Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Sudoku Frumstig 1 7 6 4 1 5 2 3 6 9 6 5 2 1 3 9 4 6 2 9 7 5 3 4 2 7 5 6 5 7 3 8 9 1 6 4 3 5 1 9 9 4 3 7 6 4 3 7 5 3 1 1 7 8 6 4 4 7 3 2 1 9 6 4 2 7 5 3 4 3 5 8 1 1 7 4 5 6 4 7 8 5 1 2 9 3 9 8 2 3 6 7 5 1 4 1 3 5 2 9 4 8 6 7 5 7 8 4 3 6 1 2 9 4 2 1 7 8 9 3 5 6 3 6 9 5 1 2 7 4 8 7 9 6 1 2 3 4 8 5 8 1 4 6 7 5 9 3 2 2 5 3 9 4 8 6 7 1 7 8 9 1 2 4 5 6 3 2 6 1 8 3 5 9 7 4 3 4 5 7 9 6 2 1 8 5 2 3 6 7 9 8 4 1 1 9 4 3 8 2 6 5 7 8 7 6 4 5 1 3 9 2 4 5 8 2 6 7 1 3 9 9 1 2 5 4 3 7 8 6 6 3 7 9 1 8 4 2 5 2 8 5 6 3 9 7 1 4 3 7 4 2 8 1 9 6 5 6 9 1 5 7 4 8 2 3 1 2 6 7 9 5 4 3 8 8 3 7 4 1 2 6 5 9 4 5 9 8 6 3 1 7 2 9 4 2 1 5 6 3 8 7 7 6 3 9 2 8 5 4 1 5 1 8 3 4 7 2 9 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 24. október, 297. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heil- agir í allri hegðun, eins og sá er heil- agur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Víkverji skilur ekki hvers vegnasumir hægrimenn þurfa endi- lega að gera lítið úr hjólreiðum sem raunhæfum samgöngumáta. Vissu- lega er skiljanlegt að þeir geri at- hugasemdir við að skattfé sé notað til að leggja hjólreiðastíga, t.d. þær fyrirætlanir Reykjavíkurborgar að leggja fjóra milljarða í slíka stíga í borginni. Á hinn bóginn skilur Vík- verji ekki hvers vegna þeir virðast hafa horn í síðu hjólreiða almennt. Fyrir skömmu mátti lesa á einum vef hægrimanna að það sem stæði í vegi fyrir hjólreiðum í borginni væri 64,5% veður, 10% tollur og 24,5% virðisaukaskattur. Mátti skilja að hjólreiðar væru 100% ómögulegar en það er auðvitað algjör vitleysa. x x x Nú vill svo til að Víkverji hjólar ívinnuna allt árið og telur það vera lítið mál. Það hjálpar reyndar verulega til að leiðin liggur nánast öll um hjólreiðastíga og þar leiðandi lítil hætta á árekstrum við hinar stórhættulegu bifreiðar sem svo margir notast við. Stígakerfið er hins vegar ekki alls staðar svona gott og það er sjálfsagt að reyna að bæta aðstöðu hjólreiðamanna. Hvort það þurfi að kosta fjóra milljarða – sem þarf að taka að láni í útlöndum – er svo allt annað mál. x x x Engin vörugjöld eru lögð á vist-vænustu bílanna af því að stjórnvöld vilja auka notkun þeirra. Þess vegna er auðvitað með ólík- indum að reiðhjól skuli enn bera 10% vörugjöld. Það hlýtur að vera rök- rétt að fella einnig niður vörugjöld af reiðhjólum því jafnvel vistvænasti bíll mengar miklu meira en reiðhjól. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem munu heimila innan- ríkisráðherra að skylda alla hjól- reiðamenn til að vera með hjálm. Landssamtök hjólreiðamanna hafa mótmælt þessu og bent á að þar sem hjálmaskylda fullorðinna hefur verið lögleidd hefur dregið úr hjólreiðum. Víkverji telur að tíma ríkisins væri betur varið í eitthvað annað, s.s. að stuðla að betri hjólreiðamenningu með fræðslu og hvatningu í stað boða og banna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vinnumenn, 8 hæðin, 9 huldi, 10 veið- arfæri, 11 kom í verð, 13 þverneita, 15 korntegundar, 18 hugsun, 21 spil, 22 suða, 23 baktala, 24 tíbrá. Lóðrétt | 2 geðvond, 3 kunningsskapur, 4 rjúfa, 5 sakaruppgjöf, 6 elds, 7 sjáv- ardýr, 12 atorku, 14 fáláta, 15 nirfill, 16 gjaldgengi, 17 endurtekning, 18 úttroðin, 19 snákur, 20 svelgurinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 hlemm, 4 björg, 7 afmán, 8 líran, 9 ill, 11 part, 13 gróa, 14 eldur, 15 böll, 17 ábót, 20 kar, 22 gettu, 23 umtal, 24 renni, 25 lærir. Lóðrétt 1 hlaup, 2 eimur, 3 máni, 4 ball, 5 ögrar, 6 gunga, 10 lydda, 12 tel, 13 grá, 15 bögur, 16 látún, 18 bítur, 19 telur, 20 kuti, 21 rusl. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Brasilísk rós. S-Enginn. Norður ♠KD ♥108 ♦KDG107 ♣D754 Vestur Austur ♠Á85432 ♠G10976 ♥D42 ♥K ♦95 ♦Á8642 ♣82 ♣93 Suður ♠-- ♥ÁG97653 ♦3 ♣ÁKG103 Suður spilar 6♣. Brasilíumaðurinn Diego Brenner fær rós í hnappagatið fyrir vel ígrund- að útspil gegn slemmu suðurs. Þetta var í leik við Svía á HM í Hollandi. Pet- er Fredin í suður vakti rólega á 1♥, Brenner kom inn á 1♠, norður doblaði neikvætt og austur hindraði í 4♠. Nú eru vönduð sagnvísindi út úr myndinni og Fredin lokaði einfaldlega augunum og stökk í 6♣. Spaðaásinn snargefur slemmuna og sú varð niðurstaðan á mörgum borð- um. En Brenner fann eyðuþefinn af spaðalitnum og ákvað að leita frekar fyrir sér í tígli – kom út með vel heppn- aða tígulníu. Einn niður og 14 stig til Brasilíu, en hinum megin spilaði vestur út ♠Á eftir nokkurn veginn sömu sagn- ir. Spilið féll í 5♣+1 í leik Íslands og Indlands. 24. október 1975 Kvennafrídagurinn. Íslenskar konur tóku sér frí á degi Sam- einuðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaári, til að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna í þjóðfélaginu. Athafnalíf í landinu lamaðist að miklu leyti. Á Lækjartorgi í Reykja- vík var haldinn fundur sem 25 þúsund manns sóttu, flest kon- ur. 24. október 1975 Sjónvarpsútsendingar í lit hóf- ust hér á landi þegar hætt var að gera ráðstafanir til að „fjarlægja lit af myndseg- ulböndum,“ eins og segir í árs- skýrslu Ríkisútvarpsins. 24. október 1985 Forseti Íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, tók sér umhugs- unarfrest áður en hún skrifaði undir bráðabirgðalög til að binda enda á verkfall flug- freyja – á frídegi kvenna. Eftir að samgönguráðherra hafði hótað afsögn skrifaði forseti undir lögin. 24. október 1999 Silfur Egils, umræðuþáttur undir stjórn Egils Helgasonar, var á dagskrá Skjás eins í fyrsta sinn. Síðar fluttist hann yfir á Stöð 2 og loks til Sjón- varpsins. 24. október 2008 Ríkisstjórnin óskaði formlega eftir samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Ragnar Gíslason, skólastjóri Garðaskóla, fagnar sextugsafmæli sínu í dag. „Sonur okkar kemur í heimsókn og við fáum okkur eitthvað gott að borða, en að öðru leyti þá héldum við stórafmæl- isveislu með fjölskyldunni í sumar, allri, við hjónin eigum bæði sextugsafmæli á árinu, þannig að við héldum sumarhátíð,“ segir Ragnar. Eiginkona Ragnars er Ingibjörg Gunnarsdóttir, leik- skólastjóri Hæðarbóls. Stórafmælisveisla Ragnars og Ingibjargar fór fram á Tenerife en þau hjónin tóku alla fjölskylduna, 11 manns, þangað með sér í sumar. Ragnar er bjartsýnn á þessum afmælisdegi sínum en hann er nú á mjög góðum batavegi eftir að hafa undirgengist hvítblæðismeðferð á Karolinska Universitetssjukhuset í Stokkhólmi. Hann segist vera þakklátur þeim læknum sem þar starfa en jafnframt vill hann þakka starfsfólki Landspítalans fyrir vel unnin störf. Ragnar er nú í end- urhæfingu á Karolinska Universitetssjukhuset og verður þar næsta einn og hálfan mánuð. „Ég ætla mér að koma aftur til starfa eins fljótt og ég get,“ segir Ragnar sem fagnar tíu ára starfsafmæli sínu sem skólastjóri Garðaskóla núna um áramótin. skulih@mbl.is Ragnar Gíslason er sextugur í dag Hélt upp á afmælið í sumar Hlutavelta Andrea Þorvalds- dóttir, Bryndís Eva og Þórdís Ósk Stef- ánsdættur héldu tombólu við versl- anir Samkaupa við Byggðaveg og í Hrísalundi á Ak- ureyri. Þær söfnuðu 16.909 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn með. Flóðogfjara 24. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.02 3,6 10.16 0,7 16.17 3,9 22.37 0,5 8.45 17.40 Ísafjörður 6.09 1,9 12.20 0,3 18.12 2,1 8.59 17.35 Siglufjörður 1.56 0,2 8.14 1,2 14.11 0,2 20.22 1,3 8.43 17.18 Djúpivogur 1.10 1,9 7.20 0,5 13.32 2,0 19.39 0,5 8.17 17.07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Mundu að svara skilaboðum og klæða þig á viðeigandi hátt. Einhver reynir að heilla þig upp úr skónum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert að hugsa um einhvern sem þér þykir spennandi. Notaðu innsæi þitt til þess að stjórna og beina tilfinningunum í þá átt að skapa betri framtíð. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Komdu jafnvægi á lífið svo þú komir einhverju í verk. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú horfir inn á við og mætir mörgun lífsgátunum. Gættu þess að fara varlega með fé annarra. Ekki láta samviskubit halda fyrir þér vöku. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú gætir gert þér grein fyrir dýpt til- finninga þinna og hafið nýtt samband í dag. Ferfætlingar koma við sögu seinni part dags. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þarft að huga vel að stöðu þinni bæði í starfi og einkalífi. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar þó allir séu ekki sammála. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hamingjan bíður þín á næsta leiti en þú þarft að sýna dirfsku, en um leið þolinmæði til þess að finna hana. Veldu beinu brautina. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að gæta þess vel að fá nægan svefn því of miklar vökur fara illa með sál og líkama. Reyndu að líta sem best út því fyrstu áhrif geta haft mikil og varanleg áhrif! (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þótt mikið fjör ríki þessa stund- ina og gaman sé að taka þátt í því, máttu ekki gleyma alvöru lífsins. Þú færð góðar kveðjur að utan. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Byrjaðu daginn á því að telja upp allt sem þig langar í (flugmiða til útlanda, fallegan blómvönd). Notaðu tímann betur en þú hefur gert undanfarið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Láttu vera að skrifa undir nokk- urn skapaðan hlut. Nú er rétt að staldra við og bíða færis. Einhver gerir þér greiða. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hugsaðu fyrst og fremst um það að hætta einhverju sem er skaðlegt heilsunni. Þú kemst á flug í skipulagningu. Stjörnuspá 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 f6 7. Bd3 fxe5 8. dxe5 c4 9. Bc2 Rh6 10. O-O g6 11. b3 cxb3 12. Bxb3 Bg7 13. c4 dxc4 14. Bxh6 Bxh6 15. Bxc4 O-O 16. Rbd2 Rd4 17. Da4 Rc6 18. Re4 Dc7 19. Rf6+ Kh8 20. Hfe1 Bg7 21. Had1 De7 22. Ba2 Rxe5 23. Rxe5 Dxf6 24. He2 b6 25. h3 Bb7 26. Hd7 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Ítalski stór- meistarinn Fabiano Caruano (2712) hafði svart gegn alþjóðlega meist- aranum Stefáni Kristjánssyni (2485). 26… Hac8! 27. Rg4 hvítur hefði einnig tapað eftir 27. Hxb7 Hc1+ 28. Kh2 Dxe5+! 29. Hxe5 Bxe5+ 30. f4 Hxf4 31. Db5 Hf5+. 27… Da1+ 28. Hd1 Hc1 29. Hxc1 Dxc1+ 30. Kh2 Df1 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.