Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 9

Vera - 01.09.1994, Blaðsíða 9
LEfCnDDBREF Kæra VERA. Ég hefi verið reglulegur lesandi VERU um nokkurra ára skeið og haft ýmsar skoðanir á blaðinu. Yfirlcitt hefur mér líkað innihaldið, fundist það fræðandi, upplýsandi, það hefur komið á óvart og það sem mér hefur lik- að best er að VERA fer ekki troðnar slóðir í efnistökum eða umfjöllun um málefni. Þó hefi ég verið að velta blaðinu fyrir mér undanfarið, bæði í bókstaf- legri og huglægri merkingu. Og hefi komist að því að mér finnst óljóst, að ekki sé meira sagt, fyrir hverja blaðið er skrifað og finnst eins og útgef- endur blaðsins geri sér það ekki alveg ljóst sjálfir. Heildarsvipurinn á blaðinu er í þoku því VERA reynir að vera allt í senn: Málgagn Kvenna- listans, fræðirit um femínisma, blað um jafnréttismál, félagsfræðitímarit fyrir háskólamenntaðar konur og kvennablað. Ruglandin í efnisvalinu kemur svo niður á óskipulögðu blaði, það eru fáir fastir þættir sem hægt er að fletta upp á um leið og maður fær blaðið í hendur (eins og gerist á öðr- um blöðum: ijölskyldumál í fostudagsblaði Moggans, hverjir voru hvar í Pressunni eða kjallaragreinar DV). Mér finnst of margar greinar vera of þungar og tormeltar, alla vega fyrir mig, og mér sýnast margar þeirra ein- ungis vera á færi háskólamenntaðs fólks að lesa þær og skilja. Og oft finnst mér efnið vera sett þannig fram að það sé bcinlínis ekki ætlast til að venjulegt fólk skilji þær: „Auglýsing Mjólkursamsölunnar... var í þessu sambandi illa dulbúin holdafarsleg ábending, og gott dæmi um kenningar um uppskipt sjálf kvenna.“ (Maí 1994) „Konur eru smættaðar niður í kyn- færi sín og völd þeirra færð úr samfélaginu og inn i svefnherbergið.“ (Desember 1993). Það er stundum sagt um fræðimenn og -konur að þau skilji ekki efni sitt sjálf ef þau geta ekki gert það skiljanlegt fyrir öðrum. Þarna finnst mér að ritstýrur VERU ættu að gera þær kröfur til greinahöf- unda að þeir vandi framsetningu sina betur. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að skrif í þessum stíl séu líkleg til að stækka lesendahóp VERU. Ég held heldur ekki að það sé meðvituð stefna blaðsins að gefa það aðeins út fyrir háskólamenntaðar konur því það hlýtur að vera eitt af markmiðum útgefenda að fjölga stuðningskon- um Kvennalistans til þess að hann öðlist meiri áhrif í landinu og þoki jafn- réttismálum lengra áleiðis, ekki veitir af. Og ég held að það væri hægt að gera blaðið mun meir aðlaðandi þannig að það væri áhugaverðara fyrir fleira fólk, t.d. karlmenn sem hafa áhuga á jafnréttismálum. Þetta væri t.d. hægt með því að útgefendur reyndu að skilgreina betur fyrir hverja það er, hverjum er ætlað að lesa það og haga efnistökum og umfjöllunareftium meir í samræmi við það. Einn liður í því er að mínu viti að fá betri og sterkari heiídarsvip á blaðið, bæði hvað varðar innihald og útlit. Þessum fátæklegu hugleiðingum vildi ég koma á framfæri við blaðið. Að lokum vona ég að VERA glati því ekki að vera ögrandi og óhrædd að taka öðruvísi á málum en maður er vanur að sjá og lesa. Áhugamaður um jafnréttismál. Kæra VERA. 1 kjölfar sigurs Reykjvíkurlistans í borginni í vor hefur umræðu um sam- einingu félagshyggjufólks (hvað sem félagshyggja nú annars er) skotið upp kollinum hvað eftir annað og kannski ekki síst meðan stefndi í haust- kosningar. Sumir eru reyndar duglegir að slá sig til riddara og þakka sér sigurinn og víst er að „arkitektar Reykjavikurlistans” eru margir á sveimi (reyndar fleiri en mig rekur ntinni til að hafi lyft hendi í kosningabarátt- unni). En ein er sú ástæða sem kemur í veg fyrir að sameining geti átt sér stað næstu ár. Gömlu flokkamir hafa sýnt það að undanfömu eins og reyndar áður að það sem þeir bjóða konum helst upp á er ritarastaða í karlaklúbbum. Skemmst er að minnast orða Sigþráðar Gunnarsdóttur í pistli í Vikublaðinu í vor eftir að hún hafði tapað varaformannskjöri í Verðandi. Hún endaði einmitt sem ritari í karlaklúbbnum Verðandi - og spurði hvort það væri það eina sem konum stæði til boða. I fréttum Stöðv- ar 2 4. ágúst sl. var sagt frá að varaformannsslagur væri í vændum hjá Framsóknarflokknum, og líklegt að Guðmundur Bjamason þingmaður keppi við Ingibjörgu Pálmadóttur þingmann. Guðmundur sagðist skilja að ungt fólk í flokknum eða konur vildu sjá sinn fulltrúa sem varaformann en hann var ekki lengi að finna lausnina. Þegar að hann yrði varafor- maður losnaði embætti ritara og Ingibjörg gæti orðið ritari Fram- sóknarflokksins! Vonandi að Framsóknarflokkurinn beri gæfu til að sýna í verki að konur eru efni í fleira en „ritara karla- klúbba” án þess að ég sé að segja að Guðmundur sé óhæfúr til varaformennsku. Hvernig ætli sameingarsinnar muni stilla upp á Reykjanesi svo dæmi séu tekin. Á Helga Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi kannski að mynda lista með Guðmundi Oddssyni Al- þýðuflokki og Valþóri Hlöðverssyni í Alþýðubandalagi? Þarf að rifja upp orð Guðmundar eftir að hann og Valþór ákváðu að Kvennalistinn mætti éta það sem úti frysi? Ef við skoðum málin aðeins sunnar má minna á framboðslista Alþýðufiokksins í Hafnarfirði þar sem aðeins ein kona var í öruggu sæti. I sætum 9, 10, 11 og 12 komu svo fjórar konur, svona til að breiða yfir kynjahlutfallið. Og ekki datt körlunum sem voru ofar að víkja fyrir eins og einni konu til að lappa upp á listann. Hvar hafa þessir menn eiginlega verið? Og hvað þykjast þeir hafa að bjóða Kvennalistanum? Eini kosturinn sem gæti verið spennandi væri framboð með Jóhönnu og hennar stuðningsmönnum. Þá yrði meirihluti frambjóðenda konur og líklegt að Jóhanna og hennar fólk hafi áhuga á kvcnfrelsislegum áherslum í stefnu sinni. En heillavænlegast væri að splundra endanlega gamla flokkakerfinu (farið hefúr fé betra) og þá er hægt að fara að huga að framtíðinni, nýju afli án nátttröllanna sem nú ríða húsum á Austurvelli. Bergþór Bjamason 9 P.S. Ég hefi tekið eftir því að oft er talað um „ímyndir“ og „fyrirmyndir sem haldið er að ungum stúlkum“ í VERU. Þessar ímyndir og fyrirmynd- ir eru miskunnarlaust gagnrýndar fyrir að vera einhæfar og skað- legar. Þess vegna fannst mér kyndugt að sjá mynd af pistlahöfundi (ungri stúlku) með sigarettu í febrúarblaðinu síðasta. Því spyr ég hvaða ímynd þar sé verið að halda að ungum stúlkum. Ég er næstum viss um að t.d. fræðslufulltrúar Krabbameinsfélagsins telja hana skaðlega. »t*n ®». hv Lopapeysur, hufur, vettlingar, væröarvoðir og margt fleira. prjonauppskriftir. Sendum jólagjafirnar til útlanda. qO m HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS 6 Skólavörðustíg 19, 101 Reykjavík, Símar: 21890 - 21912 \

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.