir að gat komi á þá. Gas Kútarnir eru undir bílnum.  Er eins og úr bílaverksmiðju Gerir ekki athugasemd við frágang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.