Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 ✝ Helgi Gúst-afsson fæddist í Reykjavík 17. mars 1942. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum sunnudaginn 16. október síðastlið- inn. Foreldrar Helga voru Gústaf Ófeigs- son leigubifreiðar- stjóri f. 18. nóv- ember 1920 á Suðureyri við Súgandafjörð, d. 19. júlí 2004 og Ásdís Helgadóttir húsmóðir f. 4. júlí 1921 á Patreksfirði, d. 5. febrúar 2005. Systkini Helga eru: Einar fæddur 11. desember 1944, Örn fæddur 30. október 1950, Gústaf fæddur 10. febrúar 1954 og Drífa fædd 16. ágúst 1958. Eftirlifandi eiginkona Helga er Erna Guðnadóttir fædd í Reykjavík 22. desember 1941. Foreldrar hennar voru Guðni Skúlason leigubif- reiðarstjóri f. 15. júní 1910, d. 29. desember 1987 og Þóra Guðmunds- dóttir húsmóðir og verkakona f. 6. des- ember 1915, d. 25. júlí 1969. Dætur Helga og Ernu eru Hrönn f. 23. júlí 1964 og Ásdís f. 26. desember 1966. Eiginmaður Ásdísar er Stefán Bryde f. 4. nóvember 1962. Synir þeirra eru Kristján Helgi f. 2. maí 1991, Hákon Atli f. 27. sept- ember 1995 og Róbert Leifur f. 23. maí 2000. Auk þess á Helgi son, Gústaf f. 24. nóvember 1961. Helgi starfaði sem leigubif- reiðarstjóri mestan hluta starfs- ævi sinnar. Útför Helga fer fram frá Bú- staðakirkjuí dag, mánudaginn 24. október 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. Fyrir hönd starfsmanna Price- waterhouseCoopers ehf. vil ég flytja ættingjum Helga Gústafs- sonar leigubifreiðarstjóra kveðj- ur vegna andláts hans hinn 16. október sl. Tengsl Helga við fyr- irtækið voru í upphafi í gegnum eiginkonu hans Ernu Guðnadótt- ur sem kom ung til starfa hjá því og Helgi kom oft með henni á við- burði sem efnt var til á vegum þess. Fyrirtækið var ekki stórt á þeim tíma og allir starfsmenn og makar þeirra þekktust vel og bundust vináttuböndum. Þegar umsvifin urðu meiri og regluleg- ar sendiferðir til viðskiptavina og stofnana urðu fastir liðir var leit- að til Helga um að annast þessar ferðir samhliða aðalstarfi hans sem leigubifreiðarstjóra. Hann tók það að sér og sinnti því um árabil. Auk þess að annast sendiferðir með skjöl, póst og annað sem til féll sá Helgi um margra ára skeið um akstur með erlenda sam- starfsmenn fyrirtækisins sem komu reglulega til Íslands starfs síns vegna. Margir þeirra höfðu á orði að þeim þætti gott að koma til landsins í hvaða veðri sem var og á ýmsum tímum og vita að sami vinalegi bílstjórinn, með PwC merkið í glugganum, biði þeirra, tryggði þeim öruggan akstur til Reykjavíkur og síðan til baka í flug að heimsókn lokinni. Helgi annaðist störf sín fyrir fyrirtækið af alúð og samvisku- semi alla tíð. Hann sinnti því sem þurfti þegar þörf var á, þekkti marga viðskiptavini fyrirtækisins og ég held að honum hafi alla tíð þótt þessar ferðir góð tilbreyting frá hefðbundnum akstri. Þegar aldurinn færðist yfir gaf hann sér gjarnan meiri tíma til að staldra við á milli ferða og spjalla. Oftar en ekki bar íþróttir á góma enda fylgdist hann vel með boltaíþrótt- um, einkum framgangi sinna liða í rauðu búningunum hvort sem það var á Íslandi eða Englandi og þegar þeim gekk vel tók hann jafnvel aukakaffibolla til að ræða úrslit helgarinnar. Þau hjónin hættu störfum um svipað leyti fyrir nokkrum árum og á sama tíma tók heilsu Helga að hraka og við fyrrverandi sam- starfsmenn hans og Ernu fylgd- umst síðustu árin með fjölskyld- unni úr meiri fjarlægð en áður. Að leiðarlokum sendum við Ernu og öðrum ættingjum Helga inni- legar samúðarkveðjur um leið og við minnumst hans með virðingu og þakklæti fyrir samstarfið. Reynir Vignir. Helgi Gústafsson Elsku amma. Það er ótrúlega skrýtið að þú skulir vera farin núna. Þegar ég heimsótti þig fyrir tveimur vikum hvarflaði það ekki að mér að það yrði í síðasta sinn áður en ég þyrfti að kveðja þig. Þú varst alltaf frábær amma sem fylgdist með okkur krökkun- um í gegnum æskuárin og hvattir okkur til dáða. Ég man ég þorði aldrei að Áslaug Eyþórsdóttir ✝ Áslaug Eyþórs-dóttir fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1922. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 12. október 2011. Útför Áslaugar fór fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 19. október 2011. hætta í tónlistarskól- anum því ég vildi ekki valda þér vonbrigð- um – en nú í dag er ég mjög ánægður. Þær eru margar minnisstæðar heim- sóknirnar í Birki- hvamminn og þú og afi tókuð alltaf vel á móti okkur. Þegar við bræð- urnir vorum litlir fannst okkur húsið stórt og spenn- andi og ótrúlegt að afi skyldi hafa smíðað það alveg sjálfur. Á sumrin tíndum við rabarbara og rifsber í garðinum, og þegar við komum inn þá gafstu okkur sykur út á. Þú munt alltaf vera minnisstæð í hjarta mínu. Megir þú hvíla í friði og guð blessi þig. Eiríkur Þór Ágústsson. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, áður Skipagötu 15, Ísafirði, andaðist á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 20. október síðastliðinn. Útförin fer fram í Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. október kl. 11.00. Sigrún Viggósdóttir, Páll Gunnar Loftsson, Kristján Viggósson, Erna Guðmundsdóttir, Vilberg Viggósson, Ágota Joó, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, EBENESER KONRÁÐSSON Ægisgrund 19, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 21. október. Útförin verður auglýst síðar. Jóhannes Konráðsson, Þóra Kristjánsdóttir, Leví Konráðsson, Þorsteinn Konráðsson, Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Konráðsdóttir, Gylfi Óskarsson, Ósk Konráðsdóttir, Anna Konráðsdóttir, Gísli Árnason, Jódís Konráðsdóttir, Gísli Sigurþórsson, Unnar Reynisson, Guðrún Gunnarsdóttir, frændsystkin hins látna. Elskulegur bróðir minn, ÓLAFUR ÁRNASON múrarameistari, Patreksfirði lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 19. október. Fyrir hönd annara aðstandenda, Erlendur Árnason. Við systkinin á Oddsstöðum viljum minnast ömmu okkar Hönnu Vigdísar með nokkrum orðum. Okkur sem öðrum var ávallt tekið með opnum örmum hjá henni og afa, með góðgæti og ást og aldrei var langt í hlát- urinn. Þegar við vorum ung vor- um við oft í pössun hjá ömmu og afa og fólst sú dvöl m.a. í ótelj- andi sundferðum og fjöruferðum í Akrafjöru á Mýrum, þar sem við tíndum allar mögulegar sjáv- arlífverur. Við sláturgerð vildu oft verða árekstrar um magn af mör í slátrinu milli eldri og yngri kyn- slóðarinnar. Ömmu líkaði feitt slátur sem var ríkulega blandað af mör, nokkuð sem yngri kyn- slóðinni líkaði illa. Það var alltaf kátt á hjalla þegar sláturtíðin á Hanna Vigdís Sigurðardóttir ✝ Hanna VigdísSigurðardóttir fæddist á Odds- stöðum í Lund- arreykjadal 8. jan- úar 1927. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi 7. október 2011. Útför Hönnu var gerð frá Lund- arkirkju 15. októ- ber 2011. Oddsstöðum stóð yfir, við systkinin lærðum með hjálp ömmu að flokka líf- færi og búum vel að því í dag. Þegar sauðburð- urinn gekk í garð höfðu amma og afi aðsetur í Sáð- mannsgerði, sem var þeirra bústaður og frístundasvæði í Oddsstaðalandi. Þegar tími gafst til á sauðburði var notalegt að skreppa til ömmu í mat eða kaffi og alltaf tók hún fagnandi á móti okkur. Í Sáðmannsgerði sinntu amma og afi trjárækt af miklum áhuga og er þar í dag hægt að sjá afrakstur þeirrar vinnu. Amma hafði dálæti á garðyrkju og blómum og var garðurinn mikill sælureitur. Til að undir- strika hrifningu ömmu á plöntum þá varð jurtin aloe vera mjög ástsæl hjá henni. Það var fátt sem hún lét ólæknað fram hjá sér fara án tilstuðlanar þeirrar plöntu. Við fórum oft í sund með ömmu, hún naut þess að láta sig fljóta um sundlaugina á bakinu. Það var hrein unun að fylgjast með henni að virða stjörnur og norðurljós fyrir sér og tala um liðna tíma eða bara að slaka á. Við systkinin reyndum að leika þessa list eftir, en alltaf sukku lappirnar. Við viljum þakka ömmu fyrir samfylgdina í lífinu og þá ást og umhyggju sem hún veitti okkur. Sigurborg Hanna, Ragnar Finnur, Sigurður Hannes og Ólafur Ágúst. Með þakklátum huga kveð ég þig, kæra Hanna. Þú hefur nú haldið til æðri heima, heima sumarlandsins. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, fengið að heyra smitandi hláturinn þinn, kynnast einstakri gestrisni þinni, greiðasemi og góðvild sem heimili ykkar Ragnars var róm- að fyrir fyrr og síðar. Enda ólst þú upp við það að ekkert þótti þér og systrum þínum á Odds- stöðum sjálfsagðara þegar gesti bar að garði og báðust gistingar en að hoppa úr rúmum og láta eftir þreyttum ferðalöngum sem oftast komu ríðandi langan veg – margir í hóp. Þegar ég kynntist fyrst greiða- og hjálpsemi ykkar hjóna bjó ég á Hvanneyri ásamt fjölskyldu minni. Þegar við Inga frænka, nú húsmóðir á Snorra- stöðum, Jón 12 ára sonur minn og Sveinn á Indriðastöðum ákváðum að halda ríðandi austur að Hellu í Rangárvallasýslu á hestamannamót árið 1967 vant- aði okkur, svo ferðalagið mætti lukkast, einn hest í viðbót við okkar og var mér bent á að leita til hjónanna á Oddsstöðum, Ragnars og Hönnu. Ekki stóð á greiðasemi á þeim bæ. Lánaði Ragnar mér reiðhestinn sinn sem jafnan var kallaður Odds- staða-Jarpur, stólpagæðing und- an Skugga frá Bjarnanesi og gæðingshryssu frá Oddsstöðum. Ég mun aldrei gleyma því þegar Ragnar rétti mér tauminn á þessum jarpa grip og ég steig á bak og reið af stað. Hjónin stóðu brosandi á hlaðinu og vinkuðu. Ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir að tengjast þessum góðu hjónum sterkum fjölskyldubönd- um. En það kom svo sannarlega að því þar sem báðir synir þeirra giftust frænkum og er önnur þeirra Guðbjörg, dóttir mín. Hanna var stórbrotin kona, bæði einstök móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma. Hún var ein af þessum kærleiksríku kon- um. Límið sem heldur fjölskyld- unni saman. Engillinn fer aldrei í frí án þess að taka vængina sína með sér. Hláturmildi og glaðværð Hönnu sem hún miðlaði svo mörgum af mun seint gleymast og hljómar áfram og hjálpar kannski fleirum að sjá og skynja björtu hliðarnar í lífinu og hlæja þá kannski pínulítið meira. Far þú í friði og Guði falin, kæra Hanna. Ragnari Olgeirs- syni og sonum hans Sigurði Oddi, Olgeiri Helga og fjölskyld- um ásamt ættingjum og vinum sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Sigurborg Ágústa á Báreksstöðum. Í dag, 24. októ- ber, hefði mamma okkar, Guðrún Sig- urðardóttir, orðið 72 ára. Hún varð bráðkvödd 6. september síðastliðinn. Þótt hún hafi farið skyndilega vor- um við einhvern veginn samt undirbúin. Þegar litið er til baka er eins og hún hafi verið að búa okkur undir brottför sína allt okkar líf. Dauðinn var ræddur á heimilinu eins og hver annar hversdagslegur hlutur. Hún reyndi aldrei að eyða eða koma sér hjá því að ræða erfiða hluti. Hún var ekki sú manneskja sem sótti sér lækningu ef eitthvað bjátaði á. Við vissum sjaldnast af því ef eitthvað var að hrjá hana. Hún hafði ótrúlegt jafnaðargeð, var eins og klettur í hafinu. Við sáum samt vel ef henni mislík- aði eitthvað – þá gaf hún okkur „augað“ – meira þurfti ekki. Í ríflega 40 var hún yfirhjúkr- unarkona, síðar hjúkrunarfor- stjóri við FSN (Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað). Meðan við vorum að alast upp vann mamma mjög mikið. Á tímabili var svo mikil mannekla að mamma sást ekki nema í mýflugumynd heima hjá sér. Eflaust hafa börn annarra hjúkrunarkvenna sem störfuðu á þessum tíma mjög svipaða sögu að segja. Hún var ýmist að koma af vakt, að fara á vakt eða að leggja sig á milli vakta. Samt var hún okkur aldrei reið þótt við værum sífellt að vekja hana með allskonar spurning- ar. Við máttum gera ýmsa hluti sem voru algjörlega bannaðir á öðrum heimilum eins og að taka allar pullur úr sófasettinu og búa til hús úr pullum og teppum í stofunni og elda Guðrún Sigurðardóttir ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist 24. október 1939. Hún lést 6. september 2011. Útför Guðrúnar var gerð 13. sept- ember 2011. furðulegan mat sem ekki fannst í neinni uppskrifta- bók. Eina skilyrðið var að ganga frá eftir sig og við vissum að þessi dásemd yrði ekki leyfð ef við svikj- umst undan, því mamma var alltaf 100% samkvæm sjálfri sér. Við vissum nákvæmlega hvar við höfðum hana og þeir samning- ar sem við höfðum gert stóðu. En mamma var ekki bara yf- irveguð og samkvæm sjálfri sér, hún gat verið algjör púki líka. Þannig mataði hún okkur af sögum um ýmsa óknytti sem hún hafði framið í æsku. Til dæmis kenndi hún okkur að spila á tvinna og græjaði okkur upp svo við gætum farið og prófað sjálf. Lánaði okkur gamla tusku og saumavélarol- íuna sína ásamt girni og saum- nál. Þetta hitti algjörlega í mark og opnaði algjörlega nýj- ar víddir í því hvað hægt var að hafa fyrir stafni á haust- kvöldum. Hugmyndin að grím- unni sem var fest á teppabank- ara sem síðan var festur kirfilega við kústaskaft svo hægt var að láta grímuna gægjast inn um glugga á ann- arri hæð kom líka frá henni. Nú er komið að okkur að upp- fræða næstu kynslóð sem leið- ist á haustkvöldum. Auðvitað hefðum við viljað hafa hana lengur hjá okkur og ef við gæt- um spólað aðeins til baka þá myndum við fá hana til að fara með eitthvað af þeim fjölmörgu ljóðum og sögum sem hún kunni svo mikið af og nota tækifærið og taka það upp svo það glatist ekki. Kannski er sumt alls ekki glatað. Við munum ylja okkur við yndislegar minningar um góða mömmu sem skilaði okkur vel útbúnum til að takast á við bæði líf og dauða. Sveinbjörg, Þórunn Björg og Snorri Halldórsbörn. Að skrifa minningagrein Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.