Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1.City niðurlægði meistarana 2.Ekki giftast manni sem getur… 3. Tvíburar ólu börn sama dag 4. Fréttaskýring: Gjaldþrot »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fimmta breiðskífa bresku hljóm- sveitarinnar Coldplay, Mylo Xyloto, kemur út í dag og hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Hún var tekin upp í yfirgefinni kirkju og Brian Eno stýrði upptökum. »29 Ljósmynd/Sarah Lee - Eyevine Fimmtu skífu Coldplay vel tekið  Bleik kvenna- kvöld verða haldin á vegum Krabba- meinsfélags Ís- lands í vikunni, fyrst í menningar- húsinu Hofi á Akureyri á mið- vikudag og síðan í Hörpunni í Reykjavík á fimmtudag. Margir þekktir listamenn skemmta þá gest- um. Þetta er í fyrsta skipti sem bleika boðið er haldið á Akureyri. Bleik boð haldin í Hofi og Hörpu Hljómsveit Eddu Borg á tónleikum Á þriðjudag Austan 8-13 m/s, en norðaustlægari á vestanverðu landinu. Víða rigning og sums staðar slydda í innsveitum framan af degi. Hlýnandi, hiti 4 til 10 stig síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og norðan 8-15 m/s, hvassast austanlands. Lítilsháttar él norðaustantil, en léttskýjað syðra og vestantil. Hvessir austast í kvöld með slyddu og síðar rigningu. VEÐUR „Þetta er sorgleg niður- staða. Við gerðum alltof mörg einföld mistök í síð- ari hálfleik í sóknar- leiknum,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, lands- liðskona í handknattleik, eftir að íslenska landsliðið tapaði fyrir Úkraínu, 21:20, í Laugardalshöll í undankeppni Evrópumóts- ins í gær. Eftir byr í fyrri hálfeik snerust vindarnir í þeim síðari. »4 Sorgleg niðurstaða Ítalinn Mario Balotelli bindur bagga sína ekki sömu hnútum og sam- ferðamennirnir og aðfaranótt laug- ardags, einum og hálfum sólarhring fyrir stærsta leik tímabilsins hingað til í ensku úrvalsdeildinni, ákvað hann að eyða í að sprengja flug- elda með vin- um sínum inni á klósetti með þeim afleiðingum að eld- ur kom upp í húsinu. Hann hélt flug- eldasýningunni áfram á Old Trafford í gær þegar Man- chester City kjöldró meistarana og granna sína. »7 Flugeldasýning Balo- tellis hélt áfram í gær Stjórn knattspyrnudeildar Grindavík- ur samþykkti á fundi í gær að hefja formlegar samningaviðræður við Guðjón Þórðarson um að hann taki við þjálfun liðsins í Pepsi-deild karla. Grindvíkingar vonast til að ganga frá málum um mánaðamótin eða um leið og Guðjón snýr til baka úr fríi frá Flórída sem verður innan nokkurra daga. »1 Grindvíkingar færast nær Guðjóni Þórðar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Fólk sem kemur og stendur í röð í marga klukkutíma til þess að fá mat þarf virkilega á því að halda,“ segir Hollendingurinn Ferdinand Leferink. Hann situr í stjórn hol- lensku góðgerðarstofnunarinnar Vörðu (Varda) sem hefur styrkt Fjölskylduhjálp Íslands um þrjú þúsund evrur árlega, sem sam- svarar 500 þúsund krónum, síðustu fjögur ár. Nýjasti styrkurinn var afhentur á fimmtudag. „Okkur fannst það falleg hugmynd að hjálpa þessu fólki, það er ekki flóknara en það.“ Leferink hefur setið í stjórn Vörðu frá árinu 1993 en hans aðal- starf er fjárfestingar og á hann raunar sitt eigið fjárfestingarfyrir- tæki. Leferink segir að Ísland og Hol- land séu ekki fátæk lönd en alltaf séu til hópar sem þurfi á aðstoð að halda. „Þegar kreppan byrjaði, um árið 2007, frétti ég af stofnunum eins og Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem styðja við þá hópa sem eiga erfitt.“ Varða styður um fimm verkefni á ári. Leferink telur að kreppan sé ekki tímabundin og muni vara næstu 10 ár. „Skuldir vestrænna landa eru gríðarlega miklar. Við eigum ekki nóg af peningum og ég sé það ekki fyrir mér að auðvelt sé að bjarga þeim með auðveldum hætti sem búa við fátækt,“ seg- ir hann. Styðja verkefni um allan heim Meðal þeirra verkefna sem stofn- unin styður er hollenskt heimili fyr- ir börn sem hafa misst foreldra sína, eða geta ekki búið heima hjá þeim lengur en Leferink bendir á að mikið hefur verið skorið niður í hollenska velferðarkerfinu. Önnur verkefni sem stofnunin hefur stutt eru barnaheimili í Bras- ilíu fyrir unglinga sem hafa misst foreldra sína og verkefni í Taílandi, Suður-Afríku og Kostaríku. Sterkar taugar til Íslands Einstaklingar í Hollandi gefa peninga til stofnunarinnar sem ákveður síðan hvaða verkefni eigi að styðja. Leferink segir að stofn- unin styðji oft verkefni þar sem tengsl eru til staðar og þau þekkja persónulega eitthvað til. Leferink á tvö börn með íslenskri konu en þau eru nú skilin. Leferink hefur því sterkar taugar til lands- ins. „Viljum hjálpa þessu fólki “  Hollensk góð- gerðarsamtök styrkja Fjöl- skylduhjálpina Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðgerðarstarfsemi Ferdinand Leferink situr í stjórn hollenskrar stofnunar sem styrkir Fjölskylduhjálp Íslands. „ Mín persónulega skoðun varð- andi Icesave-málið er að hvorki Íslendingar né Hollendingar beri ábyrgð á Icesave. Mér hefur allt- af fundist það vera rugl að öll Ice- save-skuldin verði greidd. Þeir sem lögðu sparifé sitt inn á Icesave-reikn- ingana vissu að þeir væru að taka mikla áhættu. Þegar maður tekur áhættu þá getur það haft afleiðingar. Ég er ekki sammála því að all- ir fái allt endurgreitt. Ég get al- veg skilið að Íslendinga langi ekki að borga þetta til baka, en það er ekki sanngjarnt heldur að láta hollenska skattgreið- endur greiða allt sjálfa. Ég tel að hollensk stjórnvöld hefðu aldrei átt að veita Landsbank- anum og Icesave bankaleyfi,“ segir Leferink. „Skil Íslendinga“ HVORUG ÞJÓÐIN BER ÁBYRGÐ Á ICESAVE  Hljómsveit söngkonunnar Eddu Borg kemur fram á tónleikum djassklúbbsins Múlans í Norræna húsinu á miðvikudag. Í hljómsveit- inni eru Sigurður Flosason saxófón- leikari, Björn Thor- oddsen gítarleikari, Þórir Baldursson píanóleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og Einar Scheving trommuleikari. VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.