Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 ✝ Torfi Sig-tryggsson fæddist á Akureyri 26. febrúar 1947. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 12. október 2011. Foreldrar hans voru Sigtryggur Guðbrandur Sím- onarson, f. 16. jan. 1915 í Ölversgerði, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, d. 4. ágúst 1997 á Ak- ureyri og kona hans Hrafnhild- ur Aðalsteinsdóttir, f. 5. sept. 1920 á Jórunnarstöðum, Saur- bæjarhreppi, Eyjafirði, d. 24. des. 2004. Systkini Torfa eru: Svanhildur, f. 12. júní 1948, Kol- finna, f. 11. ágúst 1950 og Jór- unn, f. 11. ágúst 1950, d. 25. júní 2002. Torfi giftist hinn 29. ágúst 1965 Hólmfríði Valgerði Jóns- dóttur, f. 19. des. 1944 á Ak- ureyri, frá Öndólfsstöðum í Reykjadal. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 3. maí 1965, gift Tryggva Arnsteini Guðmunds- syni, f. 28. jan. 1964. Börn þeirra eru Torfi Þór, f. 12. maí 1992, Thelma Rut, f. 17. apríl 1996 og Guðný Vala, f. 1. okt. 1998. Son- ur Guðrúnar með Starra Hjart- arsyni, f. 7. sept. 1963, er Daní- hann um rekstur Trésmiða- félags Akureyrar, sem hann veitti formennsku um nokkurra ára skeið. Að auki tók hann þátt í félagslegum störfum á sviði verkalýðshreyfingarinnar. Torfi kenndi á fjölda námskeiða um málefni lífeyrissjóða, tölvu- mál og bókhald og upp úr 1980 sinnti hann stundakennslu í tölv- unarfræðum við Námsflokka Akureyrar og Iðnskólann á Ak- ureyri. Haustið 1979 stóð Torfi fyrir því að á Akureyri voru haldin fyrstu almennu tölvu- námskeiðin sem haldin voru ut- an Reykjavíkur. Á árunum 1987 til 1989 starfaði Torfi við tölvu- væðingu lífeyrissjóða og var í nefnd þeirri sem stýrði hugbún- aðargerð innan Samtaka al- mennra lífeyrissjóða. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Reikni- stofu lífeyrissjóða og Hugbún- aðarfélags lífeyrissjóða. Í sept- ember 1989 flutti Torfi ásamt Hólmfríði og yngsta barni þeirra til Vestmannaeyja þar sem hann hóf störf hjá Lífeyr- issjóði Vestmannaeyja og starf- aði þar sem framkvæmdastjóri til dánardags. Útför Torfa verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 24. októ- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. el, f. 14. okt. 1987. 2) Kristinn Már, f. 10. júní 1968, kvæntur Sunnu Vil- borgu Jónsdóttur, f. 1. nóv. 1971. Börn þeirra: Jón Stefán, f. 25. okt. 1994, Pat- rekur Örn, f. 24. ágúst 1997 og Þór- gunnur Ása, f. 17. júlí 2000. 3) Védís Elfa, f. 3. júlí 1972, gift Helga Ingimarssyni, f. 21. júlí 1972. Börn þeirra: Hinrik Pétur, f. 17. des. 1998, Hákon Ingi, f. 28. júní 2002 og Hrafn- hildur Ýr, f. 10. nóv. 2004. 4) Árni Kár, f. 3. okt. 1977, kvænt- ur Evu Hrund Einarsdóttur, f. 26. febr. 1977. Börn þeirra: Hildur Sigríður, f. 20. apríl 2005 og Katrín Lilja, f. 3. ágúst 2009. Torfi ólst upp að Jórunnar- stöðum í Eyjafirði, tók fulln- aðarpróf úr barnaskóla og fór síðan í Héraðsskólann að Reyk- holti og lauk þaðan gagnfræða- prófi og landsprófi vorið 1963. Hann lauk sveinsprófi í húsa- smíði á Akureyri 1968 og fékk meistarabréf í húsasmíði 1971. Árið 1972 tók Torfi við starfi forstöðumanns Lífeyrissjóðs trésmiða á Akureyri og sinnti því starfi til 1987. Jafnhliða sá Það er erfiðara en orð fá lýst að setjast niður og staldra við all- ar minningarnar sem streyma fram í hugann. Minningar um jól, ferðalög og öll samtölin okkar. Hvert og eitt okkar á minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Við munum pabba sem hafði hlýtt og þétt faðmlag. Pabba sem var eins og klettur, pabba sem ók um á gulri Volkswagen bjöllu, í blárri skyrtu með uppbrettar ermar í hvaða veðri sem var. Hann var stór og sterkur, teinréttur og bar af. Pabbi var mikill náttúruunn- andi og fróður um jurtir og blóm. Hann kenndi okkur snemma að bera virðingu fyrir náttúrunni og kyrrðinni og naut þess að taka ljósmyndir af blómum, landslagi og sólsetrum. Pabbi hafði gaman af því að ferðast og fóru þau mamma víða, bæði hér heima og erlendis. Eftir að heilsunni hrak- aði ferðaðist hann með okkur í huganum. Hann átti auðvelt með að hrífast og gat alltaf komið með skemmtilegar ábendingar um viðkomandi staði. Undanfarin ár jókst einnig áhugi pabba á ættfræði og sat hann tímunum saman við skrán- ingar. Hann var frændrækinn og hafði gaman af því að fá fréttir af ættmennum sínum. Hann var viskubrunnur af fróðleik, víðles- inn og átti viðamikið bókasafn. Einnig átti hann það til að setjast niður og semja vísur svo lítið bæri á og samdi skemmtilega texta við lög sem flutt voru í brúðkaupum okkar systkina. Pabbi var líka maður lysti- semda, hann naut þess að borða góðan mat, drekka eðalvín og hlusta á fallega tónlist. Barnabörnin minnast afa sem var skemmtilegur en þeim fannst hann búa of langt í burtu. Hann átti gott samband við þau og þá sérstaklega í seinni tíð með sím- tölum og tölvupóstum. Við minnumst pabba sem var vandvirkur, nákvæmur og sam- viskusamur með allt sem hann tók sér fyrir hendur, var bóngóð- ur og sagði sjaldan nei. Hann var nægjusamur og lítið fyrir prjál og skraut eða veraldlega hluti. Við munum líka eftir pabba sem gat verið strangur og sérlundaður. Árin í Eyjum liðu fljótt þó mörg væru. Mamma stóð við hlið pabba í veikindum hans og var stoð hans og stytta og ómetanleg- ur tími fyrir þau tvö. Pabbi vann alltaf mikið og lagði mikið á sig við að skila sínum verkum vel og vandlega unnum. Það gat hann því hann átti góða konu sem studdi hann í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Við munum pabba og mömmu saman, góðlátlegar athugasemd- ir þeirra á milli, hlátur og hlýleg orð. Svo sannarlega hefði verið gaman og betra að hafa ykkur nær. Það er ótrúlega margt sem hefur gengið á undanfarna mán- uði og ómetanlegar stundir sem við áttum saman. Á erfiðustu stundum var pabbi sem klettur, sýndi ótrúlegt æðruleysi og hélt reisn sinni alveg sama á hverju gekk þessa síðustu daga, enda var það honum mikilvægt. Við kveðjum pabba með miklum söknuði. Nú fæðast blóm um foldar reit, Þau faðmar sólin björt og heit, lífið blítt þeim brosir mót og beztu sýnir kærleikshót. En lánið heims er löngum valt, lífið stundum beizkt og kalt. Blómin ungu fölna fljótt, falla á einni hélunótt. (Sigtryggur Símonarson.) Ást og þökk. Guðrún, Kristinn Már, Védís Elfa og Árni Kár. Í frændgarði mínum hefur elsta og stærsta tréð fellt lauf sín í síðasta sinn. Það var þá ekki ei- líft eins og ég hélt í barnaskap mínum. Torfi var móðurbróðir minn og elstur fjögurra systkina frá Jórunnarstöðum í Eyjafjarð- arsveit. Í huga barnsins var hann alltaf miklu eldri en móðir mín en í raun munaði aðeins tæpum fjór- um árum á þeim. Hann var stóri frændinn sem kom í sveitina og byggði fjóshlöðuna í Lönguhlíð, í minningunni gerðu þeir Kalli frændi það einir, og það var alltaf sól og gleði þetta sumar, a.m.k. í sinni barnsins. Torfi hafði gott lag á frænd- systkinum sínum, hann laumaði súkkulaði í ísskápinn, það var í efstu hillunni í hurðinni, og gaf okkur bita þegar við létum hann í friði við vinnu sína. En sólina varðveita einnig ljósmyndirnar sem hann tók þetta sumar. Hann eignaðist myndavél mjög ungur og hékk hún jafnan um háls hans þegar eitthvað stóð til. Hann var ljósmyndari af guðs náð og tók ógrynni ljósmynda og myndir sem hann tók í sveitinni og gaf mér eru mér afar dýrmætar. Hann var góður sögumaður og ég hafði alltaf jafngaman af að heyra hann segja frá og rifja upp minningar frá liðinni tíð. Hann sagði gjarnan frá því þegar hann stríddi lítilli stelpu sem öskraði af frekju þegar hann henti henni upp úr hlöðugrunninum, en hún þóttist alls staðar mega vera, og þegar hún launaði honum það með því að gabba hann til þess að setjast á rennblauta dýnu uppi á hól. Og hláturinn sem fylgdi í kjölfarið, hógvær en svo fullur af hlýju. Honum lá ekki hátt rómur en rödd hans fangaði athygli manns, djúp og hlý og glettnis- blikið í augunum lýsti upp andlit hans. Torfi var frændrækinn og það var alltaf gaman að hitta hann þó fundir okkar hafi verið fáir síð- ustu árin. Hann hafði gríðarmik- inn áhuga á ættfræði og gat greitt úr ótrúlegustu ættarflækj- um. Eftir ógleymanlega heim- sókn til þeirra Fríðu til Eyja fyrir nokkrum árum þar sem ættfræði var rædd sendi hann mér bréf til að útskýra ættartengsl sem eru furðu flókin, enda segir hann í bréfinu: „Krossgátur og Sudoku eru barnaleikföng miðað við ætt- fræðiflækjur Jórunnarstaða- manna!“ Í Eyjaheimsókninni kom einn- ig í ljós að enn átti hann súkku- laði, stærðar blokk og dætur mín- ar kolféllu fyrir frænda sínum. En það var ekki aðeins súkku- laðið sem bræddi þær heldur einnig sú ósvikna athygli og hlýja sem hann sýndi þeim. Um frændgarð minn hefur napur vindur leikið í haust og trén sem eftir standa eru hnipin en þau standa þétt saman og hafa skjól hvert af öðru. Trén sem stóðu næst elsta og stærsta trénu hafa í storminum eflst og styrkst og munu blómgast aftur, þau sækja sér líka styrk í rætur þess tré sem fellt hefur laufin því sumt er eilíft eins og minningar góðar. María Björk. Kynni okkar Torfa má rekja til þess tíma, þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá Líf- eyrissjóði trésmiða á Akureyri. Um var að ræða lítinn lífeyrissjóð sem bjó við þannig regluverk að hann gat ekki gerst aðili að Sam- bandi almennra lífeyrissjóða, SAL. Torfi og félagar tóku hins vegar að sér að ganga frá nýjum samþykktum sjóðsins þannig að réttindaákvæði hans gætu fallið að sambærilegum ákvæðum hjá almennu lífeyrissjóðunum. Síðan eru liðin rúmlega þrjátíu ár og þróunin í lífeyrismálum þjóðar- innar hefur tekið miklum stakka- skiptum. Á þeim tíma hefur ís- lenska lífeyrissjóðakerfið eflst mikið og lífeyrissjóðum fækkað verulega. Í þeirri sögulegu þróun var Torfi drjúgur liðsmaður, einkum þegar kom að tölvuvæðingu al- mennu lífeyrissjóðanna um mið- bik níunda áratugar síðustu ald- ar. Þau voru drjúg morgunverkin hjá Torfa enda var hann vinnu- samur með afbrigðum, svo jafn- vel okkur félögunum þótti nóg um. Málshátturinn „Vinur er sá er til vamms segir“ átti þá stund- um við því Torfi hafði mikinn metnað og einlægan áhuga þegar kom að hugbúnaðarlausnum fyrir lífeyrissjóðina. Verður honum seint fullþakkað fyrir öll þau verkefni sem hann tók að sér fyr- ir sjóðina á þeim vettvangi. Við félagarnir vissum að Torfi átti við erfið veikindi að stríða en gerðum okkur eflaust ekki fylli- lega grein fyrir því hversu alvar- leg þau voru. Í júnímánuði sl. hélt stjórn Landssamtaka lífeyris- sjóða fund í Vestmannaeyjum. Ég hafði að sjálfsögðu gert mér vonir um að eiga góða og notalega samverustund með Torfa í þess- ari heimsókn til Eyja, en því mið- ur komu veikindi hans í veg fyrir það. Torfi hefur nú kvatt sam- ferðamenn sína eftir áratuga heilladrjúg störf fyrir lífeyris- sjóðina. Við Kristín sendum Fríðu og börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hrafn Magnússon. Torfi minn, þrátt fyrir erfið veikindi kom fregnin um að þú hefðir kvatt þennan heim sem þruma úr heiðskíru lofti. Vinnu- félagi hjá Lífeyrissjóði Vest- mannaeyja og vinur til fjölda ára er ekki lengur til staðar. Í hug- skotum leynast minningar um vandaðan og traustan mann sem vann verk sín af vandvirkni og sérstakri nákvæmni. Við úrlausn flóknari verkefna var ætíð mögulegt að leita til þín og kom á stundum fram sérstæð nálgun til lausnar sem fáum hefði dottið í hug. Í farteskinu var ára- tuga dýrmæt reynsla og fróðleik- ur sem kom sér oft vel, hvort sem var í leik eða starfi. Á stundum komstu með óvænt útspil sem þurftu töluverða umhugsun en þegar upp var staðið var útkom- an vel hugsuð og skipulögð, eftir stóð ánægja þess sem þátt tók. Áhugamál þín, ljósmyndun og ættfræði var sinnt af kostgæfni sem kom oftsinnis skemmtilega á óvart enda nostrað í kringum hvert smáatriði. Heimsókn á Landspítalann í lok ágúst sl. var eftirminnileg og þá sérstaklega dóttur minni Svölu 8 ára, þrátt fyrir allt sem á undan var gengið lékstu á als oddi. Ég er sérstaklega þakklát- ur fyrir einlægt símtal þitt um kvöld sama dags, þú hafðir eins og oft áður allt á hreinu og sér- staklega skemmtilega yfirsýn um menn og málefni. Kæri vinur, með fátæklegum orðum vil ég þakka þér af heilum hug fyrir allt og þá ekki síst þá reynslu og fróðleik sem eftir stendur, ómetanleg minning um góðan mann. Fjölskyldunni óska ég samúðar og velfarnaðar á erf- iðum tíma. Hvíl í friði, vinur minn kær. Haukur Jónsson. Með fráfalli Torfa Sigtryggs- sonar, framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs Vestmannaeyja, hverf- ur af sjónarsviðinu einn af þeim mönnum sem komu að starfi al- mennu lífeyrissjóðanna á upp- hafsárum þeirra fyrir fjórum ára- tugum. Ég kynntist Torfa haustið 1989 skömmu eftir að hann flutti til Eyja og hóf störf hjá lífeyr- issjóðnum. Raunar hafði ég heyrt hans getið vegna starfa hans fyrir Samtök almennra lífeyrissjóða, SAL, árin 1987-1989 við að koma upp tölvukerfum og innleiða tölvutæknina hjá sjóðunum. Torfi vann þar mikið frumkvöðlastarf sem verður seint þakkað. Ég vissi einnig að hans bak- grunnur var tengdur iðnnámi og starfi fyrir Trésmíðafélag Akur- eyrar og Lífeyrissjóð trésmiða á Akureyri frá 1972-1987. Torfi var einn af þeim mönnum sem ein- beittu sér frá upphafi tölvualdar að því að nýta sér þá miklu mögu- leika sem þessi nýja tækni bauð upp á. Það var ekki lítið afrek og hvað þá það kröfuharða hlutverk sem hann tók síðan að sér að inn- leiða tölvutæknina hjá lífeyris- sjóðum sem mynduðu Greiðslu- stofu lífeyrissjóða en þeir voru staðsettir víðsvegar um land. Það reyndist mikill happafeng- ur fyrir Lífeyrissjóð Vestmanna- eyja að fá Torfa til starfa haustið 1989. Á þeim rúmlega tveimur áratugum sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hefur lífeyr- isjóðurinn dafnað og haldið fylli- lega sinni hlutdeild í heildareign- um lífeyrissjóða og ávöxtun sjóðsins verið í hærri kantinum. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér og þar skipti sköpum víðtæk þekk- ing hans á hlutverki, regluverki, upplýsingakerfum og möguleik- um sjóðanna til fjárfestinga. Þá skiptir einnig miklu að Torfi og stjórn lífeyrisjóðsins náðu jafnan mjög vel saman í störfum sínum. Í kröfuhörðum störfum Torfa fyrir lífeyrissjóðina skipti góð heilsa miklu máli. Því var því mið- ur ekki fyrir að fara seinni árin. En það breytti ekki elju hans og áhuga við að sinna störfum sínum af eins miklum krafti og mögu- legt var. Í banka- og efnahags- hruninu haustið 2008 og afleið- ingum þess reyndi mikið á starfsfólk og stjórnir lífeyrissjóð- anna. Þar eins og ávallt stóð Torfi sig eins og hetja þrátt fyrir að heilsan væri farin að gefa sig. Fyrir samstarf okkar undan- farna tvo áratugi í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja og síðar á vett- vangi Landssamtaka lífeyris- sjóða er ég mjög þakklátur. Ég heimsótti Torfa í lok ágúst á Landspítalann eftir að hann hafði fengið áfall í erfiðum veikindum. Þrátt fyrir að vera mjög máttfar- inn var hugurinn á fullri ferð og fór ekki á milli mála að hann fylgdist mjög vel því sem var að gerast á vettvangi lífeyrissjóð- anna. Að helga fjóra áratugi af starfsævinni störfum í fram- varðasveit fyrir lífeyrissjóðina er mikið framlag. Slíkt gerist ekki nema fjölskyldan standi þar þétt að baki og þar stóð Fríða eigin- kona hans þétt með sínum manni. Að leiðarlokum sendum við Guðrún Fríðu og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Torfa Sigtryggssonar. Arnar Sigurmundsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Þessi sálmur Valdimars Briem kemur upp í hugann við ótíma- bært andlát Torfa Sigtryggsonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Torfi Sigtryggsson var ráðinn til starfa sem skrifstofustjóri 1. september 1989 hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja og framkvæmda- stjóri frá 1. janúar 1990. Með- ferðis til Eyja hafði hann víðtæka og dýrmæta þekkingu um lífeyr- ismál, hafði unnið að lífeyrismál- um allt frá árinu 1972. Torfi var einnig frumkvöðull í tölvumálum og átti m.a. stóran þátt í tölvu- væðingu lífeyrissjóða og hugbún- aðargerð á árunum 1987-1989. Lífeyrissjóðurinn naut alla tíð góðs af reynslu og þekkingu Torfa og við úrvinnslu erfiðra mála leituðu forstöðumenn ann- arra lífeyrissjóða gjarnan til hans. Torfi sinnti alla tíð störfum fyrir sjóðinn af sérstakri alúð og vandvirkni. Þrátt fyrir erfið veik- indi undanfarin ár slakaði hann aldrei á vinnuseminni og hafði ætíð hagsmuni sjóðsins að leiðar- ljósi. Torfi var víðlesinn og ein- staklega fróður maður og þegar hann leit upp frá vinnu var fé- lagsskapur hans sérstaklega ánægjulegur. Þrátt fyrir veikindi var fráfall Torfa óvænt en það segir kannski til um hversu sterkur einstak- lingur var þar á ferð. Við sem höf- um notið þess að kynnast og þekkja Torfa í starfi og leik þökk- um af alúð og hógværð fyrir allt hið góða og sendum um leið hug- heilar samúðarkveðjur til Fríðu og fjölskyldunnar á erfiðum tím- um. F.h. stjórnar og starfsfólks Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Haukur Jónssson. Torfi Sigtryggsson Með Huldu kveður, eða „fer heim“ eins og skátar segja, frá- bær skáti. Hún var skáti af lífi og sál allt frá unga aldri. Kona mín ég kynntumst Huldu fyrst og fremst í St. Georgsgildinu í Reykjavík, elsta skátagildi lands- ins. Hana prýddi allt það sem helst prýðir skáta. Hún var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálpar- hönd, var trú og traust vinum sín- um, söngelsk, elskaði náttúru Ís- lands og ferðaðist mikið um víðáttu þess. Fram á háan aldur og þrátt fyrir slæma heilsu sótti Hulda alltaf gildisfundi. Eins hafði hún mikla ánægju af hinum árlega Vináttudegi og St. Georgsdagi og ýmsum ferðum sem gildið stofn- aði til. Hún var þá jafnan hrókur alls fagnaðar. Hún var alltaf Hulda Guðmundsdóttir ✝ Hulda Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 15. október 1919. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 23. september síðastliðinn. Hulda var jarð- sungin frá Dóm- kirkjunni 14. októ- ber 2011. tilbúin til að taka með sér kaffibrauð, þvo upp og annað sem til þurfti á fund- um. Síðustu árin átti hún orðið erfitt með að komast á gildis- fundina og hlaut ég þann heiður og þá ánægju að sækja hana á Hallveigar- stíginn, aka henni á fundina og skila síðan heim. Sagði hún þá oft sögur af þeim breytingum sem orðið höfðu á Hallveigarstígnum og Þingholt- unum frá þeim tíma, er hún kom þar fyrst. Fróð var hún einnig um skátahreyfinguna og hafði brenn- andi áhuga á að fylgjast með öllu því, sem innan hennar gerðist. Börnin og barnabörnin voru henni líka mjög hugleikin; sagði hún t.d. oft frá dóttur sinni í Austurríki, barnabörnunum og fegurð Austurríkis, sem hún hafði heimsótt mörgum sinnum. Helgu verður lengi minnst inn- an samtaka eldri skáta, skáta- gildanna, sem trausts og góðs fé- laga. Guð blessi minningu hennar. Einar Tjörvi Elíasson, fyrrverandi gildismeistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.