Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Faðir minn og vinur. Ég var rétt í þessu að taka upp símann til að hringja í besta pabba og vin í heimi. Þú svaraðir ekki. Ég er enn í afneitun þrátt fyrir að hafa verið viðstaddur þegar þú kvaddir þennan heim og hvarfst á fund pabba þíns sem lést þegar þú varst 13 ára. Ég fékk þó að njóta þín í 47 ár en af eigingirni hefði ég viljað hafa þau fleiri. Það er engin fyrirmynd betri en þú. Mann- gæsku og virðingu lærði ég af þér. Ég hef á minni lífsleið reynt að fylgja þinni sýn á náungann, bera virðingu fyrir öllum og sýna sam- hug. Ég vona að mér hafi tekist það að nokkru leyti. Þú mótaðir mig og ég er stoltur sonur þinn. Sem kennari og leiðsögumaður varstu elskaður og ekki furða því þolinmæði þín og innsæi lét öllum líða vel. Þú varst og ert æði. Ég mun aldrei sleppa minningunni um þig. Það er af mörgu að taka á minningavegi okkar feðga. Þær eru nær allar góðar. Það væri óvirðing við þig að skjalla okkur feðgana í sífellu en við erum þó nokkuð góðir þrátt fyrir nokkra smágalla. Hér eru þrír litlir sögu- útdrættir sem eru byggðir á sönn- um atburðum. Þú og ég í aðalhlut- verkum; mæður, bræður, frændur, félagar, Benny Good- man og túristar almennt í auka- hlutverkum. Bumbutrampólínið: Einu sinni var lítill strákur sem gat ekki borðað kókosbolluna sína því hon- um var flökurt eftir að hafa heyrt riflildi á milli foreldranna. Hann kom að svefnherberginu og bað um að fá að sofa á milli þeirra, biðja til guðs og nota bumbu pabba síns sem trampólín fyrir puttana sína. Þau brostu öll og fóru að sofa á meðan puttarnir fóru þrefalda skrúfu, flikkflakk og heljarstökk á bumbunni hans pabba. Rauðu klossarnir: Litli strák- urinn á rauðu klossunum var óvenju hamingjusamur þennan dag. Pabbi var að koma heim eftir langa ferð með túrista um hálend- ið. Strákurinn var svo heppinn að búa í Laugarnesinu og því gat hann hlaupið á klossunum niður á tjaldsvæðið í Laugardal og séð þegar pabbi hans kom útitekinn og skælbrosandi til byggða. Eftir að hafa kvatt ánægða ferðalanga með ljósmyndum og knúsi var far- ið á Hressó og keyptur sjeik til að fagna heimkomunni. Súkkulaðiplatan: Við bræðurn- ir vorum allir sendir í sveit og ánægðir með það, enda eðalfólk og frændmenni sem þar var að finna. Sumar eitt var ákveðið að fara hringferð. Með í för var átta rása kassetta, súkkulaðiplata Chicago- sveitarinnar og spiluð í viður- kenndu kassettutæki. Eftir að hafa keyrt frá Flókadal í átt að Akureyri fauk kassettan með stæl út um gluggann í Vatnsdal, rétt eins og fiðrildi, og lenti nánast á höfði Benny Goodman sem var þar við veiðar. Þannig rótast upp minningarn- ar pabbi minn, en ekki hafa áhyggjur af okkur systkinunum. Við stöndum saman og heiðrum minningu þína alltaf. Við höfum þjappað okkur saman í sorginni undir þínum formerkjum sem eru þau fallegustu í heimi – góð- mennska með smáskvettu af húm- or. Allt það góða sem er til í mér kemur frá þér. Halldór Bjarnason ✝ HalldórBjarnason fæddist í Freder- ikshavn á Jótlandi 15. nóvember 1940. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 7. októ- ber 2011. Útför Halldórs fór fram frá Dóm- kirkjunni 19. októ- ber 2011. Ég mun hringja aftur og aftur elsku pabbi. Kannski er ég með vitlaust númer en það skiptir ekki öllu. Ég elska þig. Þinn sonur, Lárus (Lalli). Þau verða ekki fleiri hlýju faðmlögin hans Dóra frænda að sinni. Ég kynntist Dóra frænda þeg- ar hann kenndi mér í Hagaskóla. Hann var mér alltaf afar góður og hlýr, vissi að frænka hans var sjúklingur og trúlega hef ég grætt á því. Seinna kynntist ég Dóra þegar við vorum bæði starfandi í ferða- geiranum, þá var hann kominn með sama sjúkdóm og ég. Þegar ég kom til kennslu í Hagaskóla tók hann á móti mér og að sjálfsögðu með opinn faðminn. Við gátum tal- að um okkar kynni af þeim erfiða sjúkdómi sem við bæði gerðum allt til að sættast við. Það var oft á tíðum erfitt þó svo að við vissum að við gætum ekkert annað. Við ræddum oft um líðanina, og aðstæður í kring um okkur. Það eru nefnilega svo margir sem vita allt um okkar förunaut, jafnvel miklu meira en við vissum. Þótt fáir átti sig á því drepur sykursýki okkur hægt og rólega og það er alls ekki fylgikvillalaust þótt orðin séu ekki mörg sem um það eru höfð. Mig langar að kveðja hann Dóra frænda með orðum séra Pét- urs Þórarinssonar, sem sjúkdóm- urinn herjaði einnig á: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Þegar Dóri elsku föðurbróðir minn er fallinn frá er erfitt að meðtaka að hann, sem var svo full- ur af lífi og kærleik, sé farinn. Ég kveð hann með miklum söknuði. Það er sárt að fá ekki að hafa hann lengur með okkur, en samt ber að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Hann var ein- stakur maður. Í Dóra sannaðist boðskapurinn að „kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“. Kærleiksríkari mann hef ég ekki hitt. Dóri hafði alveg einstak- an húmor sem gat verið alveg kol- svartur. Það var því aldrei langt í hláturinn þegar hann var nálægt eða notalegheitin hvort sem hann stoppaði til að fá spjall, kaffi og ristað brauð eða kom í léttan reið- túr með okkur pabba. Stundirnar í hesthúsinu voru óteljandi og allar dásamlega skemmtilegar í minningunni. Skemmtilegast fannst mér þegar við Dóri gerðum góðlátlegt grín að pabba þegar hann sá ekki til eða gáfum hvort öðru auga þegar okk- ur fannst pabbi vera eitthvað að fara fram úr sér. Sem var auðvitað alloft! Yfirleitt reið pabbi töluvert á undan og ræddum við Dóri þá allt milli himins og jarðar. Alltaf fann ég hlýjuna og vel- viljann frá Dóra og ég fann að honum þótti vænt um mig. Ég vona að hann hafi vitað hvað mér þótti vænt um hann og þykir enn. Ég mun geyma minningarnar um Dóra í hjarta mínu á meðan ég lifi. Minningu Dóra er ábyggilega best haldið uppi með því að til- einka sér boðskap kærleikans og umfram allt að hafa húmor fyrir þessu blessaða lífi sem er svo hverfult. Marín Hergils Valdimarsdóttir. Bilið milli lífs og dauða er stundum stutt. Skyndilegt fráfall Dóra frænda var mikið áfall og það er erfitt að sætta sig við þá napurlegu staðreynd. Það verður ekki fyllt í það skarð sem Dóri skilur eftir sig en eftir stendur minning um kæran frænda og góðan vin. Ég naut þeirra forréttinda að vera í miklum samskiptum við Dóra í gegnum Valdimar (Lúkka) föður minn og uppeldisbróður Dóra. Þrátt fyrir að vera ekki blóðskyldir voru pabbi og Dóri ákaflega nánir og góðir vinir í lífi og leik – ekki síst í gegnum hesta- mennskuna sem var sameiginlegt áhugamál þeirra. Hestar voru stór hluti af lífi Dóra. Minnisstæðar eru hesta- ferðir í Borgarfjörðinn og alltaf var Dóri jafn léttur og skemmti- legur ferðafélagi. Hann ræktaði hross undan uppáhaldshryssun- um sínum um tíma og spáði mikið og spekúleraði í ættum hrossa út frá geðslagi og ganghæfileikum. Dóri var ávallt vel ríðandi og átti mikla gæðinga í gegnum tíðina. Winston, Fífa, Dreyri og fleiri snillingar koma upp í hugann. Eftirminnilegur hestur úr ræktun Dóra var leirljós, stór og fasmikill foli undan Fífu. Ekki vildi betur til en svo að Dóri datt eitt sinn af þessum glæsilega leir- ljósa hesti og lærleggsbrotnaði. Það er dæmigert fyrir húmor Dóra fyrir sjálfum sér og lífinu að hesturinn gekk eftir það undir nafninu Leggjabrjótur. Hin síðari ár einkenndist hesta- mennska Dóra meira af kaffi- stofuspjalli í hesthúsinu. Hann hafði mikla ánægju af því að koma í hesthúsið og snudda í kringum hrossin og spjalla við þau. Stund- um voru barnabörnin með í för og ekki leyndi sér að hann var ákaf- lega stoltur af öllum sínum flottu afkomendum. Persónutöfrar Dóra áttu sér engin takmörk. Frábær húmor, ljúfmennska og hlýlegt viðmót gerðu það að verkum að hann hafði einstaklega þægilega nær- veru. Það var ávallt gaman að hitta Dóra og alltaf var mikið hlegið í æðruleysi að öllu og engu sérstöku. Guð blessi minninguna um dásamlega Dóra. Guðrún Hergils Valdimarsdóttir. Elsku afi okkar. Elsku hjartans gullið mitt, sagðir þú alltaf við okkur þegar þú knúsaðir okkur. Að þú sért farinn og að við munum aldrei heyra þig segja þetta við okkur aftur er svo sárt. Þú kenndir mörgum af okkur vinum og kunningjum í Hagaskóla og fengum við oft að heyra frá þeim hvað þú varst frábær. Vor- um við stolt að segja þeim að þú værir afi okkar. Þú ert án efa besti maður sem við höfum kynnst. Margar góðar minningar eig- um við um þig en við erum ein- staklega þakklát fyrir ferðina sem við fórum í fyrra á 70 ára afmæl- inu þínu. Þá hittust öll börnin þín og barnabörn uppi í sveit og hrúg- uðum við okkur inn í herbergi til þess að koma þér á óvart. Þegar þú opnaðir dyrnar og sást okkur kom ómetanlegur svipur á þig og þú varst svo glaður að við værum öll komin saman til þess að hafa gaman með þér. Þetta var frábær helgi og munum við aldrei gleyma þessari ferð. Þú fórst svo skyndilega og það er svo margt sem okkur langar að segja þér. Við erum samt svo rosalega ánægð að hafa verið partur af lífinu þínu og munt þú alltaf eiga stóran og góðan stað í hjarta okkar. Elskum þig af öllu hjarta og þín verður sárt saknað. Ylfa, Antonía og Viktor. ✝ Guðrún Gunn-arsdóttir (Lilla) fæddist í Hofgörð- um í Staðarsveit, Snæfellsnesi 13. september 1937. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarhlíð 23. september 2011. Foreldrar hennar voru Gunnar Ás- geirsson, f. 6. októ- ber 1910 á Ytri-Tungu í Stað- arsveit, Snæfellsnesi, d. 25. apríl 1987 og Laufey Karlsdóttir, f. 9. júní 1912 í Hafnarfirði, d. 16. ágúst 2006. Systkini hennar voru: 1) Karl Svanhólm Þórð- arson, f. 23. janúar 1934, maki Ingibjörg Sölvadóttir, 2) Bjarndís Gunnarsdóttir, f. 30. mars 1943 og 3) Sigvaldi Gunn- arsson, f. 10. júní 1945, maki Sigurlaug Garðarsdóttir. Guðrún giftist 5. apríl 1961 Stefáni Kjartanssyni, f. 1. nóv- ember 1934 í Bjólu, Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Kjartan Jóhannsson janúar 1996 og d) Stefán Hauk- ur, f. 6. maí 2004. 4) Hilmar, f. 8. sept. 1967, maki Íris Dóra Unn- steinsdóttir, f. 26. mars 1966. Börn þeirra eru: a) Hildur, f. 1. júlí 1991, b) Andri Steinn, f. 13. júlí 1993 og c) Freyja Rún, f. 8. mars 2000. Guðrún og Stefán bjuggu lengi á Akranesi þar sem Guð- rún var uppalin. Guðrún var á þeim tíma heimavinnandi og sá um börnin fjögur ásamt því að taka að sér matráðskonustörf hjá Vegagerðinni á sumrin. Síð- ar eftir að Stefán tók að sér stöðu umdæmisstjóra Vega- gerðarinnar í Rangárvallasýslu flutti fjölskyldan til Hvolsvallar og vann Guðrún þar við almenn verslunarstörf hjá Kaupfélagi Rangæinga. Guðrún og Stefán bjuggu á Hvolsvelli til ársins 1998 en þá fluttu þau í Kópalind í Kópavogi og vann Guðrún síð- ustu starfsárin í mötuneyti áhaldahúss Kópavogsbæjar. Guðrún var jarðsungin frá Digraneskirkju 30. september 2011. og Guðfinna Stef- ánsdóttir. Börn Guðrúnar og Stef- áns eru: 1) Gunnar Leifur, f. 28. júní 1956, maki Þórunn Ásgeirsdóttir, f. 6. október 1958. Börn þeirra eru: a) Sam- úel Jón, f. 11 maí 1975, maki Re- bekka Helen Karls- dóttir, b) Rakel Björk, f. 5. mars 1980, maki Sig- urbjörn Guðmundsson og c) Guðrún, f. 5. maí 1985. Barna- börn Gunnars og Þórunnar eru sex. 2) Guðfinna, f. 31. október 1957, maki Helgi Harðarson, f. 18. mars 1957. Börn þeirra eru: a) Stefán Davíð, f. 7. apríl 1977 og b) Dröfn, f. 22. mars 1984, maki Sigurður Valsson. Guð- finna og Helgi eiga eitt barna- barn. 3) Hreinn, f. 18. júní 1964, maki Sveinbjörg Pálmarsdóttir, f. 3. nóvember 1962. Börn þeirra eru: a) Hinrik Már, f. 6. janúar 1989, b) Aðalheiður, f. 16. mars 1990, c) Harpa Guðrún, f. 21. Með miklu þakklæti í huga vil ég minnast Lillu tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Hjól lífsins snúast hratt og að mörgu er að huga í dagsins önn. Að eiga gott bakland í lífshlaupinu er mikilvægt og til Lillu var svo sannarlega alltaf gott að koma. Þegar á fyrstu dögum í búskap nutum við góðs af hugulsemi Lillu sem saumaði og prjónaði á frum- burð okkar og sá til þess að óreyndir foreldrar hefðu það sem til þurfti. Henni var umhugað um að vel færi um nýju fjölskylduna og færði okkur góða hluti í búið. Síðar á námsárum í Svíþjóð glöddu svo pakkarnir frá Lillu sem oft innihéldu falleg föt á ömmubörnin og íslenskt góðgæti. Í heimsóknum okkar til Íslands var Hvolsvöllur endastöðin og þar stóð hús Lillu og Stebba alltaf op- ið. Lilla sá þá um að vel færi um gestina og var ekkert til sparað. Í hugum eldri barna okkar voru jól- in á Hvolsvelli ævintýri líkust. Góði jólamaturinn hennar ömmu, stórfjölskyldan saman komin og mikil jólastemning. Meira að segja „alvöru“ jólasveinar vapp- andi á milli húsa. Margar góðar minningar koma einnig upp í hug- ann frá heimsóknum ömmu og afa til Svíþjóðar. Þá var flækst um til næstu bæja og landa og hvers- dagstilveran brotin upp. Seinna þegar heim til Íslands var komið sameinuðu svo kaffiboðin hjá Lillu stórfjölskylduna. Þar hittust frændur og frænkur og spjölluðu yfir krásunum hennar. Enginn bakaði eins góðar kleinur og amma Lilla og sumarbústaðaferð- inni var alltaf borgið hjá börnun- um ef kleinubox frá ömmu var með í ferðinni. Fyrir allt þetta viljum við þakka Lillu sem lagði ekki mikið upp úr því að standa í sviðsljósinu en gaf sig alla í að styðja við sitt fólk. Við minnumst Lillu sem glæsilegrar konu sem alltaf var vel tilhöfð. Hún var rösk og iðin og alltaf var stutt í glettnina hjá henni. Lilla hafði gaman af því að hafa fínt í kringum sig og fallegu útskornu húsgögnin hennar og glæsilegi borðbúnaðurinn mun alltaf minna okkur á hana. Lilla hafði áhuga á list og listmunum og sótti námskeið í teikningu og vatnslitun sér til ánægju á efri ár- um. Fallegar myndir sem hún málaði prýða nú veggi afkom- enda. Ég kveð Lillu með söknuði en eftir standa minningar um góða tengdamömmu og ömmu sem áfram lifa með okkur. Hugur minn á þessum erfiðu tímum er ekki síst hjá tengdaföður mínum sem misst hefur elskulegan lífs- förunaut. Hvíl þú í friði, elsku Lilla. Takk fyrir mig og mína. Þín tengdadóttir, Sveinbjörg. Elsku Lilla amma. Nú er komið að kveðjustund eftir löng og erfið veikindi. Margar góðar minningar koma í hugann þegar við hugsum til baka um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo yndisleg, góð og hvetj- andi á allan hátt. Við þökkum fyr- ir alla frábæru tímana sem við átt- um saman og kveðjum þig með söknuði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín barnabörn, Hildur, Andri Steinn og Freyja Rún. Nú hefur mín kæra vinkona kvatt þetta jarðlíf og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún var trygg og ljúf, sönn vinkona. Margar góðar minningar á ég um hana sem munu geymast mér í huga. Við áttum margar skemmtilegar og ljúfar stundir saman, bæði sem vinnufélagar og vinkonur. Mikið sem við gátum oft hlegið saman. Margt spaugilegt gerðist í ferðum okkar saman, t.d. eru Selfossferð- irnar mér ofarlega í huga, eða Akranesferðirnar, ekki voru þær síðri. Sérstaklega ferðin sem við fórum og ætluðum að heimsækja nöfnu mína í sumarbústaðinn hennar. Festum bílinn og þú varðst að labba að næsta bæ og fá aðstoð. Varst ekki í réttum skó- fatnaði og fékkst gönguskóna mína sem voru auðvitað allt of litl- ir. Við vorum nú ekki hressar yfir þessu meðan á því stóð, en þegar við komust að því að enginn var í bústaðnum gátum við ekki á okk- ur setið og hlógum vel og lengi. Og oft var glatt á hjalla hjá okkur í vinnunni. Þegar þú varst að kenna mér að vigta upp græn- metið og allt fór út um allt hjá mér. Það eru ótal minningar sem eru í huga mér og munu ávallt verða þar. Það var gott að leita til þín bæði í leiða og til upplífgunar. Við gátum alltaf talað saman um ýmis málefni. Höfðingi varstu heim að sækja og alltaf var okkur vel tekið hjá ykkur hjónunum. Þó við höfum ekki getað hist mikið nú síðustu ár, út af þínum veikindum, ertu ætíð mér ofarlega í huga. Það er ekki öllum gefið að geta gefið af sér sanna vináttu. Mínar þakkir ávallt áttu, elsku Lilla mín. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki auga sem glaðlega hlær, hlýju í handartaki hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálar sjóði sakleysi, fegurð og yl. Sigríður K. Þorsteinsdóttir, Hvolsvelli. Guðrún Gunnarsdóttir Ætli það hafi ekki verið snemma í 4. bekk í MA, sem leiðir okkar Rósu lágu saman. Ég vissi að mæður okkar höfðu talað sam- an og lagt á ráðin – mér til heilla – því það varð til þess að ég eign- aðist Rósu að vinkonu og að við lærðum saman árin sem eftir voru í MA. Við tókum okkur hlé og fórum í molakaffi á Hótel KEA, þar sem oftast var hægt að Rósa Margrét Steingrímsdóttir ✝ Rósa MargrétSteingrímsdóttir fæddist á Siglufirði 7. desember 1930. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 3. október 2011. Útför Rósu fór fram frá Dómkirkj- unni 12. október 2011. hitta bekkjarsystkin- in. Þar var rabbað um allt mögulegt og sum- ir reyndu að leysa lífgátuna. – Góð sam- kunda! Aldrei urðum við vinkonurnar ósáttar á lífsleið okk- ar sem var eðlilega á ýmsan veg. Ég heimsótti Rósu í sumar þar sem hún var komin á Grund. Fór með myndir frá okkar gömlu góðu dögum. Þar var ennþá sama ljúfa stúlkan eins og forðum. Nú er hún horfin úr þessum jarðlífi – en ég mun ætíð minnast hennar sem minnar kæru mann- kostaríku vinkonu, sem ég var svo lánsöm að eiga að í mörg ár – eða öllu heldur áratugi. Blessuð sé hennar minning. Vilhelmína Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.