Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í gær voru fyrstu lýðræðislegu kosningar arabíska vorsins haldn- ar í Túnis, en þar hófst einmitt hið svokallaða vor með fjöldamót- mælum í framhaldi af því að Mohamed Bouazizi brenndi sig til bana til að mótmæla spillingunni í landinu. Hann var götusölumaður sem var ofsóttur af lögreglunni og brenndi sig um miðjan desem- ber en lést þann 4. janúar. Mikil bylgja mótmæla kom í kjölfar andláts hans sem leiddu til þess að einræðisherrann Zinedine el Abidine Ben Ali flúði landið 14. janúar á þessu ári. Öfugt við hina blóðugu umbreytingu í Líbíu hef- ur umbyltingin í Túnis verið án mikilla blóðsúthellinga. Kosið var um 217 sæti á þingi sem mun koma á nýrri stjórnarskrá og nýrri ríkisstjórn til að stýra land- inu fram að næstu kosningum sem eru áætlaðar bráðlega. Ísl- amistahreyfingin Ennahda er lík- legust til að hafa sigrað í kosn- ingunum þótt það hafi ekki verið ljóst í gærkvöldi hvort hún náði meirihluta atkvæða eða ekki. Leiðtogi Ennahda, Rachid Ghannouchi, mætti mótmæl- endum þegar hann kom af kjör- stað sem hrópuðu að honum að hann væri hryðjuverkamaður og launmorðingi. Ghannouchi var í útlegð í London í 22 ár áður en hann kom aftur til Túnis í apríl síðastliðnum. Ghannouchi hefur gefið í skyn að hann muni virða lýðræðið og sagði daginn sögu- legan. Yfir 7 milljónir manns eru með kosningarétt og yfir 100 flokkar hafa boðið fram. Helsti keppinautur íslamistaflokksins er borgaraflokkurinn PDP sem er andstæðingur þess að tengja sam- an trúarbrögð og stjórnmál. Síðan einræðisherranum var komið frá hefur efnahagur Túnis farið hríðversnandi enda halda ferðamenn sig frá landinu á með- an óvissan um stjórn landsins er svo mikil. Reuters Íslamistinn Rached Ghannouchi sem er leiðtogi flokksins Ennahda. Lýðræðislegar kosningar í Túnis  Yfir hundrað flokkar í framboði í Túnis  Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fóru friðsamlega fram  Hógvær íslamistaflokkur líklegasti sigurvegarinn Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Óttast er að mörg hundruð manns hafi látist vegna jarðskjálfta sem var 7,2 á Richter í austurhluta Tyrklands rétt hjá borginni Van. Í gærkvöldi var þegar staðfest að um 70 manns hefðu týnt lífi þegar byggingar hrundu í kjölfar skjálftans. Sérstak- lega ríkir óvissa um afdrif fólks í bænum Ercis sem er rétt við landa- mæri Írans, en þar hrundu yfir 30 byggingar. Að sögn Mustafa Erdik hjá mæl- ingastöðinni Kandili er talið að í heildina hafi yfir þúsund byggingar skemmst. „Við teljum að nokkur hundruð hafi látist, það gætu verið 500, það gætu verið 1000,“ sagði hann við tyrkneska sjónvarpið. Tyrkneski hálfmáninn hefur sent björgunarsveitir á vettvang en er- lendri aðstoð hefur verið hafnað fram að þessu. Frekar kalt er á svæðinu og margir hafa misst heimili sín. Jarðskjálftar eru tíðir í Tyrklandi en nokkur brotabelti eru í landinu. 20 þúsund manns létu lífið árið 1999 þegar tveir öflugir skjálftar urðu í norðvesturhluta landsins. Yfir þúsund byggingar skemmdust í skjálfta Reuters Leitin Faðir grípur um andlit sér á meðan björgunarmenn reyna að bjarga syni hans úr rústum byggingar.  Stór jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og óttast er að hundruð manna hafi farist Hin nýja ríkisstjórn Líbíu lýsti yfir frelsi og sjálfstjórn fyrir framan mikinn fjölda fylgismanna sinna í Benghazi í gær, en einmitt þar hófst uppreisnin gegn ríkisstjórn Gaddafis í febrúar á þessu ári. Þáttaskil urðu í borgarastríðinu síð- astliðinn fimmtudag þegar Gaddafi var drepinn í heimaborg sinni, Sirte. Í framhaldi af því lýstu leið- togar hinnar nýju ríkisstjórnar yfir sigri í gær. Forsætisráðherra landsins, Mahmoud Jibril, sagði í samtali við blaðamenn að hann hefði frekar kosið að ná Gaddafi á lífi en sú hefði ekki verið raunin. Af myndböndum má ráða að hann hafi náðst á lífi en ekki er ljóst hvernig hann lést þótt fyrstu rannsóknir sýni að byssukúla í gegnum höfuð hans hafi verið banameinið. Uppreisnarmenn segja að hann hafi fengið kúluna í höfuðið í skotbardaga milli andstæðra fylk- inga en grunur er um að hann hafi verið tekinn af lífi af fylgismönnum hinnar nýju ríkisstjórnar. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar ósk- uðu einnig uppreisnarmönnum í Sýrlandi og Jemen velfarnaðar og hafa lofað kosningum í landinu í júní á næsta ári. Ánægja hjá NATO Leiðtogar á Vesturlöndum hafa fagnað árangri uppreisnarmanna og sagði utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, sigurinn sögulegan. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, fagnaði yfirlýs- ingu hinnar nýju ríkisstjórnar Líbíu og hvatti hana til sátta og sam- lyndis og óskaði þess að virðing fyr- ir mannréttindum yrði höfð í heiðri í nýrri sögu Líbíu. borkur@mbl.is Ný ríkis- stjórn lýsir yfir frelsi Líbíu Reuters Forsætisráðherrann Mahmoud Jibril fer fyrir ríkisstjórn Líbíu.  Mikill fögnuður vegna frelsisyfirlýs- ingar í Benghazi Í gærmorgun, sunnudaginn 23. október, hittust leiðtogar allra 27 landa Evrópusambandsins til að ræða skuldavandann á evrusvæðinu og þá sérstaklega vandræðin í Grikklandi. Í eftirmið- daginn var síðan haldinn annar fundur þeirra 17 landa sem hafa tekið upp evruna og var fund- arefnið hið sama. Forseti leiðtogaráðs Evrópu- sambandsins, Herman Van Rompuy, sagði eftir fundinn að samþykkt hefði verið að gerðar yrðu breytingar á stjórnarsáttmála sambandsins ef sýnt væri fram á nauðsyn þess til að ná sam- ræmi og aga í efnahagsmálum. Ekki voru allir jafn hrifnir af þeim hugmyndum að breyta ESB-sáttmálanum en Jean Asselborn, utanrík- isráðherra Lúxemborgar, sagði að með því opna aftur fyrir endurskoðun á Lissabon-sáttmálan- um, sem tók tíu ár að komast að samkomulagi um, væri verið að opna box Pandóru, sem gæti ógnað framtíð ESB. Bæði Von Rompuy og Merkel settu pressu á forsætisráðherra Ítala, Silvio Berlusconi. Mer- kel krafðist þess að Ítalir kæmu með trúverðuga áætlun um hvernig þeir hygðust draga úr skuld- um sínum og Van Rompuy sagði Ítali þurfa að sýna vilja til að leggja mikið á sig. Vaxandi ótti er um að Grikkir ráði ekki við skuldir sínar og viðbrögð markaða sýna að einn- ig er óttast að stærri efnahagskerfi á borð við Spán og Ítalíu lendi í sambærilegum vandræð- um. Þegar hefur verið gripið tvisvar til björg- unaraðgerða vegna Grikkja, auk þess sem Ír- land og Portúgal hafa fengið björgunaraðstoð. Nú er unnið að þriðja björgunarpakkanum fyrir Grikki, auk þess sem unnið er að lausn fyrir Spán og Ítalíu sem standa tæpt. Á laugardaginn hittust fjármálaráðherrar evrulandanna og gerðu með sér samning sem gerir bönkum kleift að verða sér úti um 100 milljarða evra til að vera viðbúnir frekara tapi á útlánum til hinna skuldugu landa. Vandi allrar Evrópu George Papandreou, forsætisráðherra Grikk- lands, segir að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða til að forðast að fjárhagsvandi Evrópu verði óviðráðanlegur. Það sé ljóst að fjárhags- vandinn sé ekki einkamál Grikkja heldur evr- ópskur vandi sem þurfi að takast á við sem fyrst. Umræður leiðtoganna snerust meðal annars um björgunarsjóð Evrópu sem Frakkar vilja að sé bundinn við Seðlabanka Evrópu, aðgerð sem gæti mögulega þýtt ótakmörkuð framlög. Þýskaland leggst eindregið gegn slíku og telja sumir að slíkt gangi gegn reglum ESB. Þriðji björgunarpakkinn fyrir Grikki  Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman í gær til að ræða skuldavandann á evrusvæðinu  Forsætisráðherra Grikklands segir mikinn skuldavanda landsins vera vanda allrar Evrópu Vandræði Stöðug fundahöld voru í Brussel yfir helgina vegna skuldavanda evruríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.