Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 4. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  249. tölublað  99. árgangur  AUGLÝSENDUR SAGÐIR VAN- META NETIÐ LÍFSGÆÐI Á HVERJU STRÁI TILFINNINGAR UNGLINGA ERU SVO STÓRBROTNAR MATARGERÐ Í TAKT VIÐ ÁRSTÍÐIRNAR 10 MJÓLKURFERNUSKÁLD 26AUGLÝSINGAMIÐLAR 12 Í MIÐJU MORGUNBLAÐSINS Í DAG » Morgunblaðið/RAX  Aðgerðateymi sem umhverfis- ráðherra stofnaði sumarið 2009 til að berjast gegn utanvegaakstri á Reykjanesskaganum hefur ekki enn gripið til neinna aðgerða eða lagt fram formlegar tillögur að þeim. Teymið hefur fundað fjórum sinnum en síðasti fundur var í apríl 2010. Ekkert samráð hefur verið haft við hagsmunafélög um hvernig megi vinna bug á vandamálinu. »4 Hafa undirbúið aðgerðir frá 2009 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Innbrot í sumarbústaði geta gengið nærri fólki og að sögn Theódórs K. Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgarnesi, eru allmörg dæmi um að fólk hafi selt sumarbústaði sína í kjölfar innbrota. Sumarbústaðaeigendur í Hval- fjarðarsveit og Skorradalshreppi hafa margir eflt öryggisvarnir við sumarbústaði sína til muna, komið fyrir hliðum og jafnvel eru dæmi um að þeir hafi sett öryggismyndavélar við hliðin. Eftir hrinu innbrota í sumarbú- staði á svæðinu í fyrrahaust kvíða margir sumarbústaðaeigendur haustinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er í þeirra hópi rætt um að taka höndum saman og auka enn þjófavarnir með fleiri öryggis- hliðum og öryggismyndavélum við sumarbústaðahverfi. Theódór, yfir- lögregluþjónn í Borgarnesi, segir að best sé ef þetta tvennt fari saman því myndir úr öryggismyndavélum komi oft í góðar þarfir. Theódór segir innbrotum í sumar- bústaði hafa fjölgað í fyrra og líkur séu á því að meira verði um þau í ár. Að jafnaði var brotist inn í um 30-40 bústaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum á ári fram til ársins 2010. Í fyrra var brotist inn í 78 og það sem af er þessu ári eru inn- brotin orðin 47. Lögreglu hafi tekist að upplýsa stærstu innbrotahrinurn- ar síðastliðin ár sem slegið hafi á inn- brotin þar til í fyrra að þau keyrðu úr hófi. Theódór leggur áherslu á að ná- grannavarslan sé virk og að fólk sameinist um sameiginlegar for- varnir gegn innbrotum. Selja bústaði eftir innbrot  Öryggishlið við sumarbústaðalönd vegna tíðra innbrota  Innbrot fá á fólk  Vilja auka enn öryggisbúnaðinn og óttast að innbrotum haldi áfram að fjölga Morgunblaðið/Davíð Pétursson Öryggi Fyrst þarf að fara um hlið. Penni Síðubrot úr handritinu. Þorvaldur Maríuson bókasali hefur sett handskrifað handrit að Ofvitan- um til sölu á uppboðsvefinn eBay. „Ég keypti þetta handrit fyrir tveim- ur árum af manni sem þá var að minnka við sig. Þetta er það sem er kallað prentsmiðjueintak og bókin er prentuð eftir þessu handriti,“ segir Þorvaldur. Handritið er handskrifað af Þórbergi og er að mati Þorvaldar mjög verðmætt. „Erlendis eru svona handrit metin töluvert. Hér á landi er vissulega áhugi fyrir hendi en menn vilja bara ekkert borga fyrir þetta.“ Þorvaldur segir að Þjóðarbókhlaðan hafi ekki sýnt handritinu mikinn áhuga og sé ekki tilbúin að greiða mikið fyrir það. „Þeir hafa ekki einu sinni sýnt því áhuga að sjá handritið.“ Handrit sem þessi eru fágæt á ís- lenskum markaði að sögn Þorvaldar en hann hefur selt bækur og handrit í mörg ár. Handritið er nýkomið inn á eBay en rúmur sólarhringur er til stefnu fyrir þá sem vilja bjóða í það áður en það fer til hæstbjóðanda. Eðlilegt verð er um 10.000 kr. fyrir hverja blaðsíðu segir Þorvaldur en verkið er um 350 blaðsíður. vilhjalmur@mbl.is 3,5 milljónir fyrir Ofvitann  Handskrifað handrit eftir Þórberg Þórðarson á eBay Jarðskjálfti, sem mældist 7,2 stig á Richter, varð í austurhluta Tyrklands um miðjan dag í gær og í kjölfar hans urðu margir eftirskjálftar. Upptök skjálftans voru skammt frá borginni Van. Stað- fest var í gærkvöldi að 138 manns hefðu látið líf- ið en talið er að þeir séu mun fleiri. Alþjóða- björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar er á vöktunarstigi en ekki hefur komið beiðni um aðstoð frá Tyrklandi. »13 Óttast að nokkur hundruð hafi farist í jarðskjálfta Reuters  Fulltrúar Depfa-bankans munu koma til Ís- lands í vikunni og hitta meðal annars bæjar- stjórn Hafnar- fjarðarbæjar til að ræða lausnir á greiðslu erlends láns bæjarins. Bærinn segir að óvissa hjá fjármálastofnunum um túlkun á nýjum sveitarstjórn- arlögum hafi tafið endurfjár- mögnun. »2 Fulltrúar Depfa á leið til viðræðna  Skuldugir eru nýr áhættuhópur þegar kemur að áhrifum efnahags- þrenginga á líðan Íslendinga. Erf- iðleikarnir koma verr við þá sem höfðu stofnað til skulda fyrir hrun en þá sem eru atvinnulausir eða með lágar tekjur, segir Dóra Guð- rún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis. Lítið hafi verið rætt um þennan áhættuhóp sem þurfi að skilgreina betur. »2 Skuldugir nýr áhættuhópur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.