Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is I nga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru mikið áhugafólk um mat og matargerð og jókst sá áhugi þeirra til muna á námsárum þeirra í Frakklandi. Þau hafa nú gef- ið út glæsilega uppskrifta- og mat- argerðarbók, Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar. Þar leggja þau m.a. áherslu á virkari þátt fólks í matargerð og öflun hráefna. Heimilislífið hjá Ingu Elsu, Gísla Agli og tveimur dætrum þeirra, Telmu og Júlíu, mótast að stórum hluta til af árstíðabundinni matargerð. Þau eru miklir nátt- úruunnendur og leggja áherslu á að nota staðbundið hráefni úr nánasta umhverfi og rækta sjálf krydd- og matjurtir eftir föngum. Virðing fyrir hráefnunum Þegar þau voru við nám í Frakklandi í kringum 1990 eign- uðust þau Gísli Egill og Inga Elsa marga góða vini sem kynntu þeim franska matagerð og hefðir. „Við höfðum lengi haft áhuga á mat og matargerð og sá áhugi jókst til muna þegar við fluttum til Frakklands. Frakkar bera mikla virðingu fyrir öllu hráefni til matargerðar og ekki síst uppruna þess. Heimavinnsla á matvælum er algeng og er gert hátt undir höfði. Á mörkuðum víðsvegar um Frakkland bjóða stoltir bændur upp á osta, grænmeti, hunang, vín og aðrar krásir sem við getum því miður bara látið okkur dreyma um. Við höfum alltaf haft áhuga á þess- um lífsstíl og í bókinni segjum við frá okkar leið til að færa þessi gæði inn á heimilið. Við erum mikið útivist- arfólk og okkur þykir vænt um land- ið okkar sem er svo fallegt og gjöf- ult. Í okkar huga snýst þessi lífsstíll ekki síst um að njóta hráefnisins þegar það er ferskast og verka af- ganginn til síðari tíma. Maður fær t.d. ekki ferskara salat en sitt eigið sem maður sækir út í garð. Sama er að segja með kryddjurtirnar, stund- um vantar bara eina grein af rósm- aríni eða steinselju og þá er minnsta mál að sækja það út í garð, svalir eða glugga, frekar en að kaupa heila pakkningu sem eyðileggst í ísskápn- um,“ segir Gísli Egill. „Bókin okkar Lífsgæðin finnast á hverju strái Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru mikið áhugafólk um mat og matargerð og jókst sá áhugi þeirra til muna á námsárum þeirra í Frakk- landi. Þau hafa nú gefið út glæsilega uppskrifta- og matargerðarbók, Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar. Þar leggja þau m.a. áherslu á virkari þátt fólks í matargerð og öflun hráefna. Ljósmyndir/Gísli Egill Hrafnsson asd Áhugafólk Inga Elsa og Gísli Egill rækta kál, tómata og margt fleira. Forsvarskona vefsíðunnar mooky- chick.co.uk, Magda Knight, segir hana vera fyrir alvöru indí-stelpur sem gæli við jaðarinn og vilji lesa um eitthvað brakandi ferskt og skemmti- legt. Eitthvað öðruvísi en það sem er að finna á öðrum vefsíðum fyrir ung- ar konur. Efnisflokkarnir eru þó svipaðir en þarna má einnig finna bóka-, plötu- og kvikmyndagagnrýni og lesa sér til um femínisma og þekkta femínista. Á vefsíðunni er einnig að finna skemmtilega skilgreiningu á orðinu mooky. Segir að orðið sé hægt að nota yfir flest það sem manni finnst fyndið, öðruvísi, ævintýralegt eða veita manni innblástur. Ekki amalegt að geta notað eitt orð fyrir svo mörg lýsingarorð. Annað skemmtilegt eru góð ráð fyrir þær sem vilja klæða sig upp á gamla mátann, t.d. í alvöru rokkabillí-stíl. Vefsíðan www.mookychick.co.uk Klassískt Víða má í verslunum finna föt upp á gamla mátann. Brakandi ferskt rokkabillí Aldrei er góð vísa of oft kveðin og nú fer sá tími árs í hönd þegar margir verða slappir og leggjast í rúmið með flensu. Ýmislegt má reyna að gera til að styrkja ónæmiskerfið en engifer er t.d. talið afar öflugt til að berjast gegn kvefbakteríum. Í engifer eru ótal virk efni sem góð eru fyrir líkamann og það er þægilegt að það má nota á ýmsan hátt. Það er t.d. hægt að skera niður engi- fer og sítrónu í vatnskönnuna sína eða setja vænan bita í safa- vélina ásamt hollu og góðu græn- meti. Svo er líka hægt að drekka heitt og gott engiferte. Það er ósköp gott í auman háls. Endilega … Öflugt Engiferte er gott í auman háls. … munið eftir engiferinu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í lok september greindust tveir einstaklingar með Salmonella enteritidis á sýklafræðideild Landspít- alans, en við nánari athug- un kom í ljós að báðir aðilarnir höfðu tekið þátt í 40 manna matar- veislu í heimahúsi á höfuðborgar- svæðinu. Við rannsókn kom í ljós að meðal matfanga voru hollenskar andabringur, sem smyglað hafði verið til landsins. Bringurnar munu hafa verið framreiddar vel rauðar. Alls munu átta manns hafa veikst eftir veisluna. Frystar hráar bring- ur voru ennþá til og var Salmonella enteritidis staðfest í þeim. Baktería þessi er þekkt fyrir að valda mjög alvarlegum sýkingum í fólki og jafnvel dauðsföllum. Hér á landi greinist Salmonella enteritidis yfir- leitt í tengslum við ferðir fólks er- lendis en stöku tilfelli af innlendum uppruna greinast þó árlega. Þó skal minnt á umfangsmikla matarsýk- ingu sem kom upp fyrir nokkrum árum á Landspítalanum, þar sem nokkrir létust af völdum þessarar bakteríu og tengdist neyslu á rjómabollum. Uppruni þeirrar sýk- ingar var aldrei rakinn með fullri vissu. Matvælastofnun og sótt- varnalæknir vilja af þessu tilefni vekja athygli almennings, matvæla- fyrirtækja og matreiðslumanna á að hér er um alvarlegan atburð að ræða af eftirfarandi ástæðum. 1. Allur innflutningur á hráu kjöti er bannaður samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Ofangreindur innflutningur er því lögbrot. Heimilt er að sækja um leyfi til innflutnings og þegar und- anþáguheimild er veitt þá er þess gætt að öll vottorð fylgi með sem staðfesta að sjúkdómsvaldandi ör- verur fyrir menn og dýr séu ekki til staðar í kjötinu. 2. Það eru gömul sannindi og ný að allt fuglakjöt á að gegnumsjóða eða steikja vel til að tryggja eyð- ingu sjúkdómsvaldandi örvera sem gætu leynst í kjötinu. Það tilfelli sem hér um ræðir er staðfesting á þessu. Við þurfum öll að standa saman um að gæta góðrar heilsu manna og dýra. Um næstu mánaðamót tekur ný matvælalöggjöf að fullu gildi hér á landi. Í henni kemur fram áfram- haldandi bann við innflutningi á hráu kjöti, en áfram verður hægt að sækja um undanþágur til inn- flutnings. Matvælatvælastofnun og sóttvarnalæknir leggja því áherslu á að allir virði þessar reglur og vek- ur athygli á því að slíkt bann gildir einnig um egg og ógerilsneyddar mjólkurafurðir, svo sem osta unna úr ógerilsneyddri mjólk. Ferða- menn sem koma til landsins með soðin matvæli, þar sem staðfest er á umbúðum að varan hafi hlotið til- skilda hitameðferð, þurfa ekki að framvísa sérstökum vottorðum vegna vörunnar og er innflutningur hennar þá heimill að uppfylltum þessum skilyrðum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá embætti landlæknis. Örugg matvæli allra hagur Matarsýking vegna neyslu á smygluðu kjöti Morgunblaðið/Golli Önd Allur innflutningur á hráu kjöti til landsins er bannaður samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.