Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað laugardaginn 26. nóv. 2011 –– Meira fyrir lesendur Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar. Jólagjafir Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Þessi ljósmynd af starfsmönnum Rafha hf í Hafnarfirði var tekin á 25 ára afmæli fyrirtækisins 1961 og birt þann 17. júlí sl. í Morgunblaðinu. Þá var óskað eftir því við lesendur að þeir gerðu vart við sig til að upplýsa um nöfn þeirra, sem eru á ljósmynd- inni. Einn aðili hafði samband og upplýsti um fjölmörg nöfn. Nú er skorað á fleiri lesendur að skoða þessa ljósmynd gaumgæfilega, sem tekin var í hádegishléi á sumardegi 1961 fyrir framan Rafha hf, og senda upplýsingar um nöfn þeirra sem upp á vantar til Magnúsar B. Brynjólfs- sonar, Hafnarstræti 20, 101 Reykja- vík eða með tölvupósti til mbb@sim- net.is. 1. Axel Kristjánsson 2. Brynjólfur Þorbjarnarson 3. Jón Hjörtur Jónsson 4. Emil Guðmundsson 5. Haraldur? 6. Óþekktur 7. Óþekktur 8. Jón Finnbogason 9. Páll Þorleifsson 10. Jón Sveinsson 11. Magnús Guðbjartsson 12. Sigurður Arnórsson 13. Alfreð Andersen 14. Sigurjón Gíslason 15.Sigurður Kjartan Brynjólfsson 16. Óþekktur. 17. Ásgeir Guðmundsson 18. Jón Sigurðsson 19. Óþekktur 20. Óþekktur 21. Óþekktur 22. Kristinn? 23. Óþekktur 24. Sigurður Ólafsson 25. Grímur Ársælsson, 26. Björgvin Stefánsson eða Garðar Svavarsson 27. Óþekktur 28. Tryggvi Kristinsson 29. Magnús Guðjónsson 30. Sæmundur Helgason 31. Garðar Erlendsson 32. Guðni Eyjólfsson 34. Kjartan Elíasson 35. Þóroddur Gissurarson 36. Páll Helgason 37. Óþekktur 38. Júlíus Sigurjónsson 39. Svavar Júlíusson 40. Gunnar Jónsson 41. Óþekkt 42. Andrés Gunnarsson 43. Gísli Hildibrandsson 44. Óþekktur 45. Óþekkt 46. Magnús Ögmundsson 47. Sveinn Ingvarsson 48. Guðfinnur Einarsson 49. Einar Jónsson 50. Óþekkt Ragnarsdóttir 51. Óþekkt 52. Óþekkt 53. Hrefna Árnadóttir 54. Ágúst? 55. Óþekktur 56. Silvía Hallsteinsdóttir 57. Skúli Hansen 58. Óþekkt 59. Óþekkt Sigurðardóttir Arnórs- sonar 60. Óþekkt 61. Guðmundur Jónsson 62. Ögmundur Haukur Guðmunds- son 63. Óþekkt 64. Kjartan Jónsson 65. Óþekktur Hver þekkir starfsmenn Rafha? Þeir eru nokkrir áratugirnir síðan við Jóhanna Sig- urðardóttir kynntumst. Þá vorum við í Al- þýðuflokknum, sem starfaði í nafni jafnaðar- mennsku eins og á að heita að Samfylkingin geri. Við Jóhanna höfum frá fyrstu kynnum verið góð- ir vinir og ég á ekki von á öðru en hún hlusti á mig, þótt við séum ekki samstiga í öllum málum. Það helsta sem skilur á milli er að ég vil ekki að þjóð mín borgi milljarða skuldir óreiðumanna sem Bretar og Hol- lendingar heimta að hún taki á sig. Eins er ég á móti því að sækja um aðild að ESB, bandalaginu sem þessar tvær þjóðir eru ráðandi í. Enda væri það að kóróna vitleys- una og mikið ábyrgðarleysi ráða- manna að setja svo fámenna þjóð í slíka hættu. Öllum á að vera ljós glundroðinn í ESB. Óreiðan í Grikklandi og Ítal- íu hefur breiðst út og gert banda- laginu erfitt fyrir og sett samstarf þjóðanna í hnút. Íslendingar voru reyndar hluti af vandræðunum, en hafa spjarað sig betur og fyrr út úr vandanum. Ég er óhræddur við að segja og gera það sem ég tel rétt. Jóhanna hafði sama hátt á í fyrstu. Hún ílentist í stjórnmálunum, ald- urinn færðist yfir og vaninn með. Nú er þessi langreynda stjórn- málakona komin á hálan ís í sam- skiptum við þjóð sína. Mér hefur komið í hug að fara til hennar í stjórnarráðið og ræða málin. Nú brosa eflaust einhverjir, en það veldur ekki áhyggjum. Það er nefnilega þannig með þetta líf okkar, að við öll hin erum líka á taflborðinu, ekki bara drottning og kóngur. Drottningin fellur ef hún spilar ekki með, eða ef hún lætur spila með sig. Hún á að vinna með okkar gáfaða og hugrakka forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hún yrði að manneskja meiri. Hann er búinn að spara þjóðinni ótalda milljarða og gífurlegt erfiði. Ég skora á hann að gefa kost á sér aftur. Ég vona að vinkona mín fari nú að róast. Láti ekki ergja sig þó að þjóðin hafi loks áttað sig á að stjórnmálamönnum er lítt treyst- andi. Mér þykir vænt um fólk, en viðurkenni að sumir hafa óþægi- lega nærveru þótt yfirborðið sé slétt og fellt. Hvað sem öðru líður geri ég það sem mér líkar best, sem er að umgangast fólk með virðingu. ALBERT JENSEN trésmiður. Jóhanna Sigurðardóttir – pólitík og vinátta Frá Albert Jensen Albert Jensen Lofa þú Drottin, sála mín. Ég las grein í Morgunblaðinu sem ber yfirskriftina „Trúin í skamm- arkróknum“. Þar kemur fram að borgarstjórn Reykjavíkur er búin að banna dreifingu á „boðandi kristnu efni“ í skólum borgarinnar. Reykvíkingar, hvar erum við stödd? Á að ræna börnin okkar kristindómsfræðslunni í skólum borgarinnar? Erum við kristin þjóð? Viljum við vera það áfram? Á fyrstu síðu Biblíunnar stendur „Biblían heilög ritning“. Þetta segir okkur að þetta sé boðskapur frá Guði til okkar mannanna barna, sem sagt leið- sögubók og þá má umfram allt ekki ræna börnin þessum boðskap. Hallgrímur Pétursson yrkir svo: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesús, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði, um landið hér, til heiðurs þér helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Er þetta áróður? Ég segi nei! Þetta er boðskapur kristinnar trúar. Á ekki að láta kristindóminn ganga fyrir í kristnu landi? GUÐBJÖRG S. SIGURJÓNSDÓTTIR. Lofa þú Drott- in, sála mín Frá Guðbjörgu S. Sigurjónsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.