Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 17

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 17
—flTHflFIlflKOnUR— Elisabet Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Byggðastofnunar á Austurlandi ekki greinarmun á þvi hvað það er að vera góð handverksmanneskja og að vera hönnuður - en það þarf ekki að fara saman. Eitt er að geta skapað eitthvað „fallegt og smekk- legt“ anna6 er að geta unnið hand- verkið þannig að útkoman sé falleg vara. Handbragðið þarf að vera gott og þar standa margar íslenskar konur mjög vel, en betur færi á ef sumar leituðu sér aðstoðar hönnuð- ar, t.d. við þróun hugmynda og litaval. Skynsamlegt væri að fá hönnuð á staðinn til að líta á það sem verið er að gera og gefa góð ráð, jafnvel halda námskeið. En þá verður fólk að geta tekið gagnrýni og þola að vörunum þeirra sé breytt, m.a. til að koma í veg fyrir ofhönnun sem er dæmigert byrj- andaeinkenni. Hönn- uðir ættu líka að leita meira til handverks- hópanna og fá þá til að vinna hugmyndir sín- ar, því hönnuður þarf auðvitað ekki að fram- leiða allt sjálfur.“ Gaman e&a alvara? A handverksdögum i Eyjafirði í júní sl. héldu Vilborg Guðna- dóttir og Elísabet Benediktsdóttir erindi sem þær nefndu Hand- Ve>'k - atvinna eða af- þreying? Viðbrögð aheyranda voru mjög misjöfn og endurspcgla gjána sem er á milli þeirra sem eru í handverki af fullri alvöru til að afla sér lífsviðurværis °g hinna sem eru að drýgja heimil- ispeningana þeg- ar tími er aflögu, hvort sem það er meðan bömin sofa eða eftir að þau flytja að heiman. Umræð- ur urðu nokkuð heitar og fannst sumum sem frummælendur vildu flokka fólk í fagmenn og dútlara og banna hin- um síðamefndu að vera með. Það töldu margir að mætti alls ekki viss um að hún hafi komist til skila,“ segir Elísabet. „Eg held að við stöndum á ákveðnum tímamót- um og nú fari þær að detta út sem ástandi á heimilinu eða aðlaga heimilið á einhvern hátt að því að þær eru famar að vinna? Gmnd- vallaratriðið er að hafa aðstöðu, ákveðinn vinnutíma - og laun.“ Lára Vilbergs- dóttir verkefnisstjóri í Randalín er ein þeirra sem telur að konur þurfi að gera það upp við sig hvort þær líti á þetta sem atvinnu eða tómstundagaman. „Annaðhvort ertu með fyrirtæki og ert þ.a.l. inni í kerfinu, borgar af þessu skatta og skyldur og ferð í gegn- um allt ferlið, - hug- myndavinnu, vöruþró- un, markaðssetningu o.s.frv. - eða þú fondr- ar heima hjá þér og ert sátt við að selja kannski og kannski ekki. Mér finnst órétt- látt að við sem erum í þessu á svo mismun- andi forsendum skul- um öll vera meðhöndl- uð eins þegar kemur að úthlutun styrkja. Sú sem er í þessu sem tómstundagaman hefur jafn mikla, ef ekki meiri, möguleika á því að fá styrk og við sem rekum fyrirtæki, veitum konum atvinnu Reynsluverkefninu Handverki var nýlega ýtt úr vör og er því ætlað að verða einhverskonar samnefnari fyrir handverksfólk. Það er ó vegum ríkisins og 20 milljónum var veitt í það til þriggja ára. Það lýtur þriggja manna verkefnisstjórn. Guðrún Hannele Henttinen er starfsmaður Handverks og hún vonar að verkefnið sé vísir að landssamtökum handverksfólks. Tilgangurinn með Handverki er þríþættur: Að auðvelda og hvetja til samskipta handverksfólks og í því skyni hafa verið ráðnir sex tengiliðir um land allt. Þeir eiga að safna upplýsingum um þá sem að greininni standa og grennslast fyrir um óskir og þarfir þeirra. Þessar upplýsingar verða síðan skráðar inn í gagna- banka sem á að auðvelda samskipti og samvinnu handverksfólks. Handverki er einnig ætlað að stuðla að framförum i framleiðslu og efla gæðavitund og nú stend- ur yfir samkeppni um hönnun á minjagripum og smærri nytjahlutum úr íslensku hrá- efni. Guðrún segir þessa samkeppni ætlaða til að ýta undir notkun á íslensku hrá- efni og einnig til að „finna" fólk sem er að vinna að merkilegum verkefnum, en er lítt sýnilegt. Loks er Handverki ætlað að vinna að kynningar- og markaðsmálum á meðal handverksfólks og stuðla að tengslum við fagfólk og sérfræðinga til aðstoð- ar við hönnun og vöruþróun. Verkefnið Handverk var löngu orðið tímabært og vonir standa til að það verði einskonar regnhlíf yfir alla þá frjóanga handverks sem nú spretta upp út um allt land og auki á gæðakröfur en þær eru meginforsenda þess að handverk verði blómleg atvinnugrein sem gefi eitthvað af sér, jafnt til framleiðanda og þjóðarbús- ins. gera, með því væri frumkvæðið drepið niður og dregið úr sköpun- arkrafti kvenna. „Þetta var mjög erfið umræða og ég er ekki líta fyrst og fremst á þetta sem af- þreyingu. Málið snýst um það hvernig konur ætla að fara að þessu. Ætla þær að aðlaga vinnu sína að óbreyttu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.