Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 3

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 3
PI5TILL Er breytt kjördæmaskipan betri kostur fyrir konur? Nokkuð var um það rætt síðasta vetur, bæði inn- an Alþingis og utan, að breyta þyrfti kjördæma- skipaninni í landinu. Mörgum finnst hún úrelt og ekki endurspegla það lýðræði sem við viljum viðhafa. Vægi at- kvæða er mjög misjafnt eftir því hvar á landinu við búum. Þannig eru nú aðeins 1.094 atkvæði að baki hverjum þingmanni Vest- íjarðakjördæmis en 4.072 að baki hverjum þingmanni Reykjavíkur. Atkvæði Vestfirð- inga vega fjórfalt á við hvert at- kvæði Re'ykvíkinga. Atkvæði Austlendinga hafa rúmlcga tvö- falt vægi á við atkvæði Reykvík- inga og fólks í Reykjaneskjördæmi, sömuleiðis atkvæði Vestlendinga og ennþá meira er vægi þeirra sem búa á Norðurlandi vestra. Hér hallar verulega á hlut þeirra sem búa á helstu þéttbýl- isstöðum landsins. Kjördæmaskipanin endur- speglar ennþá gamla bændasamfélagið. Margar tillögur hafa verið settar fram sem eiga að hafa það markmið að bæta úr misvægi atkvæða. Ef við viljum að atkvæðin endurspegli nákvæmlega íbúaljöldann í landinu væri auðvit- að eðlilegast að íjölga þingmönnum þéttbýlis- kjördæmanna og fækka að sama skapi hjá hin- um. Þessi leið hefur aldrei verið farin. Þegar rétta hefur átt hlut þéttbýlisstaðanna hefur ein- faldlega verið fjölgað í þingmannahópi þeirra án þess að fækka hjá öðrum. Þess vegna höfúm við nú 63 þingmenn í stað 60 á árunum 1959-83 og 52 á árunum 1942-59. Málið gerist flóknara þegar við förum aftur fyrir árið 1942 því þá voru í gangi nokkur kosningakerfi; almennar bingkosningar og landskjör, einmennings- og tvímenningskjördæmi auk kjördæma með fleiri þingmönnum. Aðalmálið hér er að í hvert sinn sem óánægjuraddir hafa orðið áberandi í þétt- býlinu hefur þingmönnum þess verið ijölgað. Hér gildir eflaust sú regla að erfitt er að taka til baka það sem fólk hefur lengi búið við. Þing- mannaijöldinn mun þess vegna halda áfram að vaxa. Sú tillaga sem þykir róttækust og kannski mest „smart“ er að gera landið allt að einu kjör- dæmi. Þá myndu flokkarnir aðeins bera fram einn lista fyrir allar landskonur og -menn. Þetta myndi vissulega auðvelda störf flokkanna. Að- eins þyrfti að velja á einn lista og cngin þörf yrði á að halda úti félögum á öllum krumma- skuðuni landsins. Það hefúr verið bent á að fyrsta þingkona okkar, Ingibjörg H. Bjarnason var einmitt kjörin í landskjöri árið 1922, og það var reyndar einnig þingkona nr. 2, Guðrún Lár- usdóttir árið 1930. En hér er ólíku saman að jafna. Á þeim tíma voru einmennings- og tví- menningskjördæmi við lýði og slík kerfi eru einkar óárennileg fyrir konur. Samkeppnin um sætið er ein- faldlega svo mikil að „annarleg“ sjónarmið eins og lýðræði eiga ekki upp á pallborðið. Eina ráð- ið til að koma konu að á þeim tíma var í gegnum landskjör. Það landskjör var þó mjög tak- markað. Aðeins sex þingmenn voru landskjömir og flokkarnir lögðu því minni áherslu á þær kosningar en hinar „venjulegu“, þar sem miklu minna var í húfi. Eitt kjördæmi nú fyrir alla landsmenn mun áreiðanlega hvorki útrýma kjördæmapoti né koma fleiri konum að. Landslistamir myndu einfaldlega taka mið af iyrri kjördæmaskipan og raðað yrði í sæti eftir fyrra vægi kjör- dæmanna. Þannig myndu Reykjavík og Reykja- nes sennilega fá fyrsta og annað sætið hjá öllum listum, síðan yrði að taka tillit til annarra kjör- dæma þar til listinn væri fullur. Þetta sjónarmið myndi bera önnur ofurliði og konum áreiðan- lega fremur fækka en fjölga á þingi. Flokkar sem láta sér sæma árið 1994 að hafa aðeins tíu konur í hópi þeirra 58 þingmanna sem þeir hafa til ráðstöfunar, eru ekki líklegir til að breyta þeirri forgangsröð þcgar kjördæmapotið bætist við annað pot. Ennþá eimir nokkuð af þessum anda innan flokkanna frá því síðasta kjördæmabreyting var gerð árið 1959. Sá andi er þó að verða gamall og elstu menn með gamlar minningar að hverfa fyrir borð. Næsta kynslóð verður lausari undan fortíðinni í þessum efnum. Þá er kannski von til að önnur sjónarmið komist betur að. Lýðræði getur ekki verið virkt samkvæmt neinni skil- greiningu meðan konur eru aðeins 16 prósent af þeim sem flokkamir kjósa að gera að fulltrúum sínum á þingi. Kjördæmabreyting ein og sér mun ekki breyta þessu. Því geta aðeins flokk- arnir breytt, ef þcir svo kjósa. Sú kjördæma- skipan sem nú er við lýði er um margt gölluð. Hún er þó skárri fyrir hlut kvenna cn flestar þær „úrbætur“ sem bent hefur verið á. 1 kjör- dæmaumræðunni skulum við vera minnugar þess að því tleiri sem þingmenn eru, þeim mun meiri líkur eru á að konur slæðist með innan flokkanna. Það er ekki tilviljun að konur koma langflestar úr fjölmennustu kjördæmum lands- ins og þá um leið þeim kjördæmum sem fyrst höfðu fleiri en einn og fleiri en tvo þingmenn. Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur ÞEMA Athafnakonur................. Atvinna eða afþreying....... Hugmynd, úrvinnsla, framkvæmd................... Stefnumótunar er þörf....... FASTIR LIÐIR Pistill..................... Kvenréttindakonan: Taslima Nasrin.............. Lesendabréf................. Matur og sögur fró Pakistan.... Úr síðu Adams.............. Bókadómar.................. Pistill Auðar Haralds...... VIÐTÖL Kvennalistinn, breiðfylking eða þröngur hópur.............. Heiða trúbador............. GREINAR Samnorræn samvinna í klúðri. Kona ón karlmanns er eins og fiskur ón reiðhjóls.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.