Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Fjárfestir leitar að góðum sölustjóra-meðeiganda til að kaupa með sér gott innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem tengist byggingariðnaði og hefur gengið vel í kreppunni. Viðkomandi verður að vera duglegur og heiðarlegur með góða samkiptahæfni og vera vanur sölustörfum á þessu sviði. • Sérhæfð ferðaskrifstofa sem hefur verið í miklum vexti á undanförnum árum óskar eftir framkvæmdastjóra og meðeiganda sem myndi eignast fyrirtækið allt þegar núverandi eigandi hættir vegna aldurs. Nýr framkvæmdastjóri þarf að hafa gott fjármálavit og skipulagshæfileika til að halda utan um fyrirsjáanlega stækkun fyrirtækisins. • Sérverslun í miðbænum með langa og góða rekstrarsögu. Ársvelta 100 mkr. • Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta 400 mkr. Góð framlegð. • Rótgróið og vel þekkt gólfefnafyrirtæki. Ársvelta 200 mkr. Góð afkoma og hagkvæmur lager. • Stórt hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík með glæsilegan bát. Mikill vöxtur milli ára og hægt að gera enn betur. • Rótgróið gistihús í miðbænum. 50 herbergi. Mjög góð afkoma. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kemur að því að nýta auglýs- ingamöguleika netsins virðist eins og íslensk fyrirtæki séu ekki alveg með á nótunum. „Ef við skoðum markaðs- starf á Íslandi kemur í ljós að hlut- deild netmiðla er aðeins um 5-6% en algengt er að sjá tölur í kringum 18- 25% í Skandinavíu og Vestur-Evr- ópu,“ segir Frosti Jónsson, ráðgjafi hjá Birtingahúsinu. Óvenjusterk dagblöð Nokkrar kenningar geta skýrt hvers vegna svona lítið fer fyrir markaðssetningu á netinu hjá þjóð sem oft hreykir sér af að vera fremst í flokki þegar kemur að netnotkun. „Ein skýringin er að við búum við óvenjusterka hlutdeild dagblaða á auglýsingamarkaði. Aug- lýsingamarkaðurinn á Íslandi er frá- brugðinn mörkuðum erlendis að því leyti að hlutdeild dagblaða er miklu hærri hér á landi eða í kringum 50- 60%. Þá staðreynd að dagblöðin taka mest til sín af veltunni á auglýsinga- markaðinum má skýra meðal annars með því að lestur þeirra er mjög mik- ill og miðillinn því freistandi ef ná þarf í stóran hluta markhópsins. Þessi mikli styrkur prentmiðlanna er svo á vissan hátt á kostnað annarra miðla,“ segir Frosti. „Önnur sennileg skýring er að okkur vantar tilfinnanlega gögn og upplýsingar um notkun innlendra vefmiðla, t.d. hversu vel þeir ná til ólíkra markhópa svo meta megi ár- angur auglýsingaherferða sem nýta sér þessa miðla. Við sjáum að á mörk- uðum erlendis hafa auglýsendur og birtingaaðilar úr meiri og ítarlegri gögnum að moða þegar verið er að vega og meta kosti vefmiðla gagnvart öðrum auglýsingamiðlum eða meta vægi þeirra í birtingaplönum sem nýta aðra miðla samhliða. Á Íslandi er það í mörgum tilvikum alveg óráðið fyrir auglýsandann hvað hann getur fengið út úr því að fjárfesta í auglýs- ingu hjá netmiðli.“ Þeir litlu leiða þróunina Enn einn áhrifavaldurinn kann að snúa að auglýsingabransanum al- mennt; að bæði auglýsingastofur og auglýsendur séu fullíhaldssöm. „Þetta er geiri sem virðist ekki sérlega fljót- ur að bregðast við og nýta sér nýja tækni og tækifæri. Ég held að það megi færa ágæt rök fyrir því að nýj- ungar á auglýsingamarkaðinum hafi frekar verið drifnar áfram af litlum hugmyndaríkum „digital“-stofum sem hafa gert sér grein fyrir mögu- leikum sem liggja í netinu þegar kem- ur að markaðssetningu og tileinkað sér þekkingu og tækni til að ná mæl- anlegum árangri. Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir nú, og það á jafnt við um birtingahúsin, auglýs- ingastofurnar og auglýsendur, er að samhæfa betur markaðssamskiptin svo við nýtum kosti eiginlega allra þeirra miðla sem við þurfum að nota til að ná árangri.“ Frosti segir vanráðið að gefa netinu ekki betri gaum í markaðsstarfi. Net- ið sé mikilvægur hluti af miðlanotkun almennings og mikilvægur hlekkur í samspili ólíkra auglýsingamiðla. „Það er t.d. raunin að stór hluti þeirra sem sitja heima og horfa á sjónvarpið er um leið með fartölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu við höndina. Ef þetta fólk sér sjónvarpsauglýsingu sem vekur áhuga er það um leið farið að leita nánari upplýsinga á netinu og þá er mikið tækifæri sem glatast ef neytandinn grípur í tómt eða það sem verra er, hann endar hjá samkeppnisaðila. Fyr- irtæki verða að huga að þessu samspili milli ólíkra miðla og gera sér grein fyrir afleiðingunum, eða tækifærunum sem þau fara á mis við, ef þau gera það ekki,“ segir hann. „Þá er netið einstakur auglýs- ingamiðill hvað snýr að möguleikum til að mæla árangur og svörun og fínskerpa þannig herferðir svo þær skili sem mestum árangri. Hér eigum við töluvert langt í land ef við berum okkur saman við nágrannalöndin, a.m.k. hvað snýr að auglýsingabirt- ingum á innlendum vefmiðlum. Ef við horfum til íslensku vefmiðlanna þá höfum við t.d. litla sem enga stjórn á að stýra inntaki auglýsinga eftir áhugasviðum þess hóps sem við vilj- um ná í.“ Vandað samspil En eins og með allt auglýsingastarf segir Frosti að netið sem miðill sé ekki nein töfralausn. Auglýsendur verði að gera sér góða grein fyrir hver markmiðin eru, til hverra á að höfða og eftir hverju er verið að leita – og síðan velja rétta miðilinn eða miðlana og framsetninguna til að ná þeim markmiðum. „Og gleymum því ekki að netið er ekki bara einn miðil, heldur margir miðlar með ólíkum styrkleikum, veikleikum og mögu- leikum,“ bætir Frosti við. „Auglýsendur verða að huga vand- lega að samhæfingu ólíkra miðla í markaðssamskiptum sínum hvort sem um er að ræða sjónvarp, útvarp, dagblöð, net eða útimiðla en huga líka að eigin miðlum eins og heimasíðu eða almannatengslum. Ólíkir miðlar örva skilningarvit fólks með mismunandi hætti og með því að nýta sér eigin- leika ólíkra miðla – netsins þar á með- al – aukast líkurnar á að við náum at- hygli fleiri innan markhópsins á hagkvæmari máta auk þess sem það er líklegt til að skila sér í aukinni eft- irtekt og vonandi betri árangri.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Virkni „Við sjáum að á mörkuðum erlendis hafa auglýsendur og birtingaaðilar úr meiri og ítarlegri gögnum að moða þegar verið er að vega og meta kosti vefmiðla gagnvart öðrum auglýsingamiðlum eða meta vægi þeirra í birt- ingaplönum sem nýta aðra miðla samhliða,“ segir Frosti og bætir við að netið búi yfir einstökum eiginleikum. Þarf að gefa netinu gaum í markaðsstarfi Spjald Netið er orðið stór hluti af miðlanotkun almennings. Heima í stofu horfir fólk oft á sjónvarpið með tölvu við höndina.  Frosti Jónsson segir íslenska auglýsendur vanmeta netið sem auglýsingamiðil  Skýrist m.a. af óvenjusterkum dag- blöðum og skorti á gögnum um áhrif vefmiðla  Netið mikil- vægur hlekkur í samspili markaðssamskipta yfir ólíka miðla Allt stefnir í að Virgin Money muni hafa betur í slagnum við fjárfestingafyrirtækið NBNK um kaup á bankanum Northern Rock. Sunday Times segir von á að banki Bransons muni bjóða einn milljarð punda í Northern Rock, sem verið hefur í eigu breska rík- isins í kjölfar björgunaraðgerða árið 2008. Sunday Times hefur eft- ir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja vel til söluferlisins að tilboð Virgin njóti meiri velvilja. Heildarkostnaður breska rík- isins við björgunina á sínum tíma var 1,4 milljarðar punda, svo gangi tilboð Virgin Money eftir mun tap skattborgara af Northern Rock vera 400 milljónir punda, eða um 73 milljarðar króna. Jafngildir það um 1.200 kr. á hvern íbúa Bretlands. Boð Virgin Money nýtur stuðn- ings bandaríska fjárfestisins Wil- burs Ross, fjárfestingasjóðs frá Abu Dhabi og stöndugs bresks líf- eyrissjóðs að því er WSJ greinir frá. ai@mbl.is Branson að eignast Northern Rock? Reuters Sleipur Viðskiptajöfurinn Richard Branson kemur víða við. Hann setti fjármálafyrirtækið Virgin Money á laggirnar árið 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.